Íslenski boltinn

Vítaspyrnukeppni í Boganum og Blikarnir í úrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Blikarnir fagna.
Blikarnir fagna. vísir/bára
Breiðablik mætir Val í úrslitaleik Lengjubikars kvenna eftir að hafa klárað Þór/KA í síðari undanúrslitarimmunni í Boganum í kvöld. Lokatölur 3-3 í venjulegum leiktíma og 7-6 eftir vító.

Arna Sif Ásgrímsdóttir kom Þór/KA undir lok fyrri hálfleiks en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir jafnaði metin fyrir Íslands- og bikarmeistarana í upphafi síðari hálfleiks.

Karen María Sigurgeirsdóttir kom Þór/KA aftur yfir á 53. mínútu en Agla María Albertsdóttir jafnaði á 79. mínútu. Allt stefndi í 3-2 jafntefli en Lára Kristín Pedersen kom Akureyrarliðinu yfir í þriðja sinn í uppbótartíma.

Dramatíkinni var ekki lokið. Arna Sif Ásgrímsdóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og lokatölur 3-3. Það er engin framlenging í Lengjubikarnum og því var farið strax í vítaspyrnukeppni.

Stephany Mayor og Arna Sif klúðruðu sínum vítum hjá Þór/KA en Kristín Dís Árnadóttir skoraði klúðraði sínu víti fyrir Blika og því eru Blikarnir komnir í úrslitaleikinn. Þar mæta þær Val.

Úrslit og markaskorar eru fengnir frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×