Iðnaðarmenn geta einhliða stytt vinnutímann Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. maí 2019 10:28 Frá undirritun kjarasamninga í nótt. Borgþór Hjörvarsson Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. Samninganefndir samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir kjarasamninga eftir miðnætti í nótt eftir maraþonfundarhöld síðustu daga. Samningarnir ná til um þrettán þúsund félagsmanna í Rafiðnaðarsambandi Íslands, Samiðn, Matvís, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, Grafíu, Byggiðn og Félagi hársnyrtisveina. Líkt og nýsamþykktir lífskjarasamningar eru þeir til rúmlega þriggja ára og gilda því fram í nóvember 2022. Samið var um níutíu þúsund króna hækkun á lágmarkstaxta iðnaðarmanna á samningstímanum. Aðrir taxtar hækka um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. Hækkunin er misjöfn milli ára en á þessu ári nemur hún sautján þúsund krónum. Auk þessarar hækkunar fá félagsmenn 26 þúsund króna eingreiðslu. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir samningana um margt svipaða lífskjarasamningnum fyrir utan ákvæði er snúa að styttingu vinnuvikunnar. „Ef samningurinn verður samþykktur munu félagsmenn á hverjum vinnustað geta farið í ákveðnar kerfisbreytingar hjá sér og það getur skilað styttingu upp á fjórar klukkustundir á viku," segir Kristján. Samkvæmt því verður hægt að ná vinnutímanum niður í 36 tíma á viku. Þetta verður hægt að gera með samkomulagi eða með einhliða ákvörðun starfsmanns, nái hann ekki saman við vinnuveitanda. „Það reyndar verður aðeins minni stytting með því fyrirkomulagi. Það munar um fimmtán mínútum á viku en það eru gríðarleg verðmæti fólgin í því fyrir félagsmenn að geta gert það," segir Kristján.Skrifað var undir kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara eftir miðnætti.Vísir/SigurjónEinnig var samið um breytingu á yfirvinnutaxta. Í dag gildir einn yfirvinnutaxti en verði samningar samþykktir verða þeir tveir. Annar lægri og hinn hærri. Fari yfirvinna yfir sautján tíma á mánuði tekur sá hærri við. Á þetta að auka verðmæti mikillar yfirvinnu. Líkt lífskjarasamningnum verða samningarnir endurskoðaðir í september 2020 og litið verður til sömu forsendna. „Það eru kaupmáttur launa, við horfum til þess að vaxtastig á landinu lækki auk yfirlýsinga frá stjórnvöldum. Við horfum til þess að þær verði efndar," segir Kristján. Samningar verða kynntir félagsmönnum í næstu viku og niðurstöður atkvæðagreiðslu eiga að liggja fyrir um 21. maí. Kjaramál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Iðnaðarmenn munu geta tekið einhliða ákvörðun um að stytta vinnuviku sína um tæplega fjórar klukkustundir samkvæmt kjarasamningi sem var undirritaður í nótt. Lágmarkstaxti hækkar um níutíu þúsund krónur en aðrir um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. Samninganefndir samflots iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins skrifuðu undir kjarasamninga eftir miðnætti í nótt eftir maraþonfundarhöld síðustu daga. Samningarnir ná til um þrettán þúsund félagsmanna í Rafiðnaðarsambandi Íslands, Samiðn, Matvís, Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, Grafíu, Byggiðn og Félagi hársnyrtisveina. Líkt og nýsamþykktir lífskjarasamningar eru þeir til rúmlega þriggja ára og gilda því fram í nóvember 2022. Samið var um níutíu þúsund króna hækkun á lágmarkstaxta iðnaðarmanna á samningstímanum. Aðrir taxtar hækka um 68 þúsund krónur á næstu þremur árum. Hækkunin er misjöfn milli ára en á þessu ári nemur hún sautján þúsund krónum. Auk þessarar hækkunar fá félagsmenn 26 þúsund króna eingreiðslu. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir samningana um margt svipaða lífskjarasamningnum fyrir utan ákvæði er snúa að styttingu vinnuvikunnar. „Ef samningurinn verður samþykktur munu félagsmenn á hverjum vinnustað geta farið í ákveðnar kerfisbreytingar hjá sér og það getur skilað styttingu upp á fjórar klukkustundir á viku," segir Kristján. Samkvæmt því verður hægt að ná vinnutímanum niður í 36 tíma á viku. Þetta verður hægt að gera með samkomulagi eða með einhliða ákvörðun starfsmanns, nái hann ekki saman við vinnuveitanda. „Það reyndar verður aðeins minni stytting með því fyrirkomulagi. Það munar um fimmtán mínútum á viku en það eru gríðarleg verðmæti fólgin í því fyrir félagsmenn að geta gert það," segir Kristján.Skrifað var undir kjarasamninga hjá ríkissáttasemjara eftir miðnætti.Vísir/SigurjónEinnig var samið um breytingu á yfirvinnutaxta. Í dag gildir einn yfirvinnutaxti en verði samningar samþykktir verða þeir tveir. Annar lægri og hinn hærri. Fari yfirvinna yfir sautján tíma á mánuði tekur sá hærri við. Á þetta að auka verðmæti mikillar yfirvinnu. Líkt lífskjarasamningnum verða samningarnir endurskoðaðir í september 2020 og litið verður til sömu forsendna. „Það eru kaupmáttur launa, við horfum til þess að vaxtastig á landinu lækki auk yfirlýsinga frá stjórnvöldum. Við horfum til þess að þær verði efndar," segir Kristján. Samningar verða kynntir félagsmönnum í næstu viku og niðurstöður atkvæðagreiðslu eiga að liggja fyrir um 21. maí.
Kjaramál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira