Dalvíkingar og nærsveitungar fá franskt brauð úr 50 tonna ofni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2019 09:00 Mathias og ofnin góði. Vísir/Tryggvi Páll Dalvíkingar og nærsveitungar geta frá og með deginum í dag gætt sér á franskri sveitamenningu. Á Böggvisstöðum í Svarfaðardal hafa ábúendur komið sér upp sérstökum viðarofni til að baka brauð að franskri fyrirmynd. Hún lætur ekki mikið fyrir sér fara brauðgerðin á Böggvisstöðum sem ber nafnið Böggvisbrauð en þar hafa hjónin og tónlistarmennirnir Mathias Spoerry og Ella Vala Ármannsdóttir hafið brauðgerð. Hugmyndin fæddist fyrir um tveimur árum. „Ég byrjaði að baka brauð, súrdeigsbrauð heima hjá mér og sá að fólk fannst þetta gott brauð, þannig að ég hugsaði um að búa til meira og selja það,“ segir Mathias. Fyrimyndin er frönsk, kornið er franskt og franskur sérfræðingur kom til landsins til að smíða ofninn sem vegur 50 tonn og er hitaður upp í um 300 gráður með íslensku birki úr nærliggjandi skógum.„Þetta er rosa mikill massi og hugmyndin er að halda massanum heitum til að halda hitanum rosa lengi. Þegar ég er að baka, deginum eftir þá er ofninn enn þá 160-170 gráður. Það er best til að baka brauð því þá er hitinn að fara niður smátt og smátt og það er langbest fyrir súrdeigsbakstur.“ Gestir og gangandi geta virt fyrir sér brauðbaksturinn og ofninn klukkan þrjú í dag er Böggvisbrauð opnar formlega eftir um árs undirbúningsvinnu. En hvað er það sem dregur Mathias að brauðbakstrinum? „Erfitt að segja, það er bara að vinna með deigið er rosalega skemmtilegt, rosalega góð tilfinning, finnst mér. Svo er það ferlið, að fara frá hráefni, vatn og hveiti, jafnvel korn, því ég er að mylla kornið á staðnum, blanda þetta saman og á endanum fá brauð. “ Dalvíkurbyggð Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Dalvíkingar og nærsveitungar geta frá og með deginum í dag gætt sér á franskri sveitamenningu. Á Böggvisstöðum í Svarfaðardal hafa ábúendur komið sér upp sérstökum viðarofni til að baka brauð að franskri fyrirmynd. Hún lætur ekki mikið fyrir sér fara brauðgerðin á Böggvisstöðum sem ber nafnið Böggvisbrauð en þar hafa hjónin og tónlistarmennirnir Mathias Spoerry og Ella Vala Ármannsdóttir hafið brauðgerð. Hugmyndin fæddist fyrir um tveimur árum. „Ég byrjaði að baka brauð, súrdeigsbrauð heima hjá mér og sá að fólk fannst þetta gott brauð, þannig að ég hugsaði um að búa til meira og selja það,“ segir Mathias. Fyrimyndin er frönsk, kornið er franskt og franskur sérfræðingur kom til landsins til að smíða ofninn sem vegur 50 tonn og er hitaður upp í um 300 gráður með íslensku birki úr nærliggjandi skógum.„Þetta er rosa mikill massi og hugmyndin er að halda massanum heitum til að halda hitanum rosa lengi. Þegar ég er að baka, deginum eftir þá er ofninn enn þá 160-170 gráður. Það er best til að baka brauð því þá er hitinn að fara niður smátt og smátt og það er langbest fyrir súrdeigsbakstur.“ Gestir og gangandi geta virt fyrir sér brauðbaksturinn og ofninn klukkan þrjú í dag er Böggvisbrauð opnar formlega eftir um árs undirbúningsvinnu. En hvað er það sem dregur Mathias að brauðbakstrinum? „Erfitt að segja, það er bara að vinna með deigið er rosalega skemmtilegt, rosalega góð tilfinning, finnst mér. Svo er það ferlið, að fara frá hráefni, vatn og hveiti, jafnvel korn, því ég er að mylla kornið á staðnum, blanda þetta saman og á endanum fá brauð. “
Dalvíkurbyggð Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira