Ingó Veðurguð loksins til Bahama Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2019 17:49 Ingó nýtur nú sólarinnar á Bahama. Instagram/@ingo_vedurgud „Af hverju er ég svona glaður? Því eftir að hafa sungið það 5x í viku, 52 vikur á ári, í 11 ár, er ég loksins kominn...“ Svona hljóðar nýjasta Instagram-færsla tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, sem oft er þekktur undir viðurnefninu Ingó Veðurguð. Hann er staddur á Bahamaeyjum um þessar mundir og birti með þessum texta tvær myndir af sér skælbrosandi við ljósar strendur eyjanna, þar sem sólin skein á hann. Það þykir þó almennt ekki frásögur færandi að landsþekktir tónlistarmenn skelli sér út fyrir landsteinana til þess að sleikja sólina og njóta lífsins. Þeir sem þekkja eitthvað til Ingólfs, og þeir eru æði margir Íslendingarnir, ættu þó að vita að vinsælasta lag Ingó og sveitar hans, Veðurguðanna, ber einmitt heitið Bahama. Lagið er eitt vinsælasta dægurlag síðari ára og hefur sankað að sér hundruðum þúsunda spilana á miðlum á borð við Spotify og YouTube, á sama tíma og það hefur unnið sér fastan sess í tónlistarmenningu landans. Lagið er sungið í fyrstu persónu og fjallar um ungan mann sem ákveður að segja skilið við volæði og brostið ástarsamband á Íslandi, og freistar þess að flytja sig um set í leit að betra lífi. Verða þá hinar ægifögru Bahamaeyjar fyrir valinu, og miðað við texta lagsins sívinsæla hefði sögumaður vart getað valið betri stað. Á Bahama liggur leið hans meðal annars í spilavíti þar sem hann kastar teningum og þá virðist fjárhagsstaða hans batna til muna við flutningana, þar sem hann segir frá því að hann eigi í fyrsta sinn helling af peningum. Veðrið á Bahama er ekki af verri endanum um þessar mundir, en hitastigið þar er á bilinu 25 til 28 gráður. Það má því sannarlega segja að veðurguðirnir hafi verið Ingó miskunnsamir. Það er ljóst að Bahama-ferð Ingólfs hefur vakið mikla lukku meðal aðdáenda hans en þegar þetta er ritað hafa um 700 manns líkað við Instagram-færslu söngvarans. Færsluna má sjá hér að neðan. Bahamaeyjar Tímamót Tónlist Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
„Af hverju er ég svona glaður? Því eftir að hafa sungið það 5x í viku, 52 vikur á ári, í 11 ár, er ég loksins kominn...“ Svona hljóðar nýjasta Instagram-færsla tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, sem oft er þekktur undir viðurnefninu Ingó Veðurguð. Hann er staddur á Bahamaeyjum um þessar mundir og birti með þessum texta tvær myndir af sér skælbrosandi við ljósar strendur eyjanna, þar sem sólin skein á hann. Það þykir þó almennt ekki frásögur færandi að landsþekktir tónlistarmenn skelli sér út fyrir landsteinana til þess að sleikja sólina og njóta lífsins. Þeir sem þekkja eitthvað til Ingólfs, og þeir eru æði margir Íslendingarnir, ættu þó að vita að vinsælasta lag Ingó og sveitar hans, Veðurguðanna, ber einmitt heitið Bahama. Lagið er eitt vinsælasta dægurlag síðari ára og hefur sankað að sér hundruðum þúsunda spilana á miðlum á borð við Spotify og YouTube, á sama tíma og það hefur unnið sér fastan sess í tónlistarmenningu landans. Lagið er sungið í fyrstu persónu og fjallar um ungan mann sem ákveður að segja skilið við volæði og brostið ástarsamband á Íslandi, og freistar þess að flytja sig um set í leit að betra lífi. Verða þá hinar ægifögru Bahamaeyjar fyrir valinu, og miðað við texta lagsins sívinsæla hefði sögumaður vart getað valið betri stað. Á Bahama liggur leið hans meðal annars í spilavíti þar sem hann kastar teningum og þá virðist fjárhagsstaða hans batna til muna við flutningana, þar sem hann segir frá því að hann eigi í fyrsta sinn helling af peningum. Veðrið á Bahama er ekki af verri endanum um þessar mundir, en hitastigið þar er á bilinu 25 til 28 gráður. Það má því sannarlega segja að veðurguðirnir hafi verið Ingó miskunnsamir. Það er ljóst að Bahama-ferð Ingólfs hefur vakið mikla lukku meðal aðdáenda hans en þegar þetta er ritað hafa um 700 manns líkað við Instagram-færslu söngvarans. Færsluna má sjá hér að neðan.
Bahamaeyjar Tímamót Tónlist Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira