Bresk kona lést í skotárás í Nígeríu Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2019 11:24 Lögreglumaður í Nígeríu. Getty/Jamie McDonald Bresk kona var meðal þeirra tveggja sem létu lífið í byssuárás sem gerð var á ferðamannastað í Nígeríu. Bresk yfirvöld staðfestu andlát hennar en vinnuveitendur hennar tilkynntu nafn hennar, Faye Mooney. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið BBC. Mooney starfaði í Nígeríu en var í fríi í borginni Kaduna í norðurhluta landsins. Lögreglan á svæðinu sagði nígerskan mann einnig hafa látist, en þremur var rænt í árásinni á föstudag. Mannrán þar sem lausnargjalds er krafist er algengt í Nígeríu, þar sem stór hluti þeirra sem rænt er eru útlendingar og hátt settir Nígeríubúar verða oft skotmörk. Mooney starfaði fyrir samtökin Mercy Corps í Nígeríu sem upplýsingafulltrúi, en í tilkynningu frá samtökunum sögðust þau „harmi lostin.“ Framkvæmdastjóri samtakanna, Neal Keny-Guyer, sagði hana hafa unnið fyrir samtökin í hátt í tvö ár, þar sem hún hafði farið fyrir verkefni til að draga úr hatursorðræðu og ofbeldi í Nígeríu. Hún hafði áður unnið í Írak og Kósóvó. Lögreglan á svæðinu sagði enn engan hafa tekið ábyrgð á atburðinum og enn sé verið að vinna að því að bera kennsl á árásarmennina. Talsmaður ferðamannastaðarins sagði hóp fólks sem vopnað var skotvopnum hafa brotist inn í Kajuru kastalann og hafið skothríð sem banaði tveimur og hafi hópurinn svo rænt þremur öðrum. Bretland Nígería Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Bresk kona var meðal þeirra tveggja sem létu lífið í byssuárás sem gerð var á ferðamannastað í Nígeríu. Bresk yfirvöld staðfestu andlát hennar en vinnuveitendur hennar tilkynntu nafn hennar, Faye Mooney. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið BBC. Mooney starfaði í Nígeríu en var í fríi í borginni Kaduna í norðurhluta landsins. Lögreglan á svæðinu sagði nígerskan mann einnig hafa látist, en þremur var rænt í árásinni á föstudag. Mannrán þar sem lausnargjalds er krafist er algengt í Nígeríu, þar sem stór hluti þeirra sem rænt er eru útlendingar og hátt settir Nígeríubúar verða oft skotmörk. Mooney starfaði fyrir samtökin Mercy Corps í Nígeríu sem upplýsingafulltrúi, en í tilkynningu frá samtökunum sögðust þau „harmi lostin.“ Framkvæmdastjóri samtakanna, Neal Keny-Guyer, sagði hana hafa unnið fyrir samtökin í hátt í tvö ár, þar sem hún hafði farið fyrir verkefni til að draga úr hatursorðræðu og ofbeldi í Nígeríu. Hún hafði áður unnið í Írak og Kósóvó. Lögreglan á svæðinu sagði enn engan hafa tekið ábyrgð á atburðinum og enn sé verið að vinna að því að bera kennsl á árásarmennina. Talsmaður ferðamannastaðarins sagði hóp fólks sem vopnað var skotvopnum hafa brotist inn í Kajuru kastalann og hafið skothríð sem banaði tveimur og hafi hópurinn svo rænt þremur öðrum.
Bretland Nígería Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira