Körfubolti

Fjölnir sigri frá Dominos-deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fjölnismenn eru komnir í góð mál.
Fjölnismenn eru komnir í góð mál. mynd/fésbókarsíða Fjölnis
Fjölnir er aftur komið yfir gegn Hamri í úrslitaeinvígi fyrstu deildar karla eftir sigur í þriðja leik liðanna í kvöld, 102-94.

Leikurinn var í járnum nær allan leikinn. Staðan í hálfleik var 56-51, Fjölni í vil, en Hamar var aldrei langt undan. Sterkur sigur Fjölnismanna að lokum.

Marques Oliver var frábær í liði Fjölnis. Hann skoraði 25 stig, tók fimmtán fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Srdan Stojanovic kom næstur með 24 stig.

Í liði Hamars var það Everage Lee Richardson sem fór á kostum. Hann skoraði 26 stig, tók þrettán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Ragnar Jósef Ragnarsson skoraði 24 stig.

Fjórði leikur liðanna fer fram á mánudaginn og með sigri þar geta Fjölnismenn tryggt sér sæti í Dominos-deild karla á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×