Lúxus að vinna verk sem er svo brennandi heitt Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. apríl 2019 07:15 Unnur Ösp Stefánsdóttir leikstýrir Kæru Jelenu sem sett er upp á fjölum Borgarleikhússins. fréttablaðið/ernir Kæra Jelena eftir Ljúdmílu Rasúmovskaju í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur og Kristínar Eiríksdóttur verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu á föstudag, 12. apríl. Leikstjóri er Unnur Ösp Stefánsdóttir. Leikritið fjallar um fjóra menntaskólanema sem koma óvænt í heimsókn til umsjónarkennara síns undir því yfirskini að óska henni til hamingju með afmælið sitt. Smám saman rennur upp fyrir áhorfendum að tilgangur heimsóknarinnar er allt annar og við tekur skelfileg atburðarás þar sem kynslóðir takast á um hugmyndafræði og gildismat. Leikarar eru þau Aron Már Ólafsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Sigurður Þór Óskarsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Verkið var bannað í Rússlandi fljótlega eftir að það var skrifað en hefur síðan slegið í gegn víða um heim. „Þetta er eitt af þeim verkum sem hreyfa sannarlega við áhorfendum. Það geymir erindi sem skiptir máli á öllum tímum,“ segir leikstjórinn Unnur Ösp. „Þarna er frábært samansafn af persónum og mjög ungir leikarar í fyrirrúmi. Það eru ekki mörg verk fyrir þennan aldurshóp, sem eru ekki léttmeti eða söngleikir, en þetta er hádramatískt leikrit, sem unga fólkið getur speglað sig beint í. Svo er það líka krassandi og spennandi, gríðarlega vel uppbyggt og hristir verulega upp í áhorfendum. Viljum við ekki einmitt að leikhúsið hristi upp í okkur? Veki okkur til umhugsunar?“Fyrir og eftir Jelenu Spurð hvort hún hafi séð uppfærslur á leikritinu segir Unnur Ösp: „Ég sá það í Þjóðleikhúsinu fyrir 27 árum þegar ég var unglingur og það hafði mjög mikil áhrif á mig. Það liggur við að ég geti talað um tímann fyrir og eftir Kæru Jelenu. Verkið er magnað og atburðarásin eiginlega sjokkerandi og það hefur áhrif á unga sál. Á sínum tíma kom alveg ótrúlega flottur leikhópur til sögunnar í Kæru Jelenu. Að Önnu Kristínu Arngrímsdóttur undanskilinni var mætt ný kynslóð leikara með Ingvar Sigurðsson í fararbroddi ásamt Baltasar Kormáki, Halldóru Björnsdóttur og Hilmari Jónssyni. Það setti mark sitt á velgengni þeirrar sýningar að leikhópurinn var ferskur og algerlega geggjaður.“ Unnur Ösp er með frábæra leikkonu sér við hlið, því í hlutverki Jelenu er Halldóra Geirharðsdóttir. „Ég vissi strax að það þyrfti magnaða leikkonu í þetta hlutverk og ég varð upp með mér að Dóra væri til í að gera þetta með mér,“ segir Unnur Ösp. „Dóra er auðvitað ein fremsta leikkona þjóðarinnar en hefur ekki leikið mörg sálfræðileg hlutverk í svona hefðbundnari verkum. Hún smellpassar í hlutverkið og er einn mikilvægasti pósturinn í sýningunni til að átökin og allur harmur verksins skili sér.“ Fjórir ungir leikarar fara með hlutverk nemendanna sem mæta óvænt heim til Jelenu. Einn þeirra, Aron Már, er ekki enn útskrifaður leikari, en mun útskrifast úr Listaháskólanum í kjölfar sýningarinnar. „Það er frábært tækifæri fyrir unga leikara að fá að leika svona skýrar persónur í mögnuðu verki. Mér fannst mjög mikilvægt að finna rétta andrúmsloftið á milli vinanna í verkinu, ungu leikararnir þekktust allir vel fyrir og það skilaði miklu inn í ferlið. Við höfum verið að byggja upp traust með kærleiksríku ferli allan æfingatímann því þetta verk er erfitt og aðgangshart og gengur mjög nærri leikurunum. Við svoleiðis aðstæður þarf að eiga djúpt og opið samtal um alla mögulega hluti, finna sameiginlega leið verksins. Ég lagði mikið upp úr því að þetta væri okkar sköpun, þau eiga mikið í sýningunni. Svoleiðis finnst mér mest gefandi að vinna sjálfri sem leikara og lagði því upp úr því að ferlið væri eins skapandi og mögulegt væri fyrir allan hópinn. Ég er gríðarlega stolt af þessum leikhóp, þau lögðu allt í sölurnar.“Samtal við samtímann Unnur Ösp færir leikritið til nútímans og í auglýsingu á sýningunni er tekið fram að ekki sé æskilegt að börn yngri en 12 ára mæti. „Það er markmið mitt að fá nýja kynslóð af áhorfendum, ungt fólk, inn í leikhúsið, en sannarlega ekki börn,“ segir Unnur Ösp. „Mér finnst meiriháttar að geta borið á borð fyrir ungt fólk svona krassandi stykki sem hefur áhrif og vekur áleitnar spurningar um það hvernig manneskja þú vilt vera, hvernig þú vilt hafa áhrif á líf þitt og umhverfi og hversu langt þú sért tilbúinn að ganga til að koma sjálfum þér á framfæri. Með stöðugum samanburði á samfélagsmiðlum er pressan á ungt fólk orðin meiri en nokkru sinni fyrr, áherslan er á árangur og það að skara fram úr og fá athygli. Þessi pressa er stundum nálægt því að buga ungu kynslóðina. Þess vegna fannst mér alveg nauðsynlegt að færa verkið til nútímans. Ég fékk Kristínu Eiríksdóttur til að uppfæra þýðingu móður sinnar, Ingibjargar Haraldsdóttur, við færum verkið frá Rússlandi yfir á opinn stað í algjörum nútíma. Það þurfti furðu litlu að breyta til að slík yfirfærsla gengi upp, verkið heldur algerlega upprunalegri uppbyggingu sinni. Það hefði alveg verið hægt að setja Kæru Jelenu upp sem spennutrylli án þess að breyta einum einasta staf. En ég hef mestan áhuga á leikhúsi sem á samtal við samtímann og mér finnst það hlutverk leikhússins að spegla það sem er að hrjá okkur. Þannig að við áttum krefjandi samtal um það hvernig ungu fólki líður í samtímanum og hvað mögulega gæti fengið ungt fólk í dag til að gera það sem það gerir í þessu verki, að ganga svona langt.“Þrúgandi heimsmynd Verkið er skrifað árið 1980 í Rússlandi. „Það sprettur upp úr allt öðruvísi raunveruleika og umhverfi en við erum að fást við í dag. Það sprettur upp úr kúgun og skorti sósíalismans en við snúum pólitíkinni í raun við án þess að breyta miklu í leikritinu. Í okkar útgáfu eru þetta krakkar úr hinu vestræna kapítalíska neyslusamfélagi sem eru ekki beint reknir áfram af neinum veraldlegum skorti heldur pressunni að skara fram úr, ná sem mestum árangri, eignast peninga og geta haft það gott. Við verðum að skilja af hverju þau ganga svona langt. Við ræddum mikið heimsmyndina okkar í dag sem er ansi þrúgandi á köflum. Hlýnun jarðar, stöðugt áreiti samfélagsmiðla og krafa um árangur og velgengni getur hreinlega lamað unga fólkið. Það má segja að það ríki einhvers konar heimsendatilfinning hjá persónum verksins, þeim finnst þau ekki hafa neinu að tapa og þess vegna þenja þau mörk siðferðiskenndar sinnar upp úr öllu valdi. Ég vann markvisst með þessa heimsendasýn í konsepti uppfærslunnar,“ segir Unnur. Filippía I. Elísdóttir, Björn Bergsteinn Guðmundsson, Hrafnhildur Hagalín og Valgeir Sigurðsson skipa listrænt teymi sýningarinnar. „Ég vildi ganga nærri áhorfendum með gríðarlegri nánd við atburðarásina. Áhorfendur sitja nánast inni í íbúð Jelenu og verða vitni að átökunum og eru í raun hluti af gíslatökunni. Eins vísum við í Colosseum Rómaveldis þar sem áhorfendur sitja allan hringinn í kringum leikarana og eru því á ákveðinn hátt meðsekir með hrikalegri atburðarásinni. Það er lúxus að vinna verk sem er svo brennandi heitt í eðli sínu að innblásturinn kemur af sjálfu sér. Við erum búin að eiga gríðarlega gefandi tíma saman og vonum einlæglega að verkið skilji eftir sig stórar spurningar hjá áhorfendum.“ Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Kæra Jelena eftir Ljúdmílu Rasúmovskaju í þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur og Kristínar Eiríksdóttur verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu á föstudag, 12. apríl. Leikstjóri er Unnur Ösp Stefánsdóttir. Leikritið fjallar um fjóra menntaskólanema sem koma óvænt í heimsókn til umsjónarkennara síns undir því yfirskini að óska henni til hamingju með afmælið sitt. Smám saman rennur upp fyrir áhorfendum að tilgangur heimsóknarinnar er allt annar og við tekur skelfileg atburðarás þar sem kynslóðir takast á um hugmyndafræði og gildismat. Leikarar eru þau Aron Már Ólafsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Sigurður Þór Óskarsson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir. Verkið var bannað í Rússlandi fljótlega eftir að það var skrifað en hefur síðan slegið í gegn víða um heim. „Þetta er eitt af þeim verkum sem hreyfa sannarlega við áhorfendum. Það geymir erindi sem skiptir máli á öllum tímum,“ segir leikstjórinn Unnur Ösp. „Þarna er frábært samansafn af persónum og mjög ungir leikarar í fyrirrúmi. Það eru ekki mörg verk fyrir þennan aldurshóp, sem eru ekki léttmeti eða söngleikir, en þetta er hádramatískt leikrit, sem unga fólkið getur speglað sig beint í. Svo er það líka krassandi og spennandi, gríðarlega vel uppbyggt og hristir verulega upp í áhorfendum. Viljum við ekki einmitt að leikhúsið hristi upp í okkur? Veki okkur til umhugsunar?“Fyrir og eftir Jelenu Spurð hvort hún hafi séð uppfærslur á leikritinu segir Unnur Ösp: „Ég sá það í Þjóðleikhúsinu fyrir 27 árum þegar ég var unglingur og það hafði mjög mikil áhrif á mig. Það liggur við að ég geti talað um tímann fyrir og eftir Kæru Jelenu. Verkið er magnað og atburðarásin eiginlega sjokkerandi og það hefur áhrif á unga sál. Á sínum tíma kom alveg ótrúlega flottur leikhópur til sögunnar í Kæru Jelenu. Að Önnu Kristínu Arngrímsdóttur undanskilinni var mætt ný kynslóð leikara með Ingvar Sigurðsson í fararbroddi ásamt Baltasar Kormáki, Halldóru Björnsdóttur og Hilmari Jónssyni. Það setti mark sitt á velgengni þeirrar sýningar að leikhópurinn var ferskur og algerlega geggjaður.“ Unnur Ösp er með frábæra leikkonu sér við hlið, því í hlutverki Jelenu er Halldóra Geirharðsdóttir. „Ég vissi strax að það þyrfti magnaða leikkonu í þetta hlutverk og ég varð upp með mér að Dóra væri til í að gera þetta með mér,“ segir Unnur Ösp. „Dóra er auðvitað ein fremsta leikkona þjóðarinnar en hefur ekki leikið mörg sálfræðileg hlutverk í svona hefðbundnari verkum. Hún smellpassar í hlutverkið og er einn mikilvægasti pósturinn í sýningunni til að átökin og allur harmur verksins skili sér.“ Fjórir ungir leikarar fara með hlutverk nemendanna sem mæta óvænt heim til Jelenu. Einn þeirra, Aron Már, er ekki enn útskrifaður leikari, en mun útskrifast úr Listaháskólanum í kjölfar sýningarinnar. „Það er frábært tækifæri fyrir unga leikara að fá að leika svona skýrar persónur í mögnuðu verki. Mér fannst mjög mikilvægt að finna rétta andrúmsloftið á milli vinanna í verkinu, ungu leikararnir þekktust allir vel fyrir og það skilaði miklu inn í ferlið. Við höfum verið að byggja upp traust með kærleiksríku ferli allan æfingatímann því þetta verk er erfitt og aðgangshart og gengur mjög nærri leikurunum. Við svoleiðis aðstæður þarf að eiga djúpt og opið samtal um alla mögulega hluti, finna sameiginlega leið verksins. Ég lagði mikið upp úr því að þetta væri okkar sköpun, þau eiga mikið í sýningunni. Svoleiðis finnst mér mest gefandi að vinna sjálfri sem leikara og lagði því upp úr því að ferlið væri eins skapandi og mögulegt væri fyrir allan hópinn. Ég er gríðarlega stolt af þessum leikhóp, þau lögðu allt í sölurnar.“Samtal við samtímann Unnur Ösp færir leikritið til nútímans og í auglýsingu á sýningunni er tekið fram að ekki sé æskilegt að börn yngri en 12 ára mæti. „Það er markmið mitt að fá nýja kynslóð af áhorfendum, ungt fólk, inn í leikhúsið, en sannarlega ekki börn,“ segir Unnur Ösp. „Mér finnst meiriháttar að geta borið á borð fyrir ungt fólk svona krassandi stykki sem hefur áhrif og vekur áleitnar spurningar um það hvernig manneskja þú vilt vera, hvernig þú vilt hafa áhrif á líf þitt og umhverfi og hversu langt þú sért tilbúinn að ganga til að koma sjálfum þér á framfæri. Með stöðugum samanburði á samfélagsmiðlum er pressan á ungt fólk orðin meiri en nokkru sinni fyrr, áherslan er á árangur og það að skara fram úr og fá athygli. Þessi pressa er stundum nálægt því að buga ungu kynslóðina. Þess vegna fannst mér alveg nauðsynlegt að færa verkið til nútímans. Ég fékk Kristínu Eiríksdóttur til að uppfæra þýðingu móður sinnar, Ingibjargar Haraldsdóttur, við færum verkið frá Rússlandi yfir á opinn stað í algjörum nútíma. Það þurfti furðu litlu að breyta til að slík yfirfærsla gengi upp, verkið heldur algerlega upprunalegri uppbyggingu sinni. Það hefði alveg verið hægt að setja Kæru Jelenu upp sem spennutrylli án þess að breyta einum einasta staf. En ég hef mestan áhuga á leikhúsi sem á samtal við samtímann og mér finnst það hlutverk leikhússins að spegla það sem er að hrjá okkur. Þannig að við áttum krefjandi samtal um það hvernig ungu fólki líður í samtímanum og hvað mögulega gæti fengið ungt fólk í dag til að gera það sem það gerir í þessu verki, að ganga svona langt.“Þrúgandi heimsmynd Verkið er skrifað árið 1980 í Rússlandi. „Það sprettur upp úr allt öðruvísi raunveruleika og umhverfi en við erum að fást við í dag. Það sprettur upp úr kúgun og skorti sósíalismans en við snúum pólitíkinni í raun við án þess að breyta miklu í leikritinu. Í okkar útgáfu eru þetta krakkar úr hinu vestræna kapítalíska neyslusamfélagi sem eru ekki beint reknir áfram af neinum veraldlegum skorti heldur pressunni að skara fram úr, ná sem mestum árangri, eignast peninga og geta haft það gott. Við verðum að skilja af hverju þau ganga svona langt. Við ræddum mikið heimsmyndina okkar í dag sem er ansi þrúgandi á köflum. Hlýnun jarðar, stöðugt áreiti samfélagsmiðla og krafa um árangur og velgengni getur hreinlega lamað unga fólkið. Það má segja að það ríki einhvers konar heimsendatilfinning hjá persónum verksins, þeim finnst þau ekki hafa neinu að tapa og þess vegna þenja þau mörk siðferðiskenndar sinnar upp úr öllu valdi. Ég vann markvisst með þessa heimsendasýn í konsepti uppfærslunnar,“ segir Unnur. Filippía I. Elísdóttir, Björn Bergsteinn Guðmundsson, Hrafnhildur Hagalín og Valgeir Sigurðsson skipa listrænt teymi sýningarinnar. „Ég vildi ganga nærri áhorfendum með gríðarlegri nánd við atburðarásina. Áhorfendur sitja nánast inni í íbúð Jelenu og verða vitni að átökunum og eru í raun hluti af gíslatökunni. Eins vísum við í Colosseum Rómaveldis þar sem áhorfendur sitja allan hringinn í kringum leikarana og eru því á ákveðinn hátt meðsekir með hrikalegri atburðarásinni. Það er lúxus að vinna verk sem er svo brennandi heitt í eðli sínu að innblásturinn kemur af sjálfu sér. Við erum búin að eiga gríðarlega gefandi tíma saman og vonum einlæglega að verkið skilji eftir sig stórar spurningar hjá áhorfendum.“
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira