Valdís líklega úr leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. apríl 2019 13:30 Valdís Þóra Jónsdóttir. vísir/getty Valdís Þóra Jónsdóttir er að öllum líkindum úr leik á Lalla Maryem mótinu í golfi, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Valdís lauk leik á öðrum hring á samtals sjö höggum yfir pari í mótinu en búist er við því að niðurskurðurinn miði við fjögur högg yfir pari. Hringurinn í dag byrjaði ekki vel hjá Valdísi, hún fékk þrjá skolla á fyrstu sex holunum, fugl á áttundu holu en svo tvöfaldan skolla á þeirri níundu. Seinni níu holurnar byrjuðu betur og fékk hún fugl á bæði 13. og 14. holu, en í gær fékk hún skolla á þeim báðum. Tvöfaldur skolli kom hins vegar á fimmtándu holu og restina fór hún á pari. Þegar þetta er skrifað er Valdís jöfn í 81. sæti og þremur höggum frá niðurskurðinum. Fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik en þó verður að teljast ólíklegt að Valdís fari áfram. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir er að öllum líkindum úr leik á Lalla Maryem mótinu í golfi, en mótið er hluti af Evrópumótaröð kvenna. Valdís lauk leik á öðrum hring á samtals sjö höggum yfir pari í mótinu en búist er við því að niðurskurðurinn miði við fjögur högg yfir pari. Hringurinn í dag byrjaði ekki vel hjá Valdísi, hún fékk þrjá skolla á fyrstu sex holunum, fugl á áttundu holu en svo tvöfaldan skolla á þeirri níundu. Seinni níu holurnar byrjuðu betur og fékk hún fugl á bæði 13. og 14. holu, en í gær fékk hún skolla á þeim báðum. Tvöfaldur skolli kom hins vegar á fimmtándu holu og restina fór hún á pari. Þegar þetta er skrifað er Valdís jöfn í 81. sæti og þremur höggum frá niðurskurðinum. Fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik en þó verður að teljast ólíklegt að Valdís fari áfram.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira