Myndband Baghdadi gæti leitt til árása Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2019 13:00 Abu Bakr al-Baghdadi. Vísir/AP Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Íslamska ríkisins, hefur verið hundeltur í fimm ár. Bandaríkin hafa heitið 25 milljónum dala til höfuðs hans og þrátt fyrir að hann hafi haldið til á einhverju mesta átakasvæði nútímans hefur hann ekki verið gómaður. Þar að auki hafa þó nokkrar tilraunir verið gerðar til að bana honum, bæði með loftárásum og árásum sérsveita, en án árangurs. Kalífadæmi ISIS-liða er fallið og meirihluti vígamanna hryðjuverkasamtakanna í Sýrlandi og Írak hefur verið felldur. Þrátt fyrir að reglulega hafi borist fregnir af því að Baghdadi hafi verið felldur birtu samtökin myndband af honum í gær þar sem hann talaði um tiltölulega nýlegar vendingar og er óhætt að segja að hann sé á lífi. Eftir að hann steig í pontu í al-Nuri moskunni í Mosul árið 2014 og lýsti yfir stofnun kalífadæmis Íslamska ríkisins hvarf Baghdadi og sendi hann ekki annað myndband frá sér, fyrr en í gær. Þó hafði hann sent frá sér hljóðskilaboð þar sem hann stappaði stálinu í vígamenn sína og ISIS-liða og stuðningsmenn þeirra um heim allan. Nýju skilaboðin sendi hann í kjölfar falls kalífadæmisins og í kjölfar mannskæðra árása í Srí Lanka, sem Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á. Skilaboðin eru skýr. Íslamska ríkið er enn til staðar. Hann stjórnar þeim enn og þau geta enn skipulagt og framkvæmt hryðjuverkaárásir í gegnum dóttursamtök hryðjuverkasamtakanna víða um heim. Í Írak og Sýrlandi er talið að þúsundir ISIS-liða hafi farið í felur áður en kalífadæmið féll og þó samtökin hafi tapað yfirráðasvæði í Mið-Austurlöndum hefur þeim vaxið ásmegin annars staðar eins og í Asíu og Afríku.Vísir/GraphicNewsHvar hefur Baghdadi haldið til? Lítið sem ekkert er vitað um ferðir hans og verustaði undanfarinna fimm ára. Enn er þó talið að hann sé í eyðimörkinni á milli Sýrlands og Írak. Mögulega í Anbar-héraði í Írak. New York Times hefur eftir starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna að Baghdadi komi ekki nálægt raftækjum og komi skipunum sínum líklegast á framfæri í gegnum sérstaka sendiboða. Í samtali við NYT segir Colin P. Clarke, sérfræðingur frá Soufan Center, hugveitu um öryggismál á heimsvísu, að skilaboð Baghdadi muni stappa stálinu í vígamenn samtakanna og mögulega ýta undir fleiri árásir einstaklinga sem aðhyllast málstað hryðjuverkasamtakanna (Svokallaðar „lone wolf“ árásir. Clarke segir markmið Baghdadi hafa meðal annars verið að tryggja sig í sessi sem leiðtoga ISIS og systur- og dóttursamtaka um heim allan. Guardian segir sérfræðinga þó halda því fram að Baghdadi hafi minni stjórn á samtökunum en áður. Fyrr á árinu, þegar sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra sátu um bæinn Baghouz, síðasta bæ kalífadæmis ISIS, bárust fregnir af því að erlendir vígamenn, sem töldu sig hafa verið svikna, hafi reynt að ráða Baghdadi af dögum. Þeir börðust við lífverði Baghdadi en töpuðu og voru teknir af lífi. Þá var Baghdadi sagður hafa flúið inn í eyðimörkina á landamærum Sýrlands og Írak. Guardian hefur eftir starfsmönnum leyniþjónusta að óánægja með gengi ISIS hafi leitt til átakanna og er talið að Abu Muhammad al-Husseini al-Hashimi, háttsettur meðlimur samtakanna og frændi Baghdadi, hafi reynt að velta honum úr sessi. Hashimi er sagður hafa gefið út bók þar sem hann kallaði eftir uppreisn gegn Baghdadi og því að lýst væri yfir hollystu við nýjan leiðtoga samtakanna á heimsvísu. Í kjölfar birtingar myndbandsins sögðu hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna að ekkert lát yrði á leit þeirra að leiðtogum Íslamska ríkisins. Írak Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi Íslamska ríkisins, hefur verið hundeltur í fimm ár. Bandaríkin hafa heitið 25 milljónum dala til höfuðs hans og þrátt fyrir að hann hafi haldið til á einhverju mesta átakasvæði nútímans hefur hann ekki verið gómaður. Þar að auki hafa þó nokkrar tilraunir verið gerðar til að bana honum, bæði með loftárásum og árásum sérsveita, en án árangurs. Kalífadæmi ISIS-liða er fallið og meirihluti vígamanna hryðjuverkasamtakanna í Sýrlandi og Írak hefur verið felldur. Þrátt fyrir að reglulega hafi borist fregnir af því að Baghdadi hafi verið felldur birtu samtökin myndband af honum í gær þar sem hann talaði um tiltölulega nýlegar vendingar og er óhætt að segja að hann sé á lífi. Eftir að hann steig í pontu í al-Nuri moskunni í Mosul árið 2014 og lýsti yfir stofnun kalífadæmis Íslamska ríkisins hvarf Baghdadi og sendi hann ekki annað myndband frá sér, fyrr en í gær. Þó hafði hann sent frá sér hljóðskilaboð þar sem hann stappaði stálinu í vígamenn sína og ISIS-liða og stuðningsmenn þeirra um heim allan. Nýju skilaboðin sendi hann í kjölfar falls kalífadæmisins og í kjölfar mannskæðra árása í Srí Lanka, sem Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á. Skilaboðin eru skýr. Íslamska ríkið er enn til staðar. Hann stjórnar þeim enn og þau geta enn skipulagt og framkvæmt hryðjuverkaárásir í gegnum dóttursamtök hryðjuverkasamtakanna víða um heim. Í Írak og Sýrlandi er talið að þúsundir ISIS-liða hafi farið í felur áður en kalífadæmið féll og þó samtökin hafi tapað yfirráðasvæði í Mið-Austurlöndum hefur þeim vaxið ásmegin annars staðar eins og í Asíu og Afríku.Vísir/GraphicNewsHvar hefur Baghdadi haldið til? Lítið sem ekkert er vitað um ferðir hans og verustaði undanfarinna fimm ára. Enn er þó talið að hann sé í eyðimörkinni á milli Sýrlands og Írak. Mögulega í Anbar-héraði í Írak. New York Times hefur eftir starfsmönnum leyniþjónusta Bandaríkjanna að Baghdadi komi ekki nálægt raftækjum og komi skipunum sínum líklegast á framfæri í gegnum sérstaka sendiboða. Í samtali við NYT segir Colin P. Clarke, sérfræðingur frá Soufan Center, hugveitu um öryggismál á heimsvísu, að skilaboð Baghdadi muni stappa stálinu í vígamenn samtakanna og mögulega ýta undir fleiri árásir einstaklinga sem aðhyllast málstað hryðjuverkasamtakanna (Svokallaðar „lone wolf“ árásir. Clarke segir markmið Baghdadi hafa meðal annars verið að tryggja sig í sessi sem leiðtoga ISIS og systur- og dóttursamtaka um heim allan. Guardian segir sérfræðinga þó halda því fram að Baghdadi hafi minni stjórn á samtökunum en áður. Fyrr á árinu, þegar sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra sátu um bæinn Baghouz, síðasta bæ kalífadæmis ISIS, bárust fregnir af því að erlendir vígamenn, sem töldu sig hafa verið svikna, hafi reynt að ráða Baghdadi af dögum. Þeir börðust við lífverði Baghdadi en töpuðu og voru teknir af lífi. Þá var Baghdadi sagður hafa flúið inn í eyðimörkina á landamærum Sýrlands og Írak. Guardian hefur eftir starfsmönnum leyniþjónusta að óánægja með gengi ISIS hafi leitt til átakanna og er talið að Abu Muhammad al-Husseini al-Hashimi, háttsettur meðlimur samtakanna og frændi Baghdadi, hafi reynt að velta honum úr sessi. Hashimi er sagður hafa gefið út bók þar sem hann kallaði eftir uppreisn gegn Baghdadi og því að lýst væri yfir hollystu við nýjan leiðtoga samtakanna á heimsvísu. Í kjölfar birtingar myndbandsins sögðu hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna að ekkert lát yrði á leit þeirra að leiðtogum Íslamska ríkisins.
Írak Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira