Neysla ungmenna á kókaíni að aukast og verða hættulegri Nadine Guðrún Yaghi og Samúel Karl Ólason skrifa 11. apríl 2019 19:15 Neysla ungmenna á kókaíni hefur aukist á undanförnum árum. Þar að auki eru efnin sterkari og fólk er farið að sprauta þeim í sig og reykja þau. Víðir Sigrúnarson, læknir á Vogi, segir þróunina gríðarlegt vandamál. „Það eru þrettán prósent þeirra ungmenna sem komu í fyrra, voru með kókaínneyslu sem fyrstu greiningu á neyslu, fíknivanda, og þetta er að aukast mjög mikið síðustu árinn,“ sagði Víðir í fréttum Stöðvar 2. Hann sagði neysluna hafa náð toppi í góðærinu 2007 en það hafi dottið niður. Nú sé komin mikil neysla. „Það sem er alvarlegt við þessa neyslu á kókaíni er að unga fólkið okkar er ekki bara að taka þetta í nefið, heldur er það að sprauta sig með þessu, það er að reykja þetta. Það fær gríðarlega mikinn styrk af efninu inn í taugakerfið og það er mjög hættulegt,“ sagði Víðir. „Við erum að heyra mjög sorglegar fréttir af þessu og þetta er gríðarlegur vandi.“ Hann segir að í fyrra hafi um tvö hundruð krakkar, yngri en tuttugu ára gamlir, komið á vog. „Við teljum að þrjátíu til fjörutíu prósent af þessum krökkum séu að sprauta sig með fíkniefnum.“ Af þeim sem séu yngri en nítján ára séu þrettán prósent að nota kókaín. „Það er því ansi stór hópur.“ Víðir sagði einnig að á undanförnum hafi ungt fólk fengið aðgang að miklu sterkari efnum en áður. „Áður fyrr var það þannig að salarnir geymdu lélegri efnin fyrir ungmenni sem höfðu minni fjárráð og gátu ekki borgað eins mikið og fullorðna fólkið fékk góðu efnin. Núna er svo mikið framboð, virðist vera, af kókaíni að það er mjög ungt fólk að fá mjög sterk efni,“ sagði Víðir. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Andlát ungrar konu eftir afskipti lögreglu til rannsóknar Konan hafði verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf. Foreldrar hennar eru ósáttir við meðferð lögreglu á dóttur þeirra. 11. apríl 2019 18:30 Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Rannsóknastofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði merkir aukningu í styrkleika kókaíns sem haldlagt hefur verið hér á landi síðustu ár. 11. apríl 2019 06:15 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Neysla ungmenna á kókaíni hefur aukist á undanförnum árum. Þar að auki eru efnin sterkari og fólk er farið að sprauta þeim í sig og reykja þau. Víðir Sigrúnarson, læknir á Vogi, segir þróunina gríðarlegt vandamál. „Það eru þrettán prósent þeirra ungmenna sem komu í fyrra, voru með kókaínneyslu sem fyrstu greiningu á neyslu, fíknivanda, og þetta er að aukast mjög mikið síðustu árinn,“ sagði Víðir í fréttum Stöðvar 2. Hann sagði neysluna hafa náð toppi í góðærinu 2007 en það hafi dottið niður. Nú sé komin mikil neysla. „Það sem er alvarlegt við þessa neyslu á kókaíni er að unga fólkið okkar er ekki bara að taka þetta í nefið, heldur er það að sprauta sig með þessu, það er að reykja þetta. Það fær gríðarlega mikinn styrk af efninu inn í taugakerfið og það er mjög hættulegt,“ sagði Víðir. „Við erum að heyra mjög sorglegar fréttir af þessu og þetta er gríðarlegur vandi.“ Hann segir að í fyrra hafi um tvö hundruð krakkar, yngri en tuttugu ára gamlir, komið á vog. „Við teljum að þrjátíu til fjörutíu prósent af þessum krökkum séu að sprauta sig með fíkniefnum.“ Af þeim sem séu yngri en nítján ára séu þrettán prósent að nota kókaín. „Það er því ansi stór hópur.“ Víðir sagði einnig að á undanförnum hafi ungt fólk fengið aðgang að miklu sterkari efnum en áður. „Áður fyrr var það þannig að salarnir geymdu lélegri efnin fyrir ungmenni sem höfðu minni fjárráð og gátu ekki borgað eins mikið og fullorðna fólkið fékk góðu efnin. Núna er svo mikið framboð, virðist vera, af kókaíni að það er mjög ungt fólk að fá mjög sterk efni,“ sagði Víðir.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Andlát ungrar konu eftir afskipti lögreglu til rannsóknar Konan hafði verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf. Foreldrar hennar eru ósáttir við meðferð lögreglu á dóttur þeirra. 11. apríl 2019 18:30 Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Rannsóknastofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði merkir aukningu í styrkleika kókaíns sem haldlagt hefur verið hér á landi síðustu ár. 11. apríl 2019 06:15 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Andlát ungrar konu eftir afskipti lögreglu til rannsóknar Konan hafði verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf. Foreldrar hennar eru ósáttir við meðferð lögreglu á dóttur þeirra. 11. apríl 2019 18:30
Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Rannsóknastofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði merkir aukningu í styrkleika kókaíns sem haldlagt hefur verið hér á landi síðustu ár. 11. apríl 2019 06:15
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent