Golf

Tiger Woods enn í baráttunni | Molinari efstur

Dagur Lárusson skrifar
Tiger Woods er í baráttunni.
Tiger Woods er í baráttunni. vísir/getty
Tiger Woods er enn í baráttunni um sigur á Masters mótinu eftir þriðja hring sem fór fram í gærkvöldi.

 

Eftir annan hring var Tiger aðeins einu höggi á eftir efstu mönnum og náðu Tiger að halda í þá góðu frammistöðu á þriðja hringnum en þá lék hann á  67 höggum og er því á samtals 11 höggum undir pari.

 

Það mun þó reynast hægara sagt en gert fyrir Tiger að vinna Masters í fyrsta sinn frá árinu 2005 þar sem Ítalinn Francesco Molinari er í efsta sætinu á 13 höggum undir pari en hann hefur leikið óaðfinnanlega. Molinari hefur fengið aðeins einn skolla á mótinu hingað til.

 

Brooks Koepka er síðan einnig á meðal efstu manna en hann hefur verið við toppinn síðan mótið byrjaði á fimmtudaginn en eftir þriðja hring er hann á 10 höggum undir pari.

 

Það var hinsvegar Tony Finau sem átti besta hringinn í gær en hann lék á 64 höggum.

 

Fjórði og síðasti hringur mótsins fer fram í kvöld en útsending frá Stöð 2 Golf hefst klukkan 13:00 en Tiger Woods verður í síðasta ráshópnum.

 

Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta frá þriðja hring Tiger Woods.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×