Slysum vegna fíkniefnaaksturs fjölgar stórlega Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. maí 2019 18:51 Nærri þrefalt fleiri slösuðust í umferðarslysum vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna í fyrra en fyrir áratug síðan og í fyrsta sinn er fíkniefnaakstur orðið stærra vandamál en ölvunarakstur. Samgönguráðherra segir þetta mikið áhyggjuefni og að málið verði skoðað í tengslum við breytingar á umferðarlögum. Skýrsla Samgöngustofu um umferðarslys á síðasta ári var kynnt í morgun. Þar kemur fram að markmið um fimm prósenta fækkun alvarlegra slasaðra og látinna náðist ekki. Stefnt var að því að ná fjöldanum niður í 191 en niðurstaðan var 201. Fjærst markmiðum er fjöldi umferðarslysa vegna fíkniefnaaksturs en þeim fjölgar umtalsvert milli ára, eða úr 52 í 85. Aldrei hafa fleiri slasast völdum fíkniefna, en árið á undan var einnig það versta fram að því. Aftur á móti fækkar slösuðum vegna ölvunaraksturs úr 69 í 64 og í fyrra slösuðust í fyrsta sinn fleiri vegna fíkniefnaaksturs. „Ölvunarakstur var alltaf miklu stærra vandamál. Fíkniefnaslysin voru á milli tuttugu og fjörtíu lengst af og eru núna komin upp í 85 á meðan ölvunarakstursslysum hefur fækkað frá því sem mest var í kringum 2007 til 2009," segir Gunnar Geir Gunnarsson. deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar Samgöngustofu. Erfitt geti reynst að snúa þessari þróun við þar sem vandamálið sé flókið. „Við gerum ráð fyrir að þetta sé birtingarmynd af aukinni fíkniefnaneyslu og sem slíkt er þetta auðvitað breiðara vandamál en umferðaröryggisvandamál," segir Gunnar.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Vísir/EgillSamgönguráðherra segir þetta verulegt áhyggjuefni. „Við erum með umferðarlögin til umfjöllunar þar sem verið er að taka á þessum málum með svolítið nýjum hætti og horfa þá til Noregs," segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. „Það er þá aðallega er lítur að brotunum og hvernig á þeim er tekið. Það er verið að miða við það af því þetta er orðin svo fjölbreytt flóra," segir hann. Í norskum lögum eru skilgreind hátt í þrjátíu fíkniefni og leyfileg mörk þeirra í blóði og þvagi ökumanna, líkt og með áfengi hérlendis. „Ég held að við þurfum allavega að ræða það í þinginu hvort við þurfum að skerpa á þessu en ég held að við náum henni þó ekki til baka nema með því að taka á fíkniefnavandanum heildstætt," segir Sigurður Ingi. Umferðaröryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Nærri þrefalt fleiri slösuðust í umferðarslysum vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna í fyrra en fyrir áratug síðan og í fyrsta sinn er fíkniefnaakstur orðið stærra vandamál en ölvunarakstur. Samgönguráðherra segir þetta mikið áhyggjuefni og að málið verði skoðað í tengslum við breytingar á umferðarlögum. Skýrsla Samgöngustofu um umferðarslys á síðasta ári var kynnt í morgun. Þar kemur fram að markmið um fimm prósenta fækkun alvarlegra slasaðra og látinna náðist ekki. Stefnt var að því að ná fjöldanum niður í 191 en niðurstaðan var 201. Fjærst markmiðum er fjöldi umferðarslysa vegna fíkniefnaaksturs en þeim fjölgar umtalsvert milli ára, eða úr 52 í 85. Aldrei hafa fleiri slasast völdum fíkniefna, en árið á undan var einnig það versta fram að því. Aftur á móti fækkar slösuðum vegna ölvunaraksturs úr 69 í 64 og í fyrra slösuðust í fyrsta sinn fleiri vegna fíkniefnaaksturs. „Ölvunarakstur var alltaf miklu stærra vandamál. Fíkniefnaslysin voru á milli tuttugu og fjörtíu lengst af og eru núna komin upp í 85 á meðan ölvunarakstursslysum hefur fækkað frá því sem mest var í kringum 2007 til 2009," segir Gunnar Geir Gunnarsson. deildarstjóri öryggis og fræðsludeildar Samgöngustofu. Erfitt geti reynst að snúa þessari þróun við þar sem vandamálið sé flókið. „Við gerum ráð fyrir að þetta sé birtingarmynd af aukinni fíkniefnaneyslu og sem slíkt er þetta auðvitað breiðara vandamál en umferðaröryggisvandamál," segir Gunnar.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Vísir/EgillSamgönguráðherra segir þetta verulegt áhyggjuefni. „Við erum með umferðarlögin til umfjöllunar þar sem verið er að taka á þessum málum með svolítið nýjum hætti og horfa þá til Noregs," segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. „Það er þá aðallega er lítur að brotunum og hvernig á þeim er tekið. Það er verið að miða við það af því þetta er orðin svo fjölbreytt flóra," segir hann. Í norskum lögum eru skilgreind hátt í þrjátíu fíkniefni og leyfileg mörk þeirra í blóði og þvagi ökumanna, líkt og með áfengi hérlendis. „Ég held að við þurfum allavega að ræða það í þinginu hvort við þurfum að skerpa á þessu en ég held að við náum henni þó ekki til baka nema með því að taka á fíkniefnavandanum heildstætt," segir Sigurður Ingi.
Umferðaröryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira