Skýrsla um heimsmarkmiðin í samráðsgátt stjórnvalda Heimsljós kynnir 24. apríl 2019 10:30 Skýrslan fjallar um innleiðingu íslenskra stjórnvalda á heimsmarkmiðunum á innlendum og erlendum vettvangi. gunnisal Skýrsla um stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, verður afhent fulltrúum Sameinuðu þjóðanna í júlí í sumar sem hluti af landsrýni Íslands á heimsmarkmiðunum. Skýrslan er skrifuð af verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmiðin og hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Endanleg útgáfa hennar tekur mið af athugasemdum sem berast gegnum samráðsgáttina. Skýrslan byggir á grunni stöðuskýrslu verkefnastjórnarinnar sem kom út á síðasta ári. Í skýrslunni er fjallað um innleiðingu íslenskra stjórnvalda á heimsmarkmiðunum á innlendum og erlendum vettvangi. Einn kafli er um hvert heimsmarkmið og dæmi um innleiðingu markmiða. Í lokin er fjallað um næstu skref í innleiðingunni. Skýrslunni fylgir tölfræðiviðauki með mælingum sem tekinn hefur verið saman af fulltrúum Hagstofu Íslands. Í skýrslunni er fjallað um mikilvægi samráðs og samstarfs um innleiðingu heimsmarkmiðanna. „Heimsmarkmiðin eru víðfeðm og ná yfir flest svið stjórnsýslunnar, bæði á ríkis- og sveitarstjórnarstigi. Jafnframt er innleiðing markmiðanna ekki einungis á hendi stjórnvalda heldur mun þurfa samhent átak margra hagsmunaaðila til þess að þau megi verða að veruleika,“ segir í kynningu á samráðsgáttinni. Þar kemur ennfremur fram að í skýrslunni megi sjá að þótt Ísland standi vel af vígi gagnvart mörgum heimsmarkmiðanna séu ýmsar áskoranir sem kalli á skipulagða og samhæfða vinnu innanlands og alþjóðlega. Skýrslan verður í samráðsgáttinni til 8. maí næstkomandi.Upplýsingagátt opnuð í maíÞví er við að bæta að á vegum verkefnastjórnarinnar verður í næsta mánuði opnuð sérstök upplýsingagátt um heimsmarkmiðin. Eins og áður hefur verið greint frá hafa tveir af hverjum þremur á Íslandi heyrt um heimsmarkmiðin, samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Vitund almennings um markmiðin hefur aukist jafnt og þétt á síðustu misserum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent
Skýrsla um stöðu Íslands gagnvart heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, verður afhent fulltrúum Sameinuðu þjóðanna í júlí í sumar sem hluti af landsrýni Íslands á heimsmarkmiðunum. Skýrslan er skrifuð af verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmiðin og hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Endanleg útgáfa hennar tekur mið af athugasemdum sem berast gegnum samráðsgáttina. Skýrslan byggir á grunni stöðuskýrslu verkefnastjórnarinnar sem kom út á síðasta ári. Í skýrslunni er fjallað um innleiðingu íslenskra stjórnvalda á heimsmarkmiðunum á innlendum og erlendum vettvangi. Einn kafli er um hvert heimsmarkmið og dæmi um innleiðingu markmiða. Í lokin er fjallað um næstu skref í innleiðingunni. Skýrslunni fylgir tölfræðiviðauki með mælingum sem tekinn hefur verið saman af fulltrúum Hagstofu Íslands. Í skýrslunni er fjallað um mikilvægi samráðs og samstarfs um innleiðingu heimsmarkmiðanna. „Heimsmarkmiðin eru víðfeðm og ná yfir flest svið stjórnsýslunnar, bæði á ríkis- og sveitarstjórnarstigi. Jafnframt er innleiðing markmiðanna ekki einungis á hendi stjórnvalda heldur mun þurfa samhent átak margra hagsmunaaðila til þess að þau megi verða að veruleika,“ segir í kynningu á samráðsgáttinni. Þar kemur ennfremur fram að í skýrslunni megi sjá að þótt Ísland standi vel af vígi gagnvart mörgum heimsmarkmiðanna séu ýmsar áskoranir sem kalli á skipulagða og samhæfða vinnu innanlands og alþjóðlega. Skýrslan verður í samráðsgáttinni til 8. maí næstkomandi.Upplýsingagátt opnuð í maíÞví er við að bæta að á vegum verkefnastjórnarinnar verður í næsta mánuði opnuð sérstök upplýsingagátt um heimsmarkmiðin. Eins og áður hefur verið greint frá hafa tveir af hverjum þremur á Íslandi heyrt um heimsmarkmiðin, samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Vitund almennings um markmiðin hefur aukist jafnt og þétt á síðustu misserum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent