Tiger fékk orðu frá Trump | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. maí 2019 22:45 Tiger var stoltur er hann fékk orðuna. vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti heiðraði kylfinginn Tiger Woods í gær er hann veitti honum frelsisorðu forsetans í Hvíta húsinu. Þetta er merkasta orðan sem venjulegir þegnar í Bandaríkjunum geta fengið. Tiger er nýbúinn að vinna sitt fimmtánda risamót á ferlinum en hann varð hlutskarpastur á Masters-mótinu í síðasta mánuði. „Vilji Tigers til þess að vinna er einstakur. Þessir eiginleikar eru einkennandi fyrir bandaríska andann þar sem fólk leggur allt á sig og er tilbúið að fórna miklu,“ sagði forsetinn við athöfnina..@TigerWoods becomes the fourth golfer in history to receive the Presidential Medal of Freedom. pic.twitter.com/NoQCXKphCX — Golf Channel (@GolfChannel) May 6, 2019 Sjálfur þakkaði Tiger móður sinni og börnunum sínum. „Þið hafið séð það góða og slæma hjá mér. Hápunktana og sömuleiðis þegar ég hef verið langt niðri. Ég væri ekki hér án aðstoðar ykkar,“ sagði Tiger auðmjúkur. Tiger er fjórði kylfingurinn sem hlotnast þessi heiður á eftir Jack Nicklaus, Arnold Palmer og Charlie Sifford sem varð fyrsti þeldökki kylfingurinn sem komst inn á PGA-mótaröðina. Þessi orða er jafnan veitt íþróttamönnum sem skarað hafa fram úr en á meðal þeirra sem einnig hafa fengið orðuna má nefna Michael Jordan, Muhammad Ali og Billie Jean King.It’s an incredible privilege to be awarded the Presidential Medal of Freedom. Considering the recipients, history, and what this means to me and my family, it’s also very humbling. Thank you all for your support and I hope this inspires others to never give up on their dreams. pic.twitter.com/33CJIHwQvz — Tiger Woods (@TigerWoods) May 7, 2019 Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti heiðraði kylfinginn Tiger Woods í gær er hann veitti honum frelsisorðu forsetans í Hvíta húsinu. Þetta er merkasta orðan sem venjulegir þegnar í Bandaríkjunum geta fengið. Tiger er nýbúinn að vinna sitt fimmtánda risamót á ferlinum en hann varð hlutskarpastur á Masters-mótinu í síðasta mánuði. „Vilji Tigers til þess að vinna er einstakur. Þessir eiginleikar eru einkennandi fyrir bandaríska andann þar sem fólk leggur allt á sig og er tilbúið að fórna miklu,“ sagði forsetinn við athöfnina..@TigerWoods becomes the fourth golfer in history to receive the Presidential Medal of Freedom. pic.twitter.com/NoQCXKphCX — Golf Channel (@GolfChannel) May 6, 2019 Sjálfur þakkaði Tiger móður sinni og börnunum sínum. „Þið hafið séð það góða og slæma hjá mér. Hápunktana og sömuleiðis þegar ég hef verið langt niðri. Ég væri ekki hér án aðstoðar ykkar,“ sagði Tiger auðmjúkur. Tiger er fjórði kylfingurinn sem hlotnast þessi heiður á eftir Jack Nicklaus, Arnold Palmer og Charlie Sifford sem varð fyrsti þeldökki kylfingurinn sem komst inn á PGA-mótaröðina. Þessi orða er jafnan veitt íþróttamönnum sem skarað hafa fram úr en á meðal þeirra sem einnig hafa fengið orðuna má nefna Michael Jordan, Muhammad Ali og Billie Jean King.It’s an incredible privilege to be awarded the Presidential Medal of Freedom. Considering the recipients, history, and what this means to me and my family, it’s also very humbling. Thank you all for your support and I hope this inspires others to never give up on their dreams. pic.twitter.com/33CJIHwQvz — Tiger Woods (@TigerWoods) May 7, 2019
Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira