Ekki nóg fyrir Denver að hægja á hetju Portland liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2019 07:30 David Vanterpool, aðstoðarþjálfari Portland Trail Blazers, talar við Damian Lillard í leiknum í nótt. AP/David Zalubowski Portland Trail Blazers jafnaði metin í 1-1 í einvígi sínu á móti Denver Nuggets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt en fyrstu tveir leikirnir fóru fram á heimavelli Denver. Portland vann leikinn með sjö stigum, 97-90, eftir að hafa verið fimmtán stigum yfir í hálfleik, 50-35. Denver vann fyrsta leikinn 121-113 en gekk mjög illa að hitta körfuna framan af leik þrátt fyrir að vera á heimavelli. Denver liðið lagði ofurkapp á það að stoppa Damian Lillard sem hefur farið mikinn með Portland í úrslitakeppninni með 34,8 stig í leik og skoraði Lillard meðal annars 39 stig í fyrsta leiknum.@CJMcCollum leads the @trailblazers (1-1) Game 2 road victory with 20 PTS (3 3PM), 6 REB, 6 AST! #RipCity#NBAPlayoffs Game 3: Friday (5/3), 10:30pm/et, ESPN pic.twitter.com/ikNZgBnzfF — NBA (@NBA) May 2, 2019Það tókst að hægja á hetju Portland liðsins en hinir leikmenn liðsins nýttu sér tækifærið og alls skoruðu sex leikmenn liðsins yfir tíu stig. Damian Lillard hitti aðeins úr 5 af 17 skotum sínum og var bara með 14 stig. Hann fékk samt hrós frá liðsfélaga sínum eftir leikinn. „Liðin geta ekki varist honum með einum manni. Þeir verða að tví- og þrídekka hann. Þá sagði ég. Hann er að gera sjálfan sig betri en um leið er hann að gera alla betri í kringum sig. Hann var að gefa boltann og var mjög virkur í vörninni. Hann hefur verið ótrúlegur,“ sagði Enes Kanter sem skoraði einu stigi meira en Lillard eða 15 stig. CJ splits the defense and kicks out to Seth Curry! #RipCity 86#MileHighBasketball 75#NBAPlayoffs on @NBAonTNTpic.twitter.com/YwHbHPPwYc — NBA (@NBA) May 2, 2019CJ McCollum var stigahæstur í Portland liðinu með 20 stig. Nikola Jokic var með 16 stig og 14 fráköst fyrir Denver en hann skoraði 37 stig í fyrsta leiknum. Það munaði mikið um það fyrir Portland liðið að Rodney Hood (15 stig og 3 varin á 27 mínútum) og Zach Collins (10 stig og 6 fráköst á 17 mínútum) komu með öflugt framlag inn af bekknum.@rodneyhood (15 PTS, 3 BLK) & @zcollins_33 (10 PTS, 6 REB) provide a spark off the bench as the @trailblazers tie the series 1-1! #RipCity#NBAPlayoffs Game 3: Friday (5/3), 10:30pm/et, ESPN pic.twitter.com/5uI0CTmHel — NBA (@NBA) May 2, 2019 NBA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Portland Trail Blazers jafnaði metin í 1-1 í einvígi sínu á móti Denver Nuggets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt en fyrstu tveir leikirnir fóru fram á heimavelli Denver. Portland vann leikinn með sjö stigum, 97-90, eftir að hafa verið fimmtán stigum yfir í hálfleik, 50-35. Denver vann fyrsta leikinn 121-113 en gekk mjög illa að hitta körfuna framan af leik þrátt fyrir að vera á heimavelli. Denver liðið lagði ofurkapp á það að stoppa Damian Lillard sem hefur farið mikinn með Portland í úrslitakeppninni með 34,8 stig í leik og skoraði Lillard meðal annars 39 stig í fyrsta leiknum.@CJMcCollum leads the @trailblazers (1-1) Game 2 road victory with 20 PTS (3 3PM), 6 REB, 6 AST! #RipCity#NBAPlayoffs Game 3: Friday (5/3), 10:30pm/et, ESPN pic.twitter.com/ikNZgBnzfF — NBA (@NBA) May 2, 2019Það tókst að hægja á hetju Portland liðsins en hinir leikmenn liðsins nýttu sér tækifærið og alls skoruðu sex leikmenn liðsins yfir tíu stig. Damian Lillard hitti aðeins úr 5 af 17 skotum sínum og var bara með 14 stig. Hann fékk samt hrós frá liðsfélaga sínum eftir leikinn. „Liðin geta ekki varist honum með einum manni. Þeir verða að tví- og þrídekka hann. Þá sagði ég. Hann er að gera sjálfan sig betri en um leið er hann að gera alla betri í kringum sig. Hann var að gefa boltann og var mjög virkur í vörninni. Hann hefur verið ótrúlegur,“ sagði Enes Kanter sem skoraði einu stigi meira en Lillard eða 15 stig. CJ splits the defense and kicks out to Seth Curry! #RipCity 86#MileHighBasketball 75#NBAPlayoffs on @NBAonTNTpic.twitter.com/YwHbHPPwYc — NBA (@NBA) May 2, 2019CJ McCollum var stigahæstur í Portland liðinu með 20 stig. Nikola Jokic var með 16 stig og 14 fráköst fyrir Denver en hann skoraði 37 stig í fyrsta leiknum. Það munaði mikið um það fyrir Portland liðið að Rodney Hood (15 stig og 3 varin á 27 mínútum) og Zach Collins (10 stig og 6 fráköst á 17 mínútum) komu með öflugt framlag inn af bekknum.@rodneyhood (15 PTS, 3 BLK) & @zcollins_33 (10 PTS, 6 REB) provide a spark off the bench as the @trailblazers tie the series 1-1! #RipCity#NBAPlayoffs Game 3: Friday (5/3), 10:30pm/et, ESPN pic.twitter.com/5uI0CTmHel — NBA (@NBA) May 2, 2019
NBA Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira