Tiger Woods enn í baráttunni | Molinari efstur Dagur Lárusson skrifar 14. apríl 2019 09:00 Tiger Woods er í baráttunni. vísir/getty Tiger Woods er enn í baráttunni um sigur á Masters mótinu eftir þriðja hring sem fór fram í gærkvöldi. Eftir annan hring var Tiger aðeins einu höggi á eftir efstu mönnum og náðu Tiger að halda í þá góðu frammistöðu á þriðja hringnum en þá lék hann á 67 höggum og er því á samtals 11 höggum undir pari. Það mun þó reynast hægara sagt en gert fyrir Tiger að vinna Masters í fyrsta sinn frá árinu 2005 þar sem Ítalinn Francesco Molinari er í efsta sætinu á 13 höggum undir pari en hann hefur leikið óaðfinnanlega. Molinari hefur fengið aðeins einn skolla á mótinu hingað til. Brooks Koepka er síðan einnig á meðal efstu manna en hann hefur verið við toppinn síðan mótið byrjaði á fimmtudaginn en eftir þriðja hring er hann á 10 höggum undir pari. Það var hinsvegar Tony Finau sem átti besta hringinn í gær en hann lék á 64 höggum. Fjórði og síðasti hringur mótsins fer fram í kvöld en útsending frá Stöð 2 Golf hefst klukkan 13:00 en Tiger Woods verður í síðasta ráshópnum. Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta frá þriðja hring Tiger Woods. Six birdies powered @TigerWoods to a third round 67, moving him into a tie for second, two strokes off the lead. #themasters pic.twitter.com/hdVOKZDJhT— Masters Tournament (@TheMasters) April 13, 2019 Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods er enn í baráttunni um sigur á Masters mótinu eftir þriðja hring sem fór fram í gærkvöldi. Eftir annan hring var Tiger aðeins einu höggi á eftir efstu mönnum og náðu Tiger að halda í þá góðu frammistöðu á þriðja hringnum en þá lék hann á 67 höggum og er því á samtals 11 höggum undir pari. Það mun þó reynast hægara sagt en gert fyrir Tiger að vinna Masters í fyrsta sinn frá árinu 2005 þar sem Ítalinn Francesco Molinari er í efsta sætinu á 13 höggum undir pari en hann hefur leikið óaðfinnanlega. Molinari hefur fengið aðeins einn skolla á mótinu hingað til. Brooks Koepka er síðan einnig á meðal efstu manna en hann hefur verið við toppinn síðan mótið byrjaði á fimmtudaginn en eftir þriðja hring er hann á 10 höggum undir pari. Það var hinsvegar Tony Finau sem átti besta hringinn í gær en hann lék á 64 höggum. Fjórði og síðasti hringur mótsins fer fram í kvöld en útsending frá Stöð 2 Golf hefst klukkan 13:00 en Tiger Woods verður í síðasta ráshópnum. Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta frá þriðja hring Tiger Woods. Six birdies powered @TigerWoods to a third round 67, moving him into a tie for second, two strokes off the lead. #themasters pic.twitter.com/hdVOKZDJhT— Masters Tournament (@TheMasters) April 13, 2019
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira