Vatnaveiðin farin af stað Karl Lúðvíksson skrifar 29. apríl 2019 08:09 Bleikjan fer að gefa sig á næstunni. Mynd: Ríkarður Hjálmarsson 1. maí opna vötnin sem hafa ekki þegar opnað fyrir veiðimönnum og framundan er vonandi farsælt og skemmtilegt veiðisumar fyrir fjölskylduna. Það er þó misjafnt hvernig veiðin byrjar í þeim í venjulegu árferði en það fer auðvitað mikið eftir því hvar á landinu þau eru en vötnin fyrir norðan eru oft aðeins seinni til. Á suður og vesturlandi er mikið af skemmtilegum vötnum og þau sem eru þegar farin að gefa ágæta veiði eru til dæmis Elliðavatn og Kleifarvatn. Urriðinn í þessum tveimur vötnum getur oft tekið vel á þessum tíma en það er þó munur á því hvernig þau eru veidd. Elliðavatn getur gefið vel fyrst á morgnana og á kvöldin en besta veiðin í Kleifarvatni er frá tíu á kvöldin og fram yfir miðnætti. Mesta veiðin þar kemur á spún og beitu en í Elliðavatni er flugan sterkust en einnig hefur maðkurinn verið að gefa ágætlega. Þau vötn sem rétt er að nefna því veiðin þar á að fara að detta inn fljótlega er t.d. Hraunsfjörður, Gíslholtsvatn, Úlfljótsvatn, Meðalfellsvatn og auðvitað Þingvallavatn en þar er mikil urriðaveiði núna eins og venjulega á þessum árstíma. Bleikjan fer svo að mæta um miðjan maí. Mest lesið Góður gangur í Korpu Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Grímsá á leið í útboð Veiði Fín veiði við Ölfusárós Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði Köld byrjun á hlýrri veiðihelgi? Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Flott opnun í Leirá Veiði Fín veiði í opnun Elliðavatns Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði
1. maí opna vötnin sem hafa ekki þegar opnað fyrir veiðimönnum og framundan er vonandi farsælt og skemmtilegt veiðisumar fyrir fjölskylduna. Það er þó misjafnt hvernig veiðin byrjar í þeim í venjulegu árferði en það fer auðvitað mikið eftir því hvar á landinu þau eru en vötnin fyrir norðan eru oft aðeins seinni til. Á suður og vesturlandi er mikið af skemmtilegum vötnum og þau sem eru þegar farin að gefa ágæta veiði eru til dæmis Elliðavatn og Kleifarvatn. Urriðinn í þessum tveimur vötnum getur oft tekið vel á þessum tíma en það er þó munur á því hvernig þau eru veidd. Elliðavatn getur gefið vel fyrst á morgnana og á kvöldin en besta veiðin í Kleifarvatni er frá tíu á kvöldin og fram yfir miðnætti. Mesta veiðin þar kemur á spún og beitu en í Elliðavatni er flugan sterkust en einnig hefur maðkurinn verið að gefa ágætlega. Þau vötn sem rétt er að nefna því veiðin þar á að fara að detta inn fljótlega er t.d. Hraunsfjörður, Gíslholtsvatn, Úlfljótsvatn, Meðalfellsvatn og auðvitað Þingvallavatn en þar er mikil urriðaveiði núna eins og venjulega á þessum árstíma. Bleikjan fer svo að mæta um miðjan maí.
Mest lesið Góður gangur í Korpu Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Grímsá á leið í útboð Veiði Fín veiði við Ölfusárós Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði Köld byrjun á hlýrri veiðihelgi? Veiði 100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Veiði Flott opnun í Leirá Veiði Fín veiði í opnun Elliðavatns Veiði Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði