Formenn sáttir við þátttöku í atkvæðagreiðslum um samninga Heimir Már Pétursson skrifar 24. apríl 2019 12:00 Frá undirritun samninganna í byrjun mánaðarins. vísir/vilhelm Kjarasamningar um 110 þúsund félaga í Starfsgreinasambandinu og VR hafa verið samþykktir með miklum meirihluta atkvæða. Þátttaka í atkvæðagreiðslu meðal 19 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins var tæplega þrettán prósent en yfir tuttugu prósent hjá félagsmönnum VR. Starfsgreinasambandið hélt utan um sameiginlega rafræna atkvæðagreiðslu meðal 18 félaga af 19 um nýjan samning, en AFL Starfsgreinafélag sá sjálft um sína atkvæðagreiðslu. Þátttaka var að jafnaði 12,78% í atkvæðagreiðslunni; já sögðu 80,06% en nei sögðu 17,33%. 2,61% tóku ekki afstöðu. Atkvæðarétt höfðu 36.835 manns. Niðurstöðurnar voru afgerandi í öllum félögunum nema einu, en í 17 af 19 félögum var samningurinn samþykktur með yfir 70% atkvæða. Samningurinn á hinum almenna vinnumarkaði, sem undirritaður var 3. apríl síðast liðinn telst því samþykktur hjá öllum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins er sáttur við þátttökuna í atkvæðagreiðslunni. „Ég held að þetta sýni eins og oft áður að ef fólk er ánægt með samningana tekur það síður þátt,“ segir Björn. En þátttakan hafi farið yfir 20 prósent í fjórum aðildarfélögum. Hann voni að forsendur samninganna standi út samningstímann. „Ég bara hvet alla til að fara ekki að fordæmi fyrirtækja sem ætla að hækka allt ef samningarnir yrðu samþykktir. Við vorum sammála um að þetta væru samningar sem fyrirtækin þyldu og þau eiga að sýna það og sanna,“ segir Björn. Meiri þátttaka hjá VR en SGS félögunum Samningarnir VR við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda voru samþykktir með rúmlega 88 prósent atkvæða. En þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 20,9 prósent gagnvart SA og 26,5 prósent gagnvart Félagi atvinnurekenda. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er sáttur við þátttökuna enda hafi þúsundir félagsmanna tekið þátt í mótun kröfugerðar með einum eða öðrum hætti. „Þannig að ég held að við séum að endurspegla vilja félagsmanna í gegnum kröfugerðina með þessum samningi. Auðvitað vildum við gera betur. Auðvitað vildum við ganga lengra í ákveðnum málum gagnvart stjórnvöldum. Auðvitað vildum við ná fleiri krónum í umslagið og svo framvegis,“ segir Ragnar Þór. Hann tekur undir með formanni Starfsgreinasambandsins í gagnrýni á þau fyrirtæki sem boði verðhækkanir vegna kjarasamninganna. „Og er að mynda ákveðna gjá í það traust sem við vorum að reyna að skapa á milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaganna. Það verður að koma í ljós hvort þau (fyrirtækin) standa við þetta. En að sama skapi munum við bregðast mjög harkalega við ef þetta verður niðurstaðan; að hér komi einhver holskefla af verðhækkunum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Tengdar fréttir Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta. 24. apríl 2019 10:16 Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. 24. apríl 2019 11:06 Nýr kjarasamningur samþykktur hjá öllum félögum SGS Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta en þátttaka í atkvæðagreiðslu var heldur dræm eða 12,78 prósent. 24. apríl 2019 10:04 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Kjarasamningar um 110 þúsund félaga í Starfsgreinasambandinu og VR hafa verið samþykktir með miklum meirihluta atkvæða. Þátttaka í atkvæðagreiðslu meðal 19 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins var tæplega þrettán prósent en yfir tuttugu prósent hjá félagsmönnum VR. Starfsgreinasambandið hélt utan um sameiginlega rafræna atkvæðagreiðslu meðal 18 félaga af 19 um nýjan samning, en AFL Starfsgreinafélag sá sjálft um sína atkvæðagreiðslu. Þátttaka var að jafnaði 12,78% í atkvæðagreiðslunni; já sögðu 80,06% en nei sögðu 17,33%. 2,61% tóku ekki afstöðu. Atkvæðarétt höfðu 36.835 manns. Niðurstöðurnar voru afgerandi í öllum félögunum nema einu, en í 17 af 19 félögum var samningurinn samþykktur með yfir 70% atkvæða. Samningurinn á hinum almenna vinnumarkaði, sem undirritaður var 3. apríl síðast liðinn telst því samþykktur hjá öllum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins er sáttur við þátttökuna í atkvæðagreiðslunni. „Ég held að þetta sýni eins og oft áður að ef fólk er ánægt með samningana tekur það síður þátt,“ segir Björn. En þátttakan hafi farið yfir 20 prósent í fjórum aðildarfélögum. Hann voni að forsendur samninganna standi út samningstímann. „Ég bara hvet alla til að fara ekki að fordæmi fyrirtækja sem ætla að hækka allt ef samningarnir yrðu samþykktir. Við vorum sammála um að þetta væru samningar sem fyrirtækin þyldu og þau eiga að sýna það og sanna,“ segir Björn. Meiri þátttaka hjá VR en SGS félögunum Samningarnir VR við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda voru samþykktir með rúmlega 88 prósent atkvæða. En þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 20,9 prósent gagnvart SA og 26,5 prósent gagnvart Félagi atvinnurekenda. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er sáttur við þátttökuna enda hafi þúsundir félagsmanna tekið þátt í mótun kröfugerðar með einum eða öðrum hætti. „Þannig að ég held að við séum að endurspegla vilja félagsmanna í gegnum kröfugerðina með þessum samningi. Auðvitað vildum við gera betur. Auðvitað vildum við ganga lengra í ákveðnum málum gagnvart stjórnvöldum. Auðvitað vildum við ná fleiri krónum í umslagið og svo framvegis,“ segir Ragnar Þór. Hann tekur undir með formanni Starfsgreinasambandsins í gagnrýni á þau fyrirtæki sem boði verðhækkanir vegna kjarasamninganna. „Og er að mynda ákveðna gjá í það traust sem við vorum að reyna að skapa á milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaganna. Það verður að koma í ljós hvort þau (fyrirtækin) standa við þetta. En að sama skapi munum við bregðast mjög harkalega við ef þetta verður niðurstaðan; að hér komi einhver holskefla af verðhækkunum,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta. 24. apríl 2019 10:16 Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. 24. apríl 2019 11:06 Nýr kjarasamningur samþykktur hjá öllum félögum SGS Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta en þátttaka í atkvæðagreiðslu var heldur dræm eða 12,78 prósent. 24. apríl 2019 10:04 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta. 24. apríl 2019 10:16
Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. 24. apríl 2019 11:06
Nýr kjarasamningur samþykktur hjá öllum félögum SGS Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta en þátttaka í atkvæðagreiðslu var heldur dræm eða 12,78 prósent. 24. apríl 2019 10:04
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði