Fyrsti sigurinn á PGA á ferlinum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. apríl 2019 22:04 C.T. Pan var bestur á lokasprettinum vísir/getty Pan Chent-tsung, eða C.T. Pan eins og hann er betur þekktur, vann sitt fyrsta mót á PGA mótaröðinni í kvöld þegar hann fagnaði sigri á RBC Heritage mótinu. Pan átti tvo sigra á kanadíska PGA túrnum frá því 2015 en hafði aldrei unnið mót á sterkustu atvinnumótaröð heims áður.A moment to cherish.@CTPanGolf wins the @RBC_Heritage for his first career PGA TOUR victory. #LiveUnderParpic.twitter.com/2bnooBQv5V — PGA TOUR (@PGATOUR) April 21, 2019 Pan var í fimmta sæti fyrir lokahringinn og byrjaði daginn í dag mjög stöðugt. Hann spilaði hringinn á fjórum höggum undir pari og lauk leik á tólf höggum undir pari, höggi á undan Matt Kuchar og Patrick Cantlay. Fyrir mótið var besti árangur Pan, sem kemur frá Taívan, annað sætið frá því í ágúst síðasta sumar.First win feels for @CTPanGolf. #LiveUnderParpic.twitter.com/wxWFSrtovx — PGA TOUR (@PGATOUR) April 21, 2019 Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson var í forystu fyrir lokahringinn en hann átti afleitan dag í dag. Johnson byrjaði ágætlega og fékk fugl á fimmtu holu en fylgdi því eftir með skolla á sjöundu. Seinni holurnar fóru þó hrikalega fyrir Johnson. Á elleftu holu fékk hann skolla og þar á eftir komu tveir skollar í röð. Á fjórtándu og fimmtándu komu svo tveir tvöfaldir skollar. Hann fékk sárabótaskolla á átjándu holu og kláraði því hringinn á sex höggum yfir pari. Það skilaði honum í 28. sæti mótsins. Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Pan Chent-tsung, eða C.T. Pan eins og hann er betur þekktur, vann sitt fyrsta mót á PGA mótaröðinni í kvöld þegar hann fagnaði sigri á RBC Heritage mótinu. Pan átti tvo sigra á kanadíska PGA túrnum frá því 2015 en hafði aldrei unnið mót á sterkustu atvinnumótaröð heims áður.A moment to cherish.@CTPanGolf wins the @RBC_Heritage for his first career PGA TOUR victory. #LiveUnderParpic.twitter.com/2bnooBQv5V — PGA TOUR (@PGATOUR) April 21, 2019 Pan var í fimmta sæti fyrir lokahringinn og byrjaði daginn í dag mjög stöðugt. Hann spilaði hringinn á fjórum höggum undir pari og lauk leik á tólf höggum undir pari, höggi á undan Matt Kuchar og Patrick Cantlay. Fyrir mótið var besti árangur Pan, sem kemur frá Taívan, annað sætið frá því í ágúst síðasta sumar.First win feels for @CTPanGolf. #LiveUnderParpic.twitter.com/wxWFSrtovx — PGA TOUR (@PGATOUR) April 21, 2019 Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson var í forystu fyrir lokahringinn en hann átti afleitan dag í dag. Johnson byrjaði ágætlega og fékk fugl á fimmtu holu en fylgdi því eftir með skolla á sjöundu. Seinni holurnar fóru þó hrikalega fyrir Johnson. Á elleftu holu fékk hann skolla og þar á eftir komu tveir skollar í röð. Á fjórtándu og fimmtándu komu svo tveir tvöfaldir skollar. Hann fékk sárabótaskolla á átjándu holu og kláraði því hringinn á sex höggum yfir pari. Það skilaði honum í 28. sæti mótsins.
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira