Sjáið dramatískar kveðjustundir Dwyane og Dirk frá því í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 11:30 Dirk Nowitzki veifar til þeirra Charles Barkley, Scottie Pippen, Larry Bird, Shawn Kemp og Detlef Schrempf sem voru mættir til að heiðra hann í nótt. Getty/Ronald Martinez NBA-goðsagnirnar Dwyane Wade og Dirk Nowitzki spiluðu í nótt síðustu heimaleiki sína með liðunum þar sem þeir hafa eytt öllum og næstum því öllum ferli sínum í NBA-deildinni. Þeir voru heldur ekkert að sparka sig og sýndi með 30 stiga leikjum hvor um sig af hverju þeir eru svo elskaðir og dáðir hjá Miami Heat og Dallas Mavericks sem og hjá flestum áhugamönnum um NBA-deildina. Þeir Dwyane Wade og Dirk Nowitzki eru án vafa bestu leikmennirnir í sögu síns félags og voru aðalmennirnir í fyrsta meistaratitli þess, Dwyane Wade með Miami Heat 2006 og Dirk Nowitzki með Dallas Mavericks 2011. Wade vann seinna tvo titla í viðbót í Miami með LeBron James."This is my last home game..."@swish41 addresses the crowd post-game in Dallas. 41.21.1 x #Dirk x #MFFLpic.twitter.com/xFWPOhEDIb — NBA (@NBA) April 10, 2019 Dwyane Wade á enn smá von um að spila í úrslitakeppninni með Miami Heat en liðið þarf þá að gera betur en Detriot Pistons í kvöld. Mestar líkur eru þó á því að hann hafi spilað sinn síðasta leik á heimavelli Miami Heat. Það var einhver orðrómur að hinn fertugi Dirk Nowitzki ætlaði jafnvel að taka eitt tímabil í viðbót með Dallas Mavericks en hann eyddi þeim vonum í nótt með því að staðfesta að hann myndi hætta eftir leiktíðina.We’re not crying. You’re crying. pic.twitter.com/fC47gyDGgy — Miami HEAT (@MiamiHEAT) April 9, 2019 Dirk Nowitzki hefur spilað með Dallas Mavericks frá árinu 1998 og er sjötti stigahæsti leikmaður í sögu NBA. Aðeins Karl Malone (með Utah Jazz) og Kobe Bryant (með Los Angeles Lakers) hafa skorað fleiri stig fyrir eitt félag. Dwyane Wade hefur spilað nær allan feril sinn með Miami Heat fyrir utan eitt tímabil með Chicago Bulls og hálft tímabil með Cleveland Cavaliers. Wade á öll helstu metin hjá Miami Heat eins leiki, stig, stoðsendingar og stolna bolta.Thank you, @DwyaneWade! #OneLastDance#L3GACY#HEATCulturepic.twitter.com/Cpi3sYACNt — NBA (@NBA) April 10, 2019Það var því öllu tjaldað til hjá Miami Heat og Dallas Mavericks í nótt þegar þessar lifandi goðsagnir voru kvaddar. Það var ekki nóg með að þeir hafi báðir boðið upp á sýningu inn á vellinum þá snerist allt í kringum leikinn og í höllinni um þessa tvo miklu kappa. Hér fyrir neðan má sjá dramatískar kveðjustundir Dwyane og Dirk frá því í nótt. The @MiamiHEAT honored @DwyaneWade ahead of his final home game! #OneLastDance#L3GACY#HEATCulturehttps://t.co/e9tUsNSUFP — NBA (@NBA) April 10, 201941.21.1. Watch as @swish41 is honored by the @dallasmavs and NBA Legends in an emotional ceremony following his final home game! #Dirk#MFFLhttps://t.co/J4xdbxn7w5 — NBA (@NBA) April 10, 2019 NBA Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira
NBA-goðsagnirnar Dwyane Wade og Dirk Nowitzki spiluðu í nótt síðustu heimaleiki sína með liðunum þar sem þeir hafa eytt öllum og næstum því öllum ferli sínum í NBA-deildinni. Þeir voru heldur ekkert að sparka sig og sýndi með 30 stiga leikjum hvor um sig af hverju þeir eru svo elskaðir og dáðir hjá Miami Heat og Dallas Mavericks sem og hjá flestum áhugamönnum um NBA-deildina. Þeir Dwyane Wade og Dirk Nowitzki eru án vafa bestu leikmennirnir í sögu síns félags og voru aðalmennirnir í fyrsta meistaratitli þess, Dwyane Wade með Miami Heat 2006 og Dirk Nowitzki með Dallas Mavericks 2011. Wade vann seinna tvo titla í viðbót í Miami með LeBron James."This is my last home game..."@swish41 addresses the crowd post-game in Dallas. 41.21.1 x #Dirk x #MFFLpic.twitter.com/xFWPOhEDIb — NBA (@NBA) April 10, 2019 Dwyane Wade á enn smá von um að spila í úrslitakeppninni með Miami Heat en liðið þarf þá að gera betur en Detriot Pistons í kvöld. Mestar líkur eru þó á því að hann hafi spilað sinn síðasta leik á heimavelli Miami Heat. Það var einhver orðrómur að hinn fertugi Dirk Nowitzki ætlaði jafnvel að taka eitt tímabil í viðbót með Dallas Mavericks en hann eyddi þeim vonum í nótt með því að staðfesta að hann myndi hætta eftir leiktíðina.We’re not crying. You’re crying. pic.twitter.com/fC47gyDGgy — Miami HEAT (@MiamiHEAT) April 9, 2019 Dirk Nowitzki hefur spilað með Dallas Mavericks frá árinu 1998 og er sjötti stigahæsti leikmaður í sögu NBA. Aðeins Karl Malone (með Utah Jazz) og Kobe Bryant (með Los Angeles Lakers) hafa skorað fleiri stig fyrir eitt félag. Dwyane Wade hefur spilað nær allan feril sinn með Miami Heat fyrir utan eitt tímabil með Chicago Bulls og hálft tímabil með Cleveland Cavaliers. Wade á öll helstu metin hjá Miami Heat eins leiki, stig, stoðsendingar og stolna bolta.Thank you, @DwyaneWade! #OneLastDance#L3GACY#HEATCulturepic.twitter.com/Cpi3sYACNt — NBA (@NBA) April 10, 2019Það var því öllu tjaldað til hjá Miami Heat og Dallas Mavericks í nótt þegar þessar lifandi goðsagnir voru kvaddar. Það var ekki nóg með að þeir hafi báðir boðið upp á sýningu inn á vellinum þá snerist allt í kringum leikinn og í höllinni um þessa tvo miklu kappa. Hér fyrir neðan má sjá dramatískar kveðjustundir Dwyane og Dirk frá því í nótt. The @MiamiHEAT honored @DwyaneWade ahead of his final home game! #OneLastDance#L3GACY#HEATCulturehttps://t.co/e9tUsNSUFP — NBA (@NBA) April 10, 201941.21.1. Watch as @swish41 is honored by the @dallasmavs and NBA Legends in an emotional ceremony following his final home game! #Dirk#MFFLhttps://t.co/J4xdbxn7w5 — NBA (@NBA) April 10, 2019
NBA Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjá meira