Áskoranir sem skila ómetanlegri reynslu HR kynnir 3. maí 2019 16:00 Lið HR úti í Washington. Frá vinstri: Cassandre Besson, Diljá Helgadóttir, Snjólaug Árnadóttir, umsjónarmaður námskeiðsins við lagadeild HR, Rónán Doherty og Friðbert Þór Ólafsson. Hópur meistaranema í lögfræði við HR keppti í Jessup málflutningskeppninni í Washington í Bandaríkjunum í byrjun apríl. Philip C. Jessup International Law Moot Court Competition er elsta málflutningskeppni í heimi en þetta var í sextugasta skiptið sem hún er haldin. Diljá Helgadóttir, meistaranemi við lagadeild Háskólans í Reykjavík, var í liði HR sem keppti fyrir Íslands hönd. Hún segir reynsluna, sérstaklega í flutningi á máli fyrir alþjóðlegum dómstóli, hafa verið dýrmæta. „Þetta voru stressandi aðstæður, það er ekki hægt að neita því!“ Lið HR öðlaðist keppnisréttinn fyrir Íslands hönd eftir að hafa unnið lið Háskóla Íslands í undankeppni í Lissabon fyrr á árinu.Eins og nafnið gefur til kynna er frammistaða í slíkri keppni metin eftir frammistöðu í flutningi máls fyrir dómara. „Þetta er alls ekki ræðukeppni, heldur má líkja þessu við munnlegt próf og rökræður milli þín og dómarans,“ útskýrir Diljá sem segir þetta vissulega hafa verið krefjandi verkefni. Lagadeild HR leggur áherslu á verkefni af þessu tagi, þar sem laganemar flytja mál í dómsal en þarna var hún mætt á öllu stærra svið. „Já, maður verður að hafa trú á sjálfum sér og eigin getu því það er enginn annar sem vinnur vinnuna fyrir mann.“"Maður verður að hafa trú á sjálfum sér og eigin getu því það er enginn annar sem vinnur vinnuna fyrir mann.“ segir Diljá Helgadóttir.Davíð gegn GolíatÍ keppni eins og Jessup þurfa keppendur að flytja mál stefnanda og þeirra stefndu, það er, frá báðum hliðum málsins. „Málsatvik voru kynnt fyrir liðunum í október í fyrra og í janúar skiluðum við greinargerðum fyrir hvort land, þ.e. með og á móti,“ útskýrir Diljá en um var að ræða milliríkjadeilu þar sem tvö ímynduð lönd deildu og reyndi sérstaklega á þekkingu keppenda á umhverfisrétti, hugverkarétti og frumbyggjarétti. „Í mjög grófum dráttum snérist málið um fátæka frumbyggjaþjóð annars vegar og háþróaða og ríka þjóð hins vegar sem báðar voru að drepa uxategund í útrýmingarhættu, frumbyggjaþjóðin í trúarlegum tilgangi en ríka þjóðin til þess að framleiða lyf. Margt fleira spilaði inn í en mál af þessum toga eru afar flókin og í raun eins og heit kartafla í þjóðarrétti í heiminum. Þetta tilbúna mál hefði getað farið á hvorn veginn sem var og svörin var ekki að finna í bókum. Ég taldi málið sterkara fyrir þróunarþjóðina, eins og Davíð gegn Golíat, en, að endingu var það þó risinn sem hafði betur. Dómararnir horfa í marga hluti, meðal annars stíl og framkomu. Keppnin snýst ekki aðeins um þær röksemdir sem aðilar tefla fram heldur einnig hvernig þeir koma þeim frá sér í málflutningi,"segir Diljá. Íslenska liðið lenti í kröppum dansi í riðlakeppninni í erfiðri viðureign við kanadískan háskóla og náði að endingu ekki upp úr riðlinum. Dýrmæt reynsla situr þó eftir.Víkkar sjóndeildarhringinnDiljá er að klára meistararitgerðina þessa dagana en hún útskrifast í vor eftir fimm ára laganám. Hún segir hverja einustu mínútu hafa verið nýtta í Washington meðan á keppninni stóð. „Það voru stífar æfingar á hverjum degi og svo skaust ég á bókasafnið í Georgetown háskóla, einum besta lagaskóla heims, til að vinna í ritgerðinni. Það var alveg frábært og ein besta hvatning til ritgerðaskrifa sem ég get hugsað mér!“ Hún segir þátttöku í keppni eins og Jessup gefa nemendum mikilvæga reynslu. „Maður kynnist nýju fólki og skapar frábærar minningar. Það eru forréttindi að kynnast fólki með ólíka menningu sem hafa allt annan bakgrunn. Þessu kynntist ég einnig þegar ég fór í skiptinám til Þýskalands en þetta opnar augu manns fyrir svo mörgu, sumt vissi maður svo sem en það er alltaf öðruvísi að sjá það með eigin augum. Til dæmis alvarlegar afleiðingar ójöfnuðar og misskiptingu auðs í heiminum. Þarna sat ég á þessu sögufræga bókasafni í Georgetown, sem í raun aðeins örfáir hafa aðgang að því að þú þarft yfirleitt að vera svo vel efnaður til að fá aðgang að bestu háskólunum í Bandaríkjunum. Það er synd því menntun eykur skilning á mannréttindum og getur gefið einstaklingum tækifæri til að brjótast úr fátækt og á sama tíma tækifæri til að vera virkir þátttakendur í þjóðfélaginu.“„Dómararnir horfa í marga hluti, meðal annars stíl og framkomu. Keppnin snýst ekki aðeins um þær röksemdir sem aðilar tefla fram heldur einnig hvernig þeir koma þeim frá sér í málflutningi,"segir Diljá.Alltaf verið ákveðinDiljá var á náttúrufræðibraut í menntaskóla og lá lögfræðin ekki endilega beint við, þó hana hafi langað að vera lögfræðingur á yngri árum. „Ég hef alltaf verið ákveðin og haft gaman af því að rökræða. Svo snertir lögfræðin hag okkra allra enda er hún á öllum sviðum samfélagsins. Lögfræði snýst ekki einungis um lögmennsku heldur persónuvernd, stjórnsýslurétt, vinnurétt og svo mætti lengi telja. Það skapast alltaf ný tækifæri í þessum bransa, til að mynda er HR að byrja með ný og spennandi námskeið á sviði tækniréttar. Í meistaranáminu hef ég lokið áföngum sem liggja á mínu áhugasviði en svo hafa vinkonur mínar í náminu tekið allt aðra áfanga. Ég veit að sú dýrmæta þekking sem ég hef öðlast í náminu mun veita mér betri innsýn í hin misjöfnu lögfræðilegu álitaefni sem gæti reynt á í starfi.“ Diljá skilar ritgerðinni um miðjan maí og byrjar í nýju starfi um leið. „Sumir segja að ég kunni ekki að slaka á en mér finnst einfaldlega skemmtilegast að vera á fullu!“ Nánari upplýsingar um námsleiðir HR er að finna á heimasíðu skólans. Þessi kynning er unnin í samstarfi við HR Skóla - og menntamál Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Hópur meistaranema í lögfræði við HR keppti í Jessup málflutningskeppninni í Washington í Bandaríkjunum í byrjun apríl. Philip C. Jessup International Law Moot Court Competition er elsta málflutningskeppni í heimi en þetta var í sextugasta skiptið sem hún er haldin. Diljá Helgadóttir, meistaranemi við lagadeild Háskólans í Reykjavík, var í liði HR sem keppti fyrir Íslands hönd. Hún segir reynsluna, sérstaklega í flutningi á máli fyrir alþjóðlegum dómstóli, hafa verið dýrmæta. „Þetta voru stressandi aðstæður, það er ekki hægt að neita því!“ Lið HR öðlaðist keppnisréttinn fyrir Íslands hönd eftir að hafa unnið lið Háskóla Íslands í undankeppni í Lissabon fyrr á árinu.Eins og nafnið gefur til kynna er frammistaða í slíkri keppni metin eftir frammistöðu í flutningi máls fyrir dómara. „Þetta er alls ekki ræðukeppni, heldur má líkja þessu við munnlegt próf og rökræður milli þín og dómarans,“ útskýrir Diljá sem segir þetta vissulega hafa verið krefjandi verkefni. Lagadeild HR leggur áherslu á verkefni af þessu tagi, þar sem laganemar flytja mál í dómsal en þarna var hún mætt á öllu stærra svið. „Já, maður verður að hafa trú á sjálfum sér og eigin getu því það er enginn annar sem vinnur vinnuna fyrir mann.“"Maður verður að hafa trú á sjálfum sér og eigin getu því það er enginn annar sem vinnur vinnuna fyrir mann.“ segir Diljá Helgadóttir.Davíð gegn GolíatÍ keppni eins og Jessup þurfa keppendur að flytja mál stefnanda og þeirra stefndu, það er, frá báðum hliðum málsins. „Málsatvik voru kynnt fyrir liðunum í október í fyrra og í janúar skiluðum við greinargerðum fyrir hvort land, þ.e. með og á móti,“ útskýrir Diljá en um var að ræða milliríkjadeilu þar sem tvö ímynduð lönd deildu og reyndi sérstaklega á þekkingu keppenda á umhverfisrétti, hugverkarétti og frumbyggjarétti. „Í mjög grófum dráttum snérist málið um fátæka frumbyggjaþjóð annars vegar og háþróaða og ríka þjóð hins vegar sem báðar voru að drepa uxategund í útrýmingarhættu, frumbyggjaþjóðin í trúarlegum tilgangi en ríka þjóðin til þess að framleiða lyf. Margt fleira spilaði inn í en mál af þessum toga eru afar flókin og í raun eins og heit kartafla í þjóðarrétti í heiminum. Þetta tilbúna mál hefði getað farið á hvorn veginn sem var og svörin var ekki að finna í bókum. Ég taldi málið sterkara fyrir þróunarþjóðina, eins og Davíð gegn Golíat, en, að endingu var það þó risinn sem hafði betur. Dómararnir horfa í marga hluti, meðal annars stíl og framkomu. Keppnin snýst ekki aðeins um þær röksemdir sem aðilar tefla fram heldur einnig hvernig þeir koma þeim frá sér í málflutningi,"segir Diljá. Íslenska liðið lenti í kröppum dansi í riðlakeppninni í erfiðri viðureign við kanadískan háskóla og náði að endingu ekki upp úr riðlinum. Dýrmæt reynsla situr þó eftir.Víkkar sjóndeildarhringinnDiljá er að klára meistararitgerðina þessa dagana en hún útskrifast í vor eftir fimm ára laganám. Hún segir hverja einustu mínútu hafa verið nýtta í Washington meðan á keppninni stóð. „Það voru stífar æfingar á hverjum degi og svo skaust ég á bókasafnið í Georgetown háskóla, einum besta lagaskóla heims, til að vinna í ritgerðinni. Það var alveg frábært og ein besta hvatning til ritgerðaskrifa sem ég get hugsað mér!“ Hún segir þátttöku í keppni eins og Jessup gefa nemendum mikilvæga reynslu. „Maður kynnist nýju fólki og skapar frábærar minningar. Það eru forréttindi að kynnast fólki með ólíka menningu sem hafa allt annan bakgrunn. Þessu kynntist ég einnig þegar ég fór í skiptinám til Þýskalands en þetta opnar augu manns fyrir svo mörgu, sumt vissi maður svo sem en það er alltaf öðruvísi að sjá það með eigin augum. Til dæmis alvarlegar afleiðingar ójöfnuðar og misskiptingu auðs í heiminum. Þarna sat ég á þessu sögufræga bókasafni í Georgetown, sem í raun aðeins örfáir hafa aðgang að því að þú þarft yfirleitt að vera svo vel efnaður til að fá aðgang að bestu háskólunum í Bandaríkjunum. Það er synd því menntun eykur skilning á mannréttindum og getur gefið einstaklingum tækifæri til að brjótast úr fátækt og á sama tíma tækifæri til að vera virkir þátttakendur í þjóðfélaginu.“„Dómararnir horfa í marga hluti, meðal annars stíl og framkomu. Keppnin snýst ekki aðeins um þær röksemdir sem aðilar tefla fram heldur einnig hvernig þeir koma þeim frá sér í málflutningi,"segir Diljá.Alltaf verið ákveðinDiljá var á náttúrufræðibraut í menntaskóla og lá lögfræðin ekki endilega beint við, þó hana hafi langað að vera lögfræðingur á yngri árum. „Ég hef alltaf verið ákveðin og haft gaman af því að rökræða. Svo snertir lögfræðin hag okkra allra enda er hún á öllum sviðum samfélagsins. Lögfræði snýst ekki einungis um lögmennsku heldur persónuvernd, stjórnsýslurétt, vinnurétt og svo mætti lengi telja. Það skapast alltaf ný tækifæri í þessum bransa, til að mynda er HR að byrja með ný og spennandi námskeið á sviði tækniréttar. Í meistaranáminu hef ég lokið áföngum sem liggja á mínu áhugasviði en svo hafa vinkonur mínar í náminu tekið allt aðra áfanga. Ég veit að sú dýrmæta þekking sem ég hef öðlast í náminu mun veita mér betri innsýn í hin misjöfnu lögfræðilegu álitaefni sem gæti reynt á í starfi.“ Diljá skilar ritgerðinni um miðjan maí og byrjar í nýju starfi um leið. „Sumir segja að ég kunni ekki að slaka á en mér finnst einfaldlega skemmtilegast að vera á fullu!“ Nánari upplýsingar um námsleiðir HR er að finna á heimasíðu skólans. Þessi kynning er unnin í samstarfi við HR
Skóla - og menntamál Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira