Íslenski boltinn

Blikar rúlluðu yfir Þór/KA og eru handhafar allra titlanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Blikarnir fagna Íslandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð.
Blikarnir fagna Íslandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð. vísir/daníel
Breiðablik vann sinn annan titil í vetur er þær stóðu uppi sem sigurvegarar í meistarakeppni kvenna. Þær rúlluðu yfir Þór/KA, 5-0.

Markalaust var í hálfleik og allt þangað til á 63. mínútu en Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir kom Blikum þá yfir. Hún tvöfaldaði svo forystuna tveimur mínútum síðar.

Á 68. mínútu kom þriðja mark Blika á fimm mínútum en þá skoraði Hildur Antonsdóttir. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen skoraði fjórða markið á 77. mínútu og hún bætti svo við einu áður en yfir lauk.

Lokatölur 5-0 sigur Íslands- og bikarmeistaranna sem eru nú handhafar allra bikara. Þær unnu nefnilega Lengjubikarinn á dögunum.

Fyrsti leikurinn í Pepsi Max-deild kvenna fer 2. maí. Breiðablik spilar þá við ÍBV en daginn eftir fer Þór/KA í heimsókn til Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×