Kom að innpökkuðum hundi sínum eftir Íslandsferðina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2019 18:22 Nova var hamingjusamur hundur. Mynd/Kirsten Kinch Kona frá Dublin hefur hafið herferð fyrir því að hundahóteli sem hún kom hundi sínum fyrir á á meðan hún skrapp í stutta ferð til Íslands verði lokað. Þegar hún sneri aftur frá Íslandi hafði hundur hennar drepist í umsjá hundahótelsins og búið var að pakka hræinu inn í límband. Kirsten Kinch skrapp í þriggja daga ferð til Íslands frá Dublin um síðustu áramót. Ákvað hún að koma Husky-hundi hennar, henni Nova, fyrir á P&E Boarding Kennels and Catery á meðan hún og fjölskylda hennar dvöldu á Íslandi. Þegar hún sneri hins vegar aftur á Nýársdag til þess að sækja Novu fékk hún slæmar fréttir. Var henni tjáð að Nova hefði fundist einn morguninn dauð í blóðpolli í búri hennar. Kinch fékk hins vegar áfall þegar jarðneskum leifum Novu var skilað til hennar. „Henni hafði verið pakkað inn í eitthvað sem ég get aðeins lýst sem kúlu í svörtum poka límt saman með límbandi,“ sagði Kinch í samtali við Evening Standard. „Það er augljóst að henni var ekki sýnd nein ást né umhyggja frá því að hún fannst.“ Kinch sakar eigendur hundahótelsins um vanrækslu og hefur hafið baráttu fyrir því að hundahótelinu verði lokað. Um 70. þúsund undirskriftir hafa safnast vegna málsins. Fjallað er um málið í breskum fjölmiðlum í dag en í samtali við Metro sagði Paddy Cullen, eigandi hundahótelsins, að hundinum hafi verið pakkað inn eftir ráðleggingar frá dýralækni. „Ég hringdi í dýralækni sem sagði mér að pakka hundinum inn vegna sýkingahættu,“ sagði Cullen sem segist hafa óttast útbreiðslu parvóvírusar. Kinch segir hins vegar af og frá að hundur hennar hafi verið veikur á einhvern hátt. Hún hafi farið til dýralæknis með hana tveimur dögum áður en hún var innrituð á hundahótelið. Dýralæknirinn hafi metið stöðuna sem svo að óhætt væri að senda Novu á hótelið. Dýr Írland Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Kona frá Dublin hefur hafið herferð fyrir því að hundahóteli sem hún kom hundi sínum fyrir á á meðan hún skrapp í stutta ferð til Íslands verði lokað. Þegar hún sneri aftur frá Íslandi hafði hundur hennar drepist í umsjá hundahótelsins og búið var að pakka hræinu inn í límband. Kirsten Kinch skrapp í þriggja daga ferð til Íslands frá Dublin um síðustu áramót. Ákvað hún að koma Husky-hundi hennar, henni Nova, fyrir á P&E Boarding Kennels and Catery á meðan hún og fjölskylda hennar dvöldu á Íslandi. Þegar hún sneri hins vegar aftur á Nýársdag til þess að sækja Novu fékk hún slæmar fréttir. Var henni tjáð að Nova hefði fundist einn morguninn dauð í blóðpolli í búri hennar. Kinch fékk hins vegar áfall þegar jarðneskum leifum Novu var skilað til hennar. „Henni hafði verið pakkað inn í eitthvað sem ég get aðeins lýst sem kúlu í svörtum poka límt saman með límbandi,“ sagði Kinch í samtali við Evening Standard. „Það er augljóst að henni var ekki sýnd nein ást né umhyggja frá því að hún fannst.“ Kinch sakar eigendur hundahótelsins um vanrækslu og hefur hafið baráttu fyrir því að hundahótelinu verði lokað. Um 70. þúsund undirskriftir hafa safnast vegna málsins. Fjallað er um málið í breskum fjölmiðlum í dag en í samtali við Metro sagði Paddy Cullen, eigandi hundahótelsins, að hundinum hafi verið pakkað inn eftir ráðleggingar frá dýralækni. „Ég hringdi í dýralækni sem sagði mér að pakka hundinum inn vegna sýkingahættu,“ sagði Cullen sem segist hafa óttast útbreiðslu parvóvírusar. Kinch segir hins vegar af og frá að hundur hennar hafi verið veikur á einhvern hátt. Hún hafi farið til dýralæknis með hana tveimur dögum áður en hún var innrituð á hundahótelið. Dýralæknirinn hafi metið stöðuna sem svo að óhætt væri að senda Novu á hótelið.
Dýr Írland Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira