Bandaríkjamaðurinn Woods er búinn að vinna Masters fimm sinnum, PGA meistaramótið fjórum sinnum, Opna breska þrisvar og opna bandaríska þrisvar sinnum. Magnaður ferill.
'97 Masters
'99 PGA Championship
'00 US Open
'00 The Open
'00 PGA Championship
'01 Masters
'02 Masters
'02 US Open
'05 Masters
'05 The Open
'06 The Open
'06 PGA Championship
'07 PGA Championship
'08 US Open
'19 Masters#TheMasterspic.twitter.com/c4Quh8tczK
— BBC Sport (@BBCSport) April 14, 2019
Kylfingar eru heppnir ef þeir geta státað sig af einum risatitli á ferlinum en risatitlar Tiger eru komnir í fimmtán.
Hann er þremur titlum frá Jack Nicklaus, sem var kallaður „Gullbjörninn“ og er aldrei að vita hvað gerist á næstu árum, hvort að Tiger nái að jafna Nicklaus eða mögulega taka fram úr honum.
Hér að neðan má sjá þá sem eiga flesta risatitla.
Flestir risatitlar:
Jack Nicklaus 18
Tiger Woods 15
Walter Hagen 11
Gary Player 9
Ben Hogan 9
Tom Watson 8