Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. maí 2019 18:30 Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. Sum brotanna eru talin mjög gróf og niðurlægjandi og telst framkoma mannsins gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Embætti landlæknis hefur verið tilkynnt um málið. Í febrúar síðastliðnum var lögð fram kvörtun til forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um meinta áreitni yfirmanns sjúkraflutninga í garð starfsmanna eða fyrrum starfsmanna stofnunarinnar. Fjórar konur sem höfðu starfað undir manninum lögðu fram kvörtun. Forstjóri og mannauðsstjóri heilbrigðisstofnunarinnar fengu strax óháða sálfræðinga til að framkvæma athugun á málinu. Niðurstaðan liggur nú fyrir og hefur fréttastofa hana undir höndum sem og bréf forstjóra stofnunarinnar, Herdísar Gunnarsdóttur, til meintra þolenda í málinu. Þar segir að það sé ótvíræð niðurstaða athugunarinnar að brotið hafi verið á konunum fjórum sem lögðu fram kvörtunina. Brotin feli í sér bæði kynbundna og kynferðislega áreitni og að sum brotin hafi verið mjög gróf og niðurlægjandi. Þá er jafnframt tilgreint að framkoma mannsins teljist gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Maðurinn sem um ræðir hætti formlega störfum þann 1. apríl eftir að skipunartíma hans lauk. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fór hann hins vegar í leyfi í febrúar á meðan málið var til rannsóknar. Í samtali við fréttastofu segir ein af meintum þolendum að konurnar ætli að kæra málið til lögreglu. Hún segir manninn hafa brotið á fleiri konum í starfi. Brotin séu mörg og sum mjög gróf. Hann hafi til dæmis fengið kvenkyns undirmenn sína á skrifstofuna til sín og sýnt kynferðislega tilburði. Hann hafi einnig nýtt sér stöðu sína þegar konur sem voru lausráðnar sóttu um fastráðningu og dæmi séu um að hann hafi hafnað konum um vinnu sem ekki hafi viljað stunda kynlíf með honum. Þá hafi hann sent gróf kynferðisleg skilaboð í gegnum samfélagsmiðla og sms. Konan segist vera mjög ánægð með viðbrögð heilbrigðisstofnunarinnar í málinu sem hafi verið til fyrirmyndar. Stofnunin hafi fylgt málinu vel eftir og konunum boðin sálræn þjónstuna. Í bréfinu segir að málið falli undir eftirlitshlutverk embættis landlæknis gagnvart heilbrigðisstarfsmönnum og hefur embættinu verið tilkynnt um málið. Fréttastofa hefur ekki náð tali af manninum í dag. Árborg Kynferðisofbeldi MeToo Sjúkraflutningar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. Sum brotanna eru talin mjög gróf og niðurlægjandi og telst framkoma mannsins gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Embætti landlæknis hefur verið tilkynnt um málið. Í febrúar síðastliðnum var lögð fram kvörtun til forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um meinta áreitni yfirmanns sjúkraflutninga í garð starfsmanna eða fyrrum starfsmanna stofnunarinnar. Fjórar konur sem höfðu starfað undir manninum lögðu fram kvörtun. Forstjóri og mannauðsstjóri heilbrigðisstofnunarinnar fengu strax óháða sálfræðinga til að framkvæma athugun á málinu. Niðurstaðan liggur nú fyrir og hefur fréttastofa hana undir höndum sem og bréf forstjóra stofnunarinnar, Herdísar Gunnarsdóttur, til meintra þolenda í málinu. Þar segir að það sé ótvíræð niðurstaða athugunarinnar að brotið hafi verið á konunum fjórum sem lögðu fram kvörtunina. Brotin feli í sér bæði kynbundna og kynferðislega áreitni og að sum brotin hafi verið mjög gróf og niðurlægjandi. Þá er jafnframt tilgreint að framkoma mannsins teljist gróf misnotkun á valdi yfirmanns. Maðurinn sem um ræðir hætti formlega störfum þann 1. apríl eftir að skipunartíma hans lauk. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu fór hann hins vegar í leyfi í febrúar á meðan málið var til rannsóknar. Í samtali við fréttastofu segir ein af meintum þolendum að konurnar ætli að kæra málið til lögreglu. Hún segir manninn hafa brotið á fleiri konum í starfi. Brotin séu mörg og sum mjög gróf. Hann hafi til dæmis fengið kvenkyns undirmenn sína á skrifstofuna til sín og sýnt kynferðislega tilburði. Hann hafi einnig nýtt sér stöðu sína þegar konur sem voru lausráðnar sóttu um fastráðningu og dæmi séu um að hann hafi hafnað konum um vinnu sem ekki hafi viljað stunda kynlíf með honum. Þá hafi hann sent gróf kynferðisleg skilaboð í gegnum samfélagsmiðla og sms. Konan segist vera mjög ánægð með viðbrögð heilbrigðisstofnunarinnar í málinu sem hafi verið til fyrirmyndar. Stofnunin hafi fylgt málinu vel eftir og konunum boðin sálræn þjónstuna. Í bréfinu segir að málið falli undir eftirlitshlutverk embættis landlæknis gagnvart heilbrigðisstarfsmönnum og hefur embættinu verið tilkynnt um málið. Fréttastofa hefur ekki náð tali af manninum í dag.
Árborg Kynferðisofbeldi MeToo Sjúkraflutningar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira