Barþjónar til í nýjan bjórsjálfsala Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. apríl 2019 20:00 Bjórsjálfsali, lyfjaskammtari og trappa fyrir stóra bíla eru meðal uppfinninga sem háskólanemar kynntu í dag. Nemandi í vélaverkfræði segir að barþjónar séu spenntir fyrir að fá sjálfsala á veitingastaði svo þeir geti einbeitt sér að kokteilagerð í stað bjórafgreiðslu. „Þetta er bara svona sjálfvirk bjórdæla sem líkir eftir barþjóni. Hún hallar glasinu og byrjar bara að dæla," segir Jón Kaldal, háskólanemi.Þetta gæti verið notað sem nokkurs konar sjálfsali?„Já, akkúrat. Við settum þetta á Instagram og fengum nokkur svör frá barþjónum sem sögðu að þetta væri geggjað. Þeir gætu þá verið að gera kokteila í staðinn fyrir að gefa öllum bjór," segir Jón. Nemendur í vélaverkfræði við Háskóla Íslands kynntu í dag lokaverkefi í námskeiðinu tölvustýrður vélbúnaður. Magnús Þór Jónsson, prófessor, segir nemendum hafa verið falið það verkefni að búa til frumgerð einhvers konar vélabúnaðar.Vilhjálmur Grétar Elíasson og Unnar Ýmir Björnsson gerðu sjálfvirkan lyfjaskáp.„Þau höfðu mánuð til að klára þetta. Og þetta er eitt af fimm námskeiðum. Þannig þetta er nú ekki langur tími sem þau hafa og það er ótrúlegt hvað þau ná að gera," segir hann. Hvað eruð þið með hérna? „Við erum með sjálfvirkan lyfjaskáp sem tekur á móti lyfjum og skammtar þeim eftir þörfum. Við erum með þrjú mismunandi lyf í þessu sem eru sérsniðin að græjunni en það er í rauninni hægt að setja hvaða lyf sem er," segir Vilhjálmur Grétar Elíasson, annar hönnuða lyfjaskápsins. Uppfinningarnar taka á ýmsum vandamálum og einn hópur hannaði tröppur fyrir stóra bíla. Karitas Erla Valgeirsdóttir, Erla Hrafnkelsdóttir og Vilborg Pétursdóttir með tröppuna sem þær hönnuðu.„Það eru festingar hérna sem fara á stigpalla á jeppa eða á öðru slíka. Svo er hægt að nota fjarstýringu til að setja hana niður, og þetta hefur led-lýsingu, ef þetta er í myrkri," segir Karitas Erla Valgeirsdóttir nemi. Hvernig kviknaði hugmyndin að þessu? „Amma Karitasar á stóran jeppa og á stundum svolítið erfitt með að komast upp í hann," segir Vilborg Pétursdóttir, ein hönnuða. „Þannig að okkur datt í hug að búa til auka þrep fyrir þá sem ná ekki að stíga alla leið upp á pallinn," bætir Erla Hrafnkelsdóttir við. Áfengi og tóbak Skóla - og menntamál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Bjórsjálfsali, lyfjaskammtari og trappa fyrir stóra bíla eru meðal uppfinninga sem háskólanemar kynntu í dag. Nemandi í vélaverkfræði segir að barþjónar séu spenntir fyrir að fá sjálfsala á veitingastaði svo þeir geti einbeitt sér að kokteilagerð í stað bjórafgreiðslu. „Þetta er bara svona sjálfvirk bjórdæla sem líkir eftir barþjóni. Hún hallar glasinu og byrjar bara að dæla," segir Jón Kaldal, háskólanemi.Þetta gæti verið notað sem nokkurs konar sjálfsali?„Já, akkúrat. Við settum þetta á Instagram og fengum nokkur svör frá barþjónum sem sögðu að þetta væri geggjað. Þeir gætu þá verið að gera kokteila í staðinn fyrir að gefa öllum bjór," segir Jón. Nemendur í vélaverkfræði við Háskóla Íslands kynntu í dag lokaverkefi í námskeiðinu tölvustýrður vélbúnaður. Magnús Þór Jónsson, prófessor, segir nemendum hafa verið falið það verkefni að búa til frumgerð einhvers konar vélabúnaðar.Vilhjálmur Grétar Elíasson og Unnar Ýmir Björnsson gerðu sjálfvirkan lyfjaskáp.„Þau höfðu mánuð til að klára þetta. Og þetta er eitt af fimm námskeiðum. Þannig þetta er nú ekki langur tími sem þau hafa og það er ótrúlegt hvað þau ná að gera," segir hann. Hvað eruð þið með hérna? „Við erum með sjálfvirkan lyfjaskáp sem tekur á móti lyfjum og skammtar þeim eftir þörfum. Við erum með þrjú mismunandi lyf í þessu sem eru sérsniðin að græjunni en það er í rauninni hægt að setja hvaða lyf sem er," segir Vilhjálmur Grétar Elíasson, annar hönnuða lyfjaskápsins. Uppfinningarnar taka á ýmsum vandamálum og einn hópur hannaði tröppur fyrir stóra bíla. Karitas Erla Valgeirsdóttir, Erla Hrafnkelsdóttir og Vilborg Pétursdóttir með tröppuna sem þær hönnuðu.„Það eru festingar hérna sem fara á stigpalla á jeppa eða á öðru slíka. Svo er hægt að nota fjarstýringu til að setja hana niður, og þetta hefur led-lýsingu, ef þetta er í myrkri," segir Karitas Erla Valgeirsdóttir nemi. Hvernig kviknaði hugmyndin að þessu? „Amma Karitasar á stóran jeppa og á stundum svolítið erfitt með að komast upp í hann," segir Vilborg Pétursdóttir, ein hönnuða. „Þannig að okkur datt í hug að búa til auka þrep fyrir þá sem ná ekki að stíga alla leið upp á pallinn," bætir Erla Hrafnkelsdóttir við.
Áfengi og tóbak Skóla - og menntamál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira