Menning

Hansa í fótspor Judi Dench

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhanna Vigdís Arnardóttir kemur við sögu ú verkinu.
Jóhanna Vigdís Arnardóttir kemur við sögu ú verkinu. MYND/SIGTRYGGUR Ari
Jóhann G. Jóhannsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir hafa bæst í leikarahóp stórsýningarinnar Shakespeare verður ástfanginn sem frumsýnd verður næsta haust í Þjóðleikhúsinu.

Jóhanna Vigdís Arnardóttir, eða Hansa eins og hún er jafnan kölluð, mætir til leiks við Þjóðleikhúsið í fyrsta sinn.

Hansa er landsmönnum að góðu kunn, enda hefur hún meðal annars slegið í gegn í vinsælum söngleikjum á borð við Mary Poppins og Mamma Mia.

Í sýningunni, sem er nýtt leikverk byggt á kvikmyndinni Shakespeare in Love, fer Hansa með hlutverk Elísabetar I Englandsdrottningar sem var hlutverk stórleikkonunnar Judi Dench í kvikmyndinni, en hún fékk Óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á drottningunni.

Áður hafði verið tilkynnt um að Aron Má Ólafsson, eða Aron Mola, og Lára Jóhanna Jónsdóttir myndu leika í verkinu og leikstjóri sýningarinnar verður Selma Björnsdóttir.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×