
„Það er óhætt að segja að barnalöndin hafi slegið í gegn hjá yngri gestum staðarins enda er þar að finna rennibraut og boltaland ásamt vegasalti og veggleikföngum,“ segir Adolf Jóhannesson, eigandi Metro. „Barnalöndin eru ætluð krökkum á aldrinum 3-9 ára, aldurshóp sem hefur gaman af því að leika sér og borða góðan mat. Það er alltaf líf og fjör enda skemmta krakkarnir sér konungalega á Metro,“ segir Adolf og bendir á að hægt sé að halda barnaafmæli Metro, áhugasamir geti haft samband við starfsfólk.

Eftir að hafa borðað dýrindis máltíð er gott að fá sér eitthvað sætt. Á Metro er að finna fjölbreytt úrval af eftirréttum.
„Þar ber hæst að nefna ísinn góða sem heldur alltaf áfram að vaxa í vinsældum enda bragðgóður og með þeim ódýrari sem hægt er að fá á höfuðborgarsvæðinu. Ekki skemmir fyrir að það er hægt að fá hann beint í bílinn,“ segir Adolf. Flörrí ísinn tróni á toppi listans yfir vinsælustu eftirréttina á Metró.

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Metro.