Henderson fyrst til að vinna Lotte Championship tvisvar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2019 09:52 Henderson fagnar eftir að sigurinn var í höfn. vísir/getty Brooke M. Henderson frá Kanada hrósaði sigri á Lotte Championship á Hawaii annað árið í röð. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi.Déjà Vupic.twitter.com/EDxIHX8suh — LPGA (@LPGA) April 21, 2019 Fyrir lokahringinn eru Henderson og Nelly Korda efstar og jafnar á 14 höggum undir pari. Þær áttu ólíku gengi að fagna á lokahringnum. Korda lék hann á fimm höggum fimm pari og féll niður í 8. sætið. Átjánda holan (par 4) reyndist þeirri bandarísku sérstaklega erfið en hún lék hana á átta höggum. Korda endaði á níu höggum undir pari. Eftir skolla á fyrstu holunni gerði Henderson engin mistök og kláraði hringinn á tveimur höggum undir pari..@BrookeHenderson battled high winds to shoot a 2-under 70 for the final round of the @LPGALOTTE and claim her first victory of the year. HIGHLIGHTSpic.twitter.com/1AqwzF5PEI — LPGA (@LPGA) April 21, 2019 Hún endaði á 16 höggum undir pari og var fjórum höggum á undan Eun-Hee Ji frá Suður-Kóreu. Hún lék fjórða hringinn á einu höggi undir pari. Ariya Jutanugarn frá Tælandi og Minjee Lee frá Ástralíu voru jafnar í 3. sæti mótsins á ellefu höggum undir pari. Henderson er sú fyrsta sem vinnur Lotte Championship tvisvar. Fyrir sigurinn fékk hún 300.000 Bandaríkjadali í verðlaunafé. Þetta var fyrsti sigur Henderson á LPGA-mótaröðinni í ár og sá áttundi á ferlinum..@BrookeHenderson wins the @LPGALOTTE, claiming her eighth @LPGA title. FULL LEADERBOARDhttps://t.co/zG49NllETk@NEC#NECLPGAStatspic.twitter.com/VeDhcjkCDX — LPGA (@LPGA) April 21, 2019 Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Brooke M. Henderson frá Kanada hrósaði sigri á Lotte Championship á Hawaii annað árið í röð. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi.Déjà Vupic.twitter.com/EDxIHX8suh — LPGA (@LPGA) April 21, 2019 Fyrir lokahringinn eru Henderson og Nelly Korda efstar og jafnar á 14 höggum undir pari. Þær áttu ólíku gengi að fagna á lokahringnum. Korda lék hann á fimm höggum fimm pari og féll niður í 8. sætið. Átjánda holan (par 4) reyndist þeirri bandarísku sérstaklega erfið en hún lék hana á átta höggum. Korda endaði á níu höggum undir pari. Eftir skolla á fyrstu holunni gerði Henderson engin mistök og kláraði hringinn á tveimur höggum undir pari..@BrookeHenderson battled high winds to shoot a 2-under 70 for the final round of the @LPGALOTTE and claim her first victory of the year. HIGHLIGHTSpic.twitter.com/1AqwzF5PEI — LPGA (@LPGA) April 21, 2019 Hún endaði á 16 höggum undir pari og var fjórum höggum á undan Eun-Hee Ji frá Suður-Kóreu. Hún lék fjórða hringinn á einu höggi undir pari. Ariya Jutanugarn frá Tælandi og Minjee Lee frá Ástralíu voru jafnar í 3. sæti mótsins á ellefu höggum undir pari. Henderson er sú fyrsta sem vinnur Lotte Championship tvisvar. Fyrir sigurinn fékk hún 300.000 Bandaríkjadali í verðlaunafé. Þetta var fyrsti sigur Henderson á LPGA-mótaröðinni í ár og sá áttundi á ferlinum..@BrookeHenderson wins the @LPGALOTTE, claiming her eighth @LPGA title. FULL LEADERBOARDhttps://t.co/zG49NllETk@NEC#NECLPGAStatspic.twitter.com/VeDhcjkCDX — LPGA (@LPGA) April 21, 2019
Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira