Ekki óhult fyrir peningaþvætti að utan Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 10. apríl 2019 08:45 Guðmundur sá tækifæri í þróun hugbúnaðarlausnar sem meðal annars nýtir gervigreind til að finna grunsamleg hegðunarmynstur í fjármálakerfinu. fréttablaðið/sigtryggur ari Fjármálakerfi Íslands gæti verið berskjaldað fyrir peningaþvætti erlendrar glæpastarfsemi þar sem bankarnir hafa hver sín eigin kerfi og eiga því erfitt með að greina grunsamleg hegðunarmynstur í kerfinu í heild sinni. Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, stofnandi fjártæknisprotans Lucinity, í samtali við Markaðinn. Guðmundur stofnaði Lucinity í síðastliðið haust eftir að hafa starfað sem yfirmaður samskiptaeftirlits og gervigreindar hjá fjármálarisanum Citigroup. Hugbúnaðarlausnin sem Lucinity er að þróa vinnur úr upplýsingum um allar aðgerðir viðskiptavina fjármálafyrirtækis og nýtir sér gervigreind til að finna grunsamleg hegðunarmynstur. Þannig er hægt að efla eftirlit með allri regluvörslu og koma frekar í veg fyrir peningaþvætti innan fjármálakerfis. „Kerfin í dag eru takmörkuð að því leyti að þau eru með fyrirfram skilgreindar reglur og bregðast með ákveðnum hætti við aðgerðum hjá viðskiptavinum. Gervigreind hefur fram til þessa verið í mjög takmörkuðum mæli nýtt til að greina peningaþvætti, þótt eðli vandamálsins henti mjög vel fyrir slíka nálgun,“ segir Guðmundur. „Okkar lausn er hönnuð til að leita uppi mynstur í hegðun notenda og til að auðvelda starfsmönnum sem vinna í regluvörslu að sjá og skilja hvað er í raun og veru að gerast í þeirra eigin kerfum.“ Spurður hvernig Ísland standi þegar kemur að vörnum gegn peningaþvætti vísar Guðmundur til skýrslu Financial Action Task Force (FATF), alþjóðlegs vinnuhóps um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sem birt var vorið 2018. Þar var íslenskum stjórnvöldum sagt að taka sig á og innleiða öflugri varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta varð kveikjan að nýju frumvarpi sem varð að lögum í byrjun þessa árs. Enn er þó hægt að gera margt betur og þar skiptir samhæfing hjá íslensku bönkunum og eftirlitsaðilum miklu máli. „Íslensku bankarnir eru að reyna að gera vel í þessum málum en vandinn er að þeir eru hver í sínu horni að nota sitt kerfi. Þannig sér hver banki aðeins hluta af heildarmyndinni. Það vantar samvinnu á milli þeirra í þessum efnum og auk þess eru kerfin sem standa til boða misjöfn.“Stjórnendur Danske Bank brugðust eftirlitshlutverki sínu Danske Bank er þessa dagana til rannsóknar vegna meints peningaþvættis í útibúum bankans í Eistlandi en um er að ræða eitt stærsta mál af þessu tagi sem upp hefur komið í Evrópu. Spurður hvað hafi farið úrskeiðis nefnir Guðmundur tvö atriði. „Í fyrsta lagi virðist vera að stjórnendur bankans hafi algjörlega brugðist eftirlitshlutverki sínu. Það þurfti engan tölfræðing til að sjá að það var alltof mikið fjármagnsflæði að koma frá Eystrasaltslöndunum. Í öðru lagi brugðust eftirlitsstofnanir,“ segir hann og ber bandaríska og breska eftirlitskerfið saman við það evrópska. „Eftir fjármálahrunið tóku bandarískar og breskar eftirlitsstofnanir harkalega á stórum bönkum sem staðnir höfðu verið að peningaþvætti og markaðsmisnotkun. Þeir voru sektaðir um háar fjárhæðir og lentu á forsíðum blaðanna sem hefur mikinn fælingarmátt fyrir viðskiptavini og hluthafa. Síðan var þeim gert skylt að koma eftirlitsferlum og kerfum í lag,“ segir Guðmundur. Evrópskar eftirlitsstofnanir hafa hins vegar ekki gengið jafn hart á eftir fjármálafyrirtækjum að sögn Guðmundar. Það endurspeglist til dæmis í því að starfsmenn í regluvörslu stórra bandarískra banka skipti þúsundum en starfsmenn í regluvörslu samsvarandi evrópskra banka séu aðeins brot af því, þó að það sé nú óðum að breytast. Það er því viðbúið að kostnaður vegna regluvörslu geti vaxið verulega á næstu árum og afar mikilvægt að bankar taki upp nýjar lausnir sem gera ferlið skilvirkara og ekki eins mannauðsfrekt.Viðamiklar rannsóknardeildir leita að veikasta hlekknum Þá vaknar sú spurning hvort íslenskt fjármálakerfi sé berskjaldað fyrir fjármagnsflutningum eins og þeim sem fóru gegnum útibú Danske Bank í Eistlandi. Guðmundur segir að áhættan sé til staðar, sérstaklega eftir afnám fjármagnshaftanna. „Það getur gerst. Ef við skoðum peningaþvætti á heimsvísu þá er það talið nema 2.400 milljörðum Bandaríkjadala en í dag eru yfirvöld að ná um 1-2 prósentum af þessum færslum. Það segir sig sjálft að þegar um er að ræða svo háar fjárhæðir þá eru glæpamenn með viðamiklar rannsóknar- og þróunardeildir sem leita bestu leiðanna til að þvo peninga. Það eru síðan fyrirtæki eins og okkar á hinum endanum sem reyna að finna út hver er veikasti hlekkurinn. Ef Ísland verður veikur hlekkur þá horfum við fram á að hingað leiti óhreint fjármagn,“ segir Guðmundur og bætir við að fælingarmáttur sé stór þáttur í vörnum gegn peningaþvætti. „Ef glæpamenn meta það sem svo að það séu meiri líkur á að peningaþvætti verði afhjúpað á Íslandi en t.d. í Danmörku þá reyna þeir frekar að nýta sér fjármálastofnanir í Danmörku. Til þess að koma betur í veg fyrir það þarf einnig samhæfingu í allri Evrópu, eins og Evrópusambandið er nú að ræða.“Undirheimar finna ýmsar leiðir Fjármagnsflutningar á milli landa eru ein hlið á peningaþvættisvandanum. Önnur hlið er peningaþvætti innlendrar glæpastarfsemi en til að koma í veg fyrir það er samhæfing á milli banka ekki síður mikilvæg. „Undirheimarnir á Íslandi eru án efa að þvo háar fjárhæðir og hafa ýmsar leiðir til þess. Það var ágætt dæmi um þetta í kvikmyndinni Svartur á leik þar sem glæpamennirnir fóru með 999 þúsund krónur í þrjú útibú sem tilheyrðu sitthverjum bankanum. Þó svo að einn banki hafi gott kerfi þá er vandinn sá að það er lítil samhæfing þeirra á milli og þeir sjá því ekki heildarmyndina. Mikilvæg leið til að koma í veg fyrir peningaþvætti sem á sér stað innanlands er að bankarnir komi á fót sameiginlegu kerfi og geti unnið saman á þessu sviði.“ Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Peningaþvætti norrænna banka Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Fjármálakerfi Íslands gæti verið berskjaldað fyrir peningaþvætti erlendrar glæpastarfsemi þar sem bankarnir hafa hver sín eigin kerfi og eiga því erfitt með að greina grunsamleg hegðunarmynstur í kerfinu í heild sinni. Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, stofnandi fjártæknisprotans Lucinity, í samtali við Markaðinn. Guðmundur stofnaði Lucinity í síðastliðið haust eftir að hafa starfað sem yfirmaður samskiptaeftirlits og gervigreindar hjá fjármálarisanum Citigroup. Hugbúnaðarlausnin sem Lucinity er að þróa vinnur úr upplýsingum um allar aðgerðir viðskiptavina fjármálafyrirtækis og nýtir sér gervigreind til að finna grunsamleg hegðunarmynstur. Þannig er hægt að efla eftirlit með allri regluvörslu og koma frekar í veg fyrir peningaþvætti innan fjármálakerfis. „Kerfin í dag eru takmörkuð að því leyti að þau eru með fyrirfram skilgreindar reglur og bregðast með ákveðnum hætti við aðgerðum hjá viðskiptavinum. Gervigreind hefur fram til þessa verið í mjög takmörkuðum mæli nýtt til að greina peningaþvætti, þótt eðli vandamálsins henti mjög vel fyrir slíka nálgun,“ segir Guðmundur. „Okkar lausn er hönnuð til að leita uppi mynstur í hegðun notenda og til að auðvelda starfsmönnum sem vinna í regluvörslu að sjá og skilja hvað er í raun og veru að gerast í þeirra eigin kerfum.“ Spurður hvernig Ísland standi þegar kemur að vörnum gegn peningaþvætti vísar Guðmundur til skýrslu Financial Action Task Force (FATF), alþjóðlegs vinnuhóps um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sem birt var vorið 2018. Þar var íslenskum stjórnvöldum sagt að taka sig á og innleiða öflugri varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þetta varð kveikjan að nýju frumvarpi sem varð að lögum í byrjun þessa árs. Enn er þó hægt að gera margt betur og þar skiptir samhæfing hjá íslensku bönkunum og eftirlitsaðilum miklu máli. „Íslensku bankarnir eru að reyna að gera vel í þessum málum en vandinn er að þeir eru hver í sínu horni að nota sitt kerfi. Þannig sér hver banki aðeins hluta af heildarmyndinni. Það vantar samvinnu á milli þeirra í þessum efnum og auk þess eru kerfin sem standa til boða misjöfn.“Stjórnendur Danske Bank brugðust eftirlitshlutverki sínu Danske Bank er þessa dagana til rannsóknar vegna meints peningaþvættis í útibúum bankans í Eistlandi en um er að ræða eitt stærsta mál af þessu tagi sem upp hefur komið í Evrópu. Spurður hvað hafi farið úrskeiðis nefnir Guðmundur tvö atriði. „Í fyrsta lagi virðist vera að stjórnendur bankans hafi algjörlega brugðist eftirlitshlutverki sínu. Það þurfti engan tölfræðing til að sjá að það var alltof mikið fjármagnsflæði að koma frá Eystrasaltslöndunum. Í öðru lagi brugðust eftirlitsstofnanir,“ segir hann og ber bandaríska og breska eftirlitskerfið saman við það evrópska. „Eftir fjármálahrunið tóku bandarískar og breskar eftirlitsstofnanir harkalega á stórum bönkum sem staðnir höfðu verið að peningaþvætti og markaðsmisnotkun. Þeir voru sektaðir um háar fjárhæðir og lentu á forsíðum blaðanna sem hefur mikinn fælingarmátt fyrir viðskiptavini og hluthafa. Síðan var þeim gert skylt að koma eftirlitsferlum og kerfum í lag,“ segir Guðmundur. Evrópskar eftirlitsstofnanir hafa hins vegar ekki gengið jafn hart á eftir fjármálafyrirtækjum að sögn Guðmundar. Það endurspeglist til dæmis í því að starfsmenn í regluvörslu stórra bandarískra banka skipti þúsundum en starfsmenn í regluvörslu samsvarandi evrópskra banka séu aðeins brot af því, þó að það sé nú óðum að breytast. Það er því viðbúið að kostnaður vegna regluvörslu geti vaxið verulega á næstu árum og afar mikilvægt að bankar taki upp nýjar lausnir sem gera ferlið skilvirkara og ekki eins mannauðsfrekt.Viðamiklar rannsóknardeildir leita að veikasta hlekknum Þá vaknar sú spurning hvort íslenskt fjármálakerfi sé berskjaldað fyrir fjármagnsflutningum eins og þeim sem fóru gegnum útibú Danske Bank í Eistlandi. Guðmundur segir að áhættan sé til staðar, sérstaklega eftir afnám fjármagnshaftanna. „Það getur gerst. Ef við skoðum peningaþvætti á heimsvísu þá er það talið nema 2.400 milljörðum Bandaríkjadala en í dag eru yfirvöld að ná um 1-2 prósentum af þessum færslum. Það segir sig sjálft að þegar um er að ræða svo háar fjárhæðir þá eru glæpamenn með viðamiklar rannsóknar- og þróunardeildir sem leita bestu leiðanna til að þvo peninga. Það eru síðan fyrirtæki eins og okkar á hinum endanum sem reyna að finna út hver er veikasti hlekkurinn. Ef Ísland verður veikur hlekkur þá horfum við fram á að hingað leiti óhreint fjármagn,“ segir Guðmundur og bætir við að fælingarmáttur sé stór þáttur í vörnum gegn peningaþvætti. „Ef glæpamenn meta það sem svo að það séu meiri líkur á að peningaþvætti verði afhjúpað á Íslandi en t.d. í Danmörku þá reyna þeir frekar að nýta sér fjármálastofnanir í Danmörku. Til þess að koma betur í veg fyrir það þarf einnig samhæfingu í allri Evrópu, eins og Evrópusambandið er nú að ræða.“Undirheimar finna ýmsar leiðir Fjármagnsflutningar á milli landa eru ein hlið á peningaþvættisvandanum. Önnur hlið er peningaþvætti innlendrar glæpastarfsemi en til að koma í veg fyrir það er samhæfing á milli banka ekki síður mikilvæg. „Undirheimarnir á Íslandi eru án efa að þvo háar fjárhæðir og hafa ýmsar leiðir til þess. Það var ágætt dæmi um þetta í kvikmyndinni Svartur á leik þar sem glæpamennirnir fóru með 999 þúsund krónur í þrjú útibú sem tilheyrðu sitthverjum bankanum. Þó svo að einn banki hafi gott kerfi þá er vandinn sá að það er lítil samhæfing þeirra á milli og þeir sjá því ekki heildarmyndina. Mikilvæg leið til að koma í veg fyrir peningaþvætti sem á sér stað innanlands er að bankarnir komi á fót sameiginlegu kerfi og geti unnið saman á þessu sviði.“
Birtist í Fréttablaðinu Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Peningaþvætti norrænna banka Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira