Tiger mættur á Mastersmótið: Mér finnst ég geta unnið aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 09:30 Tiger Woods brosandi á æfingahring á Augusta National golfvellinum. Getty/Andrew Redington Tiger Woods verður meðal keppenda á Mastersmótinu í golfi sem fer af stað á morgun og kappinn gerir sér vonir um að ná að að enda langa bið sína eftir risatitli. Tiger Woods hefur unnið fjórtán risatitla á ferlinum en sá síðasti kom í hús árið 2008. Það þarf að fara enn lengra aftur til að finna síðasta sigur hans á Masters en Tiger vann Mastersmótið í fjórða sinn árið 2005. Í viðtölum við blaðamenn fyrir mótið þá talaði Tiger um möguleika sína á fimmta Masters-titlinum. „Mér líður eins og ég geti unnið aftur,“ sagði þessi 43 ára gamli bandarísku kylfingur. „Ég hef sannað að ég get það ennþá með því að vera með í baráttunni á seinni tveimur risamótunum á síðasta ári,“ sagði Tiger.Mastersmótið hefst á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 19.00 annað kvöld en í kvöld klukkan 19.00 verður sýnt beint frá par þrjú holukeppninni.Can Tiger Woods break his decade-long drought in the majors? He says so! Read: https://t.co/h1DAFb1kc3pic.twitter.com/REkOXEFCzf — BBC Sport (@BBCSport) April 9, 2019„Ég var með í baráttunni á opna breska og var með forystuna. Ég átti líka endasprett á PGA-mótinu. Ég mátti bara ekki henda frá mér þessum nokkrum höggum og það tókst síðan hjá mér á Tour Championship á East Lake,“ sagði Tiger. „Miðað við vandræði mín á síðustu árum þá var það sérstakt fyrir mig að ná forystunni á fyrsta degi og enda á því að vinna mótið eftir spennandi keppni. Það var frábær dagur til að enda tímabilið,“ sagði Tiger. „Mestu máli skiptir þó að ég hef sannað fyrir sjálfum mér að ég geti spilað á þessu stigi á ný,“ sagði Toger. Tiger fór fjórum sinnum í aðgerð á baki til að ná sér góðum af meiðslum sem hafa herjað á hann. Hann er kominn upp í tólfta sæti á heimslistanum og enginn á topp ellefu hefur unnið Mastersmótið. Hann var á góðri leið með að bæta met Jack Nicklaus sem vann á sínum tíma átján risatitla. Ellefu ár án risatitils hafa þó breytt stöðunni. Jack Nicklaus var hins vegar orðinn 46 ára gamall þegar hann vann græna jakkann í sjötta sinn árið 1986. „Eftir að ég vann fjórtánda risatitilinn þá fannst mér ég geta unnið miklu fleiri risatitla. Ég hef komið mér í færi á síðustu níu á nokkrum sunnudögum en hef ekki náð að klára dæmið. Vonandi tekst mér það á þessu ári,“ saðgi Tiger. Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods verður meðal keppenda á Mastersmótinu í golfi sem fer af stað á morgun og kappinn gerir sér vonir um að ná að að enda langa bið sína eftir risatitli. Tiger Woods hefur unnið fjórtán risatitla á ferlinum en sá síðasti kom í hús árið 2008. Það þarf að fara enn lengra aftur til að finna síðasta sigur hans á Masters en Tiger vann Mastersmótið í fjórða sinn árið 2005. Í viðtölum við blaðamenn fyrir mótið þá talaði Tiger um möguleika sína á fimmta Masters-titlinum. „Mér líður eins og ég geti unnið aftur,“ sagði þessi 43 ára gamli bandarísku kylfingur. „Ég hef sannað að ég get það ennþá með því að vera með í baráttunni á seinni tveimur risamótunum á síðasta ári,“ sagði Tiger.Mastersmótið hefst á morgun og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 19.00 annað kvöld en í kvöld klukkan 19.00 verður sýnt beint frá par þrjú holukeppninni.Can Tiger Woods break his decade-long drought in the majors? He says so! Read: https://t.co/h1DAFb1kc3pic.twitter.com/REkOXEFCzf — BBC Sport (@BBCSport) April 9, 2019„Ég var með í baráttunni á opna breska og var með forystuna. Ég átti líka endasprett á PGA-mótinu. Ég mátti bara ekki henda frá mér þessum nokkrum höggum og það tókst síðan hjá mér á Tour Championship á East Lake,“ sagði Tiger. „Miðað við vandræði mín á síðustu árum þá var það sérstakt fyrir mig að ná forystunni á fyrsta degi og enda á því að vinna mótið eftir spennandi keppni. Það var frábær dagur til að enda tímabilið,“ sagði Tiger. „Mestu máli skiptir þó að ég hef sannað fyrir sjálfum mér að ég geti spilað á þessu stigi á ný,“ sagði Toger. Tiger fór fjórum sinnum í aðgerð á baki til að ná sér góðum af meiðslum sem hafa herjað á hann. Hann er kominn upp í tólfta sæti á heimslistanum og enginn á topp ellefu hefur unnið Mastersmótið. Hann var á góðri leið með að bæta met Jack Nicklaus sem vann á sínum tíma átján risatitla. Ellefu ár án risatitils hafa þó breytt stöðunni. Jack Nicklaus var hins vegar orðinn 46 ára gamall þegar hann vann græna jakkann í sjötta sinn árið 1986. „Eftir að ég vann fjórtánda risatitilinn þá fannst mér ég geta unnið miklu fleiri risatitla. Ég hef komið mér í færi á síðustu níu á nokkrum sunnudögum en hef ekki náð að klára dæmið. Vonandi tekst mér það á þessu ári,“ saðgi Tiger.
Golf Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira