Golf

Var talinn einna líklegastur fyrir Masters en fékk sex skolla á fyrsta hringnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rory á fyrsta hringnum í gær.
Rory á fyrsta hringnum í gær. vísir/getty
Kylfingurinn Rory McIlroy segir að hann hafi gert of mörg mistök á fyrsta hringnum á Masters mótinu sem byrjaði í gær en Rory spilaði fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari.

Fyrir mótið var búist við því að Rory yrði einn af þeim efstu og margir bjuggust við því að hann myndi líklega sigra mótið. Það byrjar þó ekki vel fyrir Bretann.

Rory fékk fimm fugla en hins vegar sex skolla og þar af tvo á síðustu tveimur holunum. Það gerir það að verkum að hann er sjö höggum á eftir forystusauðnum, Bryson DeChambeau.







„Skilyrðin voru ekki það erfið. Ég fann mig vel á vellinum, það var ekki mikill vindur og ég fékk fimm fugla. Það var ekki vandamálið. Ég gerði bara of mörg mistök og það var vandamálið,“ sagði Rory.

„Ég er að gera mistök í frekar einföldum stöðum, rétt fyrir utan grínið og þar getum við tekið sautjándu og átjándu holuna sem dæmi. Þú veist að þú færð færi og verður að sætta þig við mistökin ef þú ert að reyna. Þetta er ekki hugarfarslegt eða ég er í slæmum stöðum.“

„Ég get samþykkt nokkur mistökin en sex skollar er aðeins of mikið og ég verð að vera einbeittur á næstu dögum,“ sagði Rory.

Bein útsending frá Augusta-vellinum hefst á Stöð 2 Golf klukkan 19.00 í kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×