Sjáðu Tiger vinna Mastersmótið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. apríl 2019 18:50 Tiger á lokahringnum vísir/getty Tiger Woods fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi í dag eftir harða og spennandi toppbaráttu. Þetta var hans fimmti sigur á Mastersmóti og fimmtándi risatitill á ferlinum. Fransesco Molinari leiddi mótið fyrir lokahringinn í dag en Tiger var tveimur höggum á eftir honum. Molinari lenti hins vegar í vandræðum á meðan Tiger hélt velli. Hann var tveimur höggum á undan næstu mönnum þegar hann átti tvær holur eftir. Á átjándu holu lenti hann í smá vandræðum, missti púttið fyrir pari en þar sem hann var með tveggja högga forystu fyrir holuna mátti hann við því að fá skolla. Hann fékk frekar einfalt pútt fyrir skollanum, til þess að tryggja sigurinn, og það fór örugglega ofan í.Klippa: Tiger vinnur Masters 2019 Tiger fagnaði sigrinum innilega, enda hafði hann beðið lengi eftir sigri á risamóti. Sá síðasti kom fyrir ellefu árum og síðasti sigurinn á Masters varð 2005. Hann hafði gengið í gegnum mikið til þess að ná sigrinum, en hann fór í fjórar bakaðgerðir á fjórum árum og er aðeins um eitt og hálft ár síðan hann fór aftur að spila golf að ráði eftir bakmeiðslin. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi í dag eftir harða og spennandi toppbaráttu. Þetta var hans fimmti sigur á Mastersmóti og fimmtándi risatitill á ferlinum. Fransesco Molinari leiddi mótið fyrir lokahringinn í dag en Tiger var tveimur höggum á eftir honum. Molinari lenti hins vegar í vandræðum á meðan Tiger hélt velli. Hann var tveimur höggum á undan næstu mönnum þegar hann átti tvær holur eftir. Á átjándu holu lenti hann í smá vandræðum, missti púttið fyrir pari en þar sem hann var með tveggja högga forystu fyrir holuna mátti hann við því að fá skolla. Hann fékk frekar einfalt pútt fyrir skollanum, til þess að tryggja sigurinn, og það fór örugglega ofan í.Klippa: Tiger vinnur Masters 2019 Tiger fagnaði sigrinum innilega, enda hafði hann beðið lengi eftir sigri á risamóti. Sá síðasti kom fyrir ellefu árum og síðasti sigurinn á Masters varð 2005. Hann hafði gengið í gegnum mikið til þess að ná sigrinum, en hann fór í fjórar bakaðgerðir á fjórum árum og er aðeins um eitt og hálft ár síðan hann fór aftur að spila golf að ráði eftir bakmeiðslin.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira