Malavísk börn þau fyrstu sem fá mótefni gegn malaríu Heimsljós kynnir 23. apríl 2019 12:45 Frá Malaví. gunnisal Börn í Malaví eru þau fyrstu í heiminum sem bólusett verða gegn malaríu með mótefni sem þróað hefur verið gegn þessum banvæna sjúkdómi. Fyrstu börnin voru bólusett í morgun. Hundruð þúsunda barna í tveimur öðrum Afríkuríkjum, Gana og Kenya, koma til með að taka þátt í þessari fyrstu bólusetningarherferð gegn sjúkdómnum. Malaría dregur tugþúsundir til dauða árlega, einkum börn yngri en fimm ára, og þorri þeirra sem veikjast býr í Afríku sunnan Sahara. Miklar vonir eru bundnar við þessa tilraunabólusetningu en þó hefur verið varað við of mikilli bjartsýni því afbrigði sjúkdómsins eru mörg. Lyfið sem um ræðir nefnist Mosquirix og á að styrkja ónæmiskerfið til að bregðast til varna á fyrstu stigum sýkingar skömmu eftir að malaríusníkillinn fer inn í blóðrásina eftir bit moskítóflugunnar. Lyfið er framleitt af breska lyfjarisanum GlaxoSmithKline og hefur fengið vottun frá Lyfjastofnun Evrópu (EMA). Heildarkostnaður við herferðina er talinn verða um einn milljarður bandarískra dala, vel á annað hundrað milljónir íslenskra króna, en lyfjaframleiðandinn gefur milljónir skammta af lyfinu, að því er fram kemur í fréttum. Bóluefni gegn malaríu hefur verið í þróun í þrjá áratugi og því er bólusetningarherferðin sem hófst í Malaví í morgun tímamótaviðburður að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Tilraunaverkefnið stendur yfir fram til ársins 2022. Malaríutilvikum hefur á síðustu árum fjölgað á heimsvísu en hins vegar hefur dauðsföllum fækkað um tvo þriðju frá aldamótum. Alls greindust 219 þúsund tilvik árið 2017. Utanríkisráðuneytið fól í byrjun þessa árs alþjóðabólusetningarsjóðnum GAVI að ráðstafa 120 milljónum íslenskra króna til bólusetninga á börnum í Malaví og framlagið verður nýtt yfir þriggja ára tímabil.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent
Börn í Malaví eru þau fyrstu í heiminum sem bólusett verða gegn malaríu með mótefni sem þróað hefur verið gegn þessum banvæna sjúkdómi. Fyrstu börnin voru bólusett í morgun. Hundruð þúsunda barna í tveimur öðrum Afríkuríkjum, Gana og Kenya, koma til með að taka þátt í þessari fyrstu bólusetningarherferð gegn sjúkdómnum. Malaría dregur tugþúsundir til dauða árlega, einkum börn yngri en fimm ára, og þorri þeirra sem veikjast býr í Afríku sunnan Sahara. Miklar vonir eru bundnar við þessa tilraunabólusetningu en þó hefur verið varað við of mikilli bjartsýni því afbrigði sjúkdómsins eru mörg. Lyfið sem um ræðir nefnist Mosquirix og á að styrkja ónæmiskerfið til að bregðast til varna á fyrstu stigum sýkingar skömmu eftir að malaríusníkillinn fer inn í blóðrásina eftir bit moskítóflugunnar. Lyfið er framleitt af breska lyfjarisanum GlaxoSmithKline og hefur fengið vottun frá Lyfjastofnun Evrópu (EMA). Heildarkostnaður við herferðina er talinn verða um einn milljarður bandarískra dala, vel á annað hundrað milljónir íslenskra króna, en lyfjaframleiðandinn gefur milljónir skammta af lyfinu, að því er fram kemur í fréttum. Bóluefni gegn malaríu hefur verið í þróun í þrjá áratugi og því er bólusetningarherferðin sem hófst í Malaví í morgun tímamótaviðburður að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Tilraunaverkefnið stendur yfir fram til ársins 2022. Malaríutilvikum hefur á síðustu árum fjölgað á heimsvísu en hins vegar hefur dauðsföllum fækkað um tvo þriðju frá aldamótum. Alls greindust 219 þúsund tilvik árið 2017. Utanríkisráðuneytið fól í byrjun þessa árs alþjóðabólusetningarsjóðnum GAVI að ráðstafa 120 milljónum íslenskra króna til bólusetninga á börnum í Malaví og framlagið verður nýtt yfir þriggja ára tímabil.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent