Dalvíkingar og nærsveitungar fá franskt brauð úr 50 tonna ofni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2019 09:00 Mathias og ofnin góði. Vísir/Tryggvi Páll Dalvíkingar og nærsveitungar geta frá og með deginum í dag gætt sér á franskri sveitamenningu. Á Böggvisstöðum í Svarfaðardal hafa ábúendur komið sér upp sérstökum viðarofni til að baka brauð að franskri fyrirmynd. Hún lætur ekki mikið fyrir sér fara brauðgerðin á Böggvisstöðum sem ber nafnið Böggvisbrauð en þar hafa hjónin og tónlistarmennirnir Mathias Spoerry og Ella Vala Ármannsdóttir hafið brauðgerð. Hugmyndin fæddist fyrir um tveimur árum. „Ég byrjaði að baka brauð, súrdeigsbrauð heima hjá mér og sá að fólk fannst þetta gott brauð, þannig að ég hugsaði um að búa til meira og selja það,“ segir Mathias. Fyrimyndin er frönsk, kornið er franskt og franskur sérfræðingur kom til landsins til að smíða ofninn sem vegur 50 tonn og er hitaður upp í um 300 gráður með íslensku birki úr nærliggjandi skógum.„Þetta er rosa mikill massi og hugmyndin er að halda massanum heitum til að halda hitanum rosa lengi. Þegar ég er að baka, deginum eftir þá er ofninn enn þá 160-170 gráður. Það er best til að baka brauð því þá er hitinn að fara niður smátt og smátt og það er langbest fyrir súrdeigsbakstur.“ Gestir og gangandi geta virt fyrir sér brauðbaksturinn og ofninn klukkan þrjú í dag er Böggvisbrauð opnar formlega eftir um árs undirbúningsvinnu. En hvað er það sem dregur Mathias að brauðbakstrinum? „Erfitt að segja, það er bara að vinna með deigið er rosalega skemmtilegt, rosalega góð tilfinning, finnst mér. Svo er það ferlið, að fara frá hráefni, vatn og hveiti, jafnvel korn, því ég er að mylla kornið á staðnum, blanda þetta saman og á endanum fá brauð. “ Dalvíkurbyggð Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Dalvíkingar og nærsveitungar geta frá og með deginum í dag gætt sér á franskri sveitamenningu. Á Böggvisstöðum í Svarfaðardal hafa ábúendur komið sér upp sérstökum viðarofni til að baka brauð að franskri fyrirmynd. Hún lætur ekki mikið fyrir sér fara brauðgerðin á Böggvisstöðum sem ber nafnið Böggvisbrauð en þar hafa hjónin og tónlistarmennirnir Mathias Spoerry og Ella Vala Ármannsdóttir hafið brauðgerð. Hugmyndin fæddist fyrir um tveimur árum. „Ég byrjaði að baka brauð, súrdeigsbrauð heima hjá mér og sá að fólk fannst þetta gott brauð, þannig að ég hugsaði um að búa til meira og selja það,“ segir Mathias. Fyrimyndin er frönsk, kornið er franskt og franskur sérfræðingur kom til landsins til að smíða ofninn sem vegur 50 tonn og er hitaður upp í um 300 gráður með íslensku birki úr nærliggjandi skógum.„Þetta er rosa mikill massi og hugmyndin er að halda massanum heitum til að halda hitanum rosa lengi. Þegar ég er að baka, deginum eftir þá er ofninn enn þá 160-170 gráður. Það er best til að baka brauð því þá er hitinn að fara niður smátt og smátt og það er langbest fyrir súrdeigsbakstur.“ Gestir og gangandi geta virt fyrir sér brauðbaksturinn og ofninn klukkan þrjú í dag er Böggvisbrauð opnar formlega eftir um árs undirbúningsvinnu. En hvað er það sem dregur Mathias að brauðbakstrinum? „Erfitt að segja, það er bara að vinna með deigið er rosalega skemmtilegt, rosalega góð tilfinning, finnst mér. Svo er það ferlið, að fara frá hráefni, vatn og hveiti, jafnvel korn, því ég er að mylla kornið á staðnum, blanda þetta saman og á endanum fá brauð. “
Dalvíkurbyggð Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira