Íslenski boltinn

Rasmus lánaður í Grafarvoginn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rasmus fagnar Íslandsmeistaratitlinum síðasta haust
Rasmus fagnar Íslandsmeistaratitlinum síðasta haust vísir/bára
Fjölnir fær liðsstyrk frá Íslandsmeisturum Vals fyrir átökin í Inkassodeild karla í fótbolta en þeir hafa fengið danska miðvörðinn Rasmus Christiansen á láni.

Christiansen er 29 ára gamall og hefur verið á mála hjá Valsmönnum síðan árið 2015. Hann fótbrotnaði snemma tímabils síðasta sumar og missti því af stærstum hluta tímabilsins.

Hann á samtals að baki 154 leiki í efstu deild á Íslandi og hefur skorað í þeim þrjú mörk.

Fjölnir féll úr efstu deild síðasta haust og mun því leika í Inkassodeildinni í sumar. Liðið hefur leik í Mjólkurbikarnum á morgun í leik gegn Leikni Reykjavík og er Christiansen gjaldgengur í þann leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×