Börn með skarð í gómi fá tannréttingar ekki greiddar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2019 19:45 Sigurður Oddsson hefur árum saman reynt að fá kostnað vegna tannréttinga dóttur sinnar endurgreiddan frá Sjúkratryggingum, án árangurs. Skjáskot Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað synjað börnum með skarð í gómi um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, þrátt fyrir að reglugerð kveði á um annað. Umhyggja, félag langveikra barna, skoraði á ráðherra og þingheim allan að bregðast við í dag. Faðir stúlku sem hefur barist við kerfið í mörg ár segir sorglegt að börnin fái ekki að njóta vafans. Börn sem fæðast með skarð í vör eða gómi þarfnast margvíslegrar heilbrigðisþjónustu, meðal annars tannréttinga. Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð sem varð til þess að þessi börn með skarð í vör eða gómi féllu ekki lengur undir greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, nema í allra alvarlegustu tilfellunum. Sigþrúður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Oddssonar, er fædd 2006 og er ein þeirra barna sem hefur ítrekað verið synjað um greiðsluþátttöku í gegnum tíðina.Sjá einnig: Börnum með klofinn góm mismunað í kerfinu „Ég fæ þarna þrjár synjanir þegar ég ákveð að hafa samband við ráðuneytið,“ segir Sigurður. Þá var Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra en Sigurður segist hafa fengið þau svör að ef dóttir hans væri með skarð í harða gómi þá ætti hún að njóta greiðsluþátttöku vegna tannréttinga. Það er raunin í tilfelli Sigþrúðar en allt kom fyrir ekki. Aftur var þeim synjað. „Við kærum líka, það er synjað og það er alltaf sagt að þetta sé ekki nógu slæmt og þeir verði að synja þessu. Þó að orðalagi hafi verið breytt 2013 í reglugerðinni, þá samt miða þeir alltaf við eldri reglugerðina,“ útskýrir Sigurður.Synja áfram þrátt fyrir breytingu á reglugerð Um áramótin tók gildi breyting á reglugerð sem átti að tryggja að þessi börn fengju styrk frá Sjúkratryggingum vegna tannréttinga. Þrátt fyrir þetta hefur stofnunin haldið áfram að synja umsóknum. Fyrr í þessum mánuði var heilbrigðisráðherra spurður á Alþingi hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að taka af allan vafa um að þessi börn falli undir reglugerðina. „Hef ég óskað eftir því að ráðuneytið í samráði við Sjúkratryggingar Íslands rýni þessa stöðu. Bæði er varðar regluverkið, framkvæmdina og þá kemur til álita að endurskoða fyrirkomulag matsferlisins með það að markmið að veita þessum börnum betri þjónustu,“ svaraði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í óundirbúinni fyrirspurn Ingu Sæland þann 11. apríl síðastliðinn. Sama dag fékk Sigurður enn eina synjunina frá Sjúkratryggingum. Umhyggja, félag langveikra barna, sendi í dag áskorun til allra þingmanna, heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra og Sjúkratrygginga, um að bregðast við strax. „Nú held ég að sé bara komið á endastöð og ráðherra verði bara að fara að taka á þessu,“ segir Sigurður. Það gangi ekki lengur að SÍ feli sig á bakvið reglugerð. „Þó að ráðherra og ráðuneytið túlki reglugerðina öðruvísi, að undirstofnunin geti bara sagt; „nei við ætlum ekkert að gera þetta svona.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað synjað börnum með skarð í gómi um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, þrátt fyrir að reglugerð kveði á um annað. Umhyggja, félag langveikra barna, skoraði á ráðherra og þingheim allan að bregðast við í dag. Faðir stúlku sem hefur barist við kerfið í mörg ár segir sorglegt að börnin fái ekki að njóta vafans. Börn sem fæðast með skarð í vör eða gómi þarfnast margvíslegrar heilbrigðisþjónustu, meðal annars tannréttinga. Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð sem varð til þess að þessi börn með skarð í vör eða gómi féllu ekki lengur undir greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, nema í allra alvarlegustu tilfellunum. Sigþrúður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Oddssonar, er fædd 2006 og er ein þeirra barna sem hefur ítrekað verið synjað um greiðsluþátttöku í gegnum tíðina.Sjá einnig: Börnum með klofinn góm mismunað í kerfinu „Ég fæ þarna þrjár synjanir þegar ég ákveð að hafa samband við ráðuneytið,“ segir Sigurður. Þá var Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra en Sigurður segist hafa fengið þau svör að ef dóttir hans væri með skarð í harða gómi þá ætti hún að njóta greiðsluþátttöku vegna tannréttinga. Það er raunin í tilfelli Sigþrúðar en allt kom fyrir ekki. Aftur var þeim synjað. „Við kærum líka, það er synjað og það er alltaf sagt að þetta sé ekki nógu slæmt og þeir verði að synja þessu. Þó að orðalagi hafi verið breytt 2013 í reglugerðinni, þá samt miða þeir alltaf við eldri reglugerðina,“ útskýrir Sigurður.Synja áfram þrátt fyrir breytingu á reglugerð Um áramótin tók gildi breyting á reglugerð sem átti að tryggja að þessi börn fengju styrk frá Sjúkratryggingum vegna tannréttinga. Þrátt fyrir þetta hefur stofnunin haldið áfram að synja umsóknum. Fyrr í þessum mánuði var heilbrigðisráðherra spurður á Alþingi hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að taka af allan vafa um að þessi börn falli undir reglugerðina. „Hef ég óskað eftir því að ráðuneytið í samráði við Sjúkratryggingar Íslands rýni þessa stöðu. Bæði er varðar regluverkið, framkvæmdina og þá kemur til álita að endurskoða fyrirkomulag matsferlisins með það að markmið að veita þessum börnum betri þjónustu,“ svaraði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í óundirbúinni fyrirspurn Ingu Sæland þann 11. apríl síðastliðinn. Sama dag fékk Sigurður enn eina synjunina frá Sjúkratryggingum. Umhyggja, félag langveikra barna, sendi í dag áskorun til allra þingmanna, heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra og Sjúkratrygginga, um að bregðast við strax. „Nú held ég að sé bara komið á endastöð og ráðherra verði bara að fara að taka á þessu,“ segir Sigurður. Það gangi ekki lengur að SÍ feli sig á bakvið reglugerð. „Þó að ráðherra og ráðuneytið túlki reglugerðina öðruvísi, að undirstofnunin geti bara sagt; „nei við ætlum ekkert að gera þetta svona.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira