Ekki einu sinni allir Hatarar vissu að fánanum yrði veifað Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 19. maí 2019 00:36 Dansarar Hatara þau Ástrós Guðjónsdóttir, Andrean Sigurgeirsson og Sólbjört Sigurðardóttir. Vísir/Kolbeinn Tumi Sú ákvörðun Hatara að halda á palenstínska fánanum í beinni útsendingu í lok Eurovision í kvöld var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Það varð ljóst við komuna á hótelið sem íslenski hópurinn dvelur á að Sólbjört Sigurðardóttir, dansari Hatara, hefði ekki vitað af því að palenstínska fánanum yrði veifað. Var greinilegt að hún var ekki sátt við það. Það voru þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Hrafn Stefánsson og Andrean Sigurgeirsson sem héldu fánunum á milli sín í útsendingunni þegar stig sjónvarpsáhorfenda til Íslands voru tilkynnt.Svona var augnablikið í Tel Aviv. pic.twitter.com/xfBnlWa2gu— Vísir (@visir_is) May 19, 2019 „Þetta er allt samkvæmt áætlun og ég segi bara skál, með ást frá Íslandi,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara sveitarinnar þegar fréttamaður innti hann eftir svörum að lokinni keppni. Einar Hrafn Stefánsson, sem er í hlutverki trommugimpsins í hópnum og unnusti Sólbjartar, vildi ekki ræða málið fyrir utan keppnishöllina í kvöld.Palestínski fáninn birtist á Instagram-reikningi Hatara í kvöld.Hatari hefur verið sem ein heild í lengri tíma í undirbúningi sínum fyrir stóra kvöldið í kvöld. Matthías Tryggvi og Klemens Hannigan, söngvarar sveitarinnar, hafa þó alltaf haft orð fyrir sveitinni í viðtölum. Þar hafa þeir oft verið í karakter, neitað að svara spurningum eða komið með svör þess efnis að hætta væri á að svör þeirra yrðu ranglega túlkuð. Jafnvel þótt spurningarnar séu á borð við hvernig þeir hafi það. Eurovision-þátttaka Hatara er gjörningur og raunar er verið að gera heimildarmynd um gjörninginn hér úti. „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel,“ heyrðist í kvenrödd á myndbandi sem Einar Hrafn birti á samfélagsmiðlum í kvöld. Þar má sjá starfsmenn í höllinni taka fána Palestínu af liðsmönnum Hatara. Ljóst er að annaðhvort Sólbjört eða Ástrós létu þau ummæli falla og stóð greinilega ekki á sama. Öryggisverðirnir virkuðu ákveðnir og ósáttir við uppátæki Hatara.Óttast ekki afleiðingar Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, tjáði Vísi fyrr í kvöld að RÚV hefði ekki haft neina hugmynd um plön Hatara að veifa fánanum. Uppátæki þeirra hefur vakið mikil viðbrögð og fjalla fjölmiðlar víða um heim um framtakið. Raunar hafa Hatarar komið boðskap sínum í marga af stæsrtu fjölmiðla Evrópu og víðar undanfarna daga. Felix á ekki von á að uppátæki Hatara hafi afleiðingar. „Nei, ég efast um það. Við eigum eftir að ræða þetta við EBU og sjá hvað þeir hafa að segja, en ég held ekki. Þetta var ákvörðun listamannanna og það svo sem blandast engum hugur um það að þetta hefur aðeins legið í loftinu,“ sagði Felix og kvaðst feginn að þurfa ekki lengur að lifa í óvissu um hverju sveitin kynni að taka upp á. „Þetta er það sem þau vildu og þetta var þeirra statement [yfirlýsing].“Að neðan má sjá þegar blaðamenn Vísis tóku á móti Hatara og íslenska hópnum fyrir utan keppnishöllina. Eurovision Ísrael Palestína Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Sú ákvörðun Hatara að halda á palenstínska fánanum í beinni útsendingu í lok Eurovision í kvöld var ekki á vitorði allra í hljómsveitinni. Það varð ljóst við komuna á hótelið sem íslenski hópurinn dvelur á að Sólbjört Sigurðardóttir, dansari Hatara, hefði ekki vitað af því að palenstínska fánanum yrði veifað. Var greinilegt að hún var ekki sátt við það. Það voru þeir Matthías Tryggvi Haraldsson, Einar Hrafn Stefánsson og Andrean Sigurgeirsson sem héldu fánunum á milli sín í útsendingunni þegar stig sjónvarpsáhorfenda til Íslands voru tilkynnt.Svona var augnablikið í Tel Aviv. pic.twitter.com/xfBnlWa2gu— Vísir (@visir_is) May 19, 2019 „Þetta er allt samkvæmt áætlun og ég segi bara skál, með ást frá Íslandi,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson, annar tveggja söngvara sveitarinnar þegar fréttamaður innti hann eftir svörum að lokinni keppni. Einar Hrafn Stefánsson, sem er í hlutverki trommugimpsins í hópnum og unnusti Sólbjartar, vildi ekki ræða málið fyrir utan keppnishöllina í kvöld.Palestínski fáninn birtist á Instagram-reikningi Hatara í kvöld.Hatari hefur verið sem ein heild í lengri tíma í undirbúningi sínum fyrir stóra kvöldið í kvöld. Matthías Tryggvi og Klemens Hannigan, söngvarar sveitarinnar, hafa þó alltaf haft orð fyrir sveitinni í viðtölum. Þar hafa þeir oft verið í karakter, neitað að svara spurningum eða komið með svör þess efnis að hætta væri á að svör þeirra yrðu ranglega túlkuð. Jafnvel þótt spurningarnar séu á borð við hvernig þeir hafi það. Eurovision-þátttaka Hatara er gjörningur og raunar er verið að gera heimildarmynd um gjörninginn hér úti. „Ég er mjög hrædd núna, mig langar að fara upp á hótel,“ heyrðist í kvenrödd á myndbandi sem Einar Hrafn birti á samfélagsmiðlum í kvöld. Þar má sjá starfsmenn í höllinni taka fána Palestínu af liðsmönnum Hatara. Ljóst er að annaðhvort Sólbjört eða Ástrós létu þau ummæli falla og stóð greinilega ekki á sama. Öryggisverðirnir virkuðu ákveðnir og ósáttir við uppátæki Hatara.Óttast ekki afleiðingar Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, tjáði Vísi fyrr í kvöld að RÚV hefði ekki haft neina hugmynd um plön Hatara að veifa fánanum. Uppátæki þeirra hefur vakið mikil viðbrögð og fjalla fjölmiðlar víða um heim um framtakið. Raunar hafa Hatarar komið boðskap sínum í marga af stæsrtu fjölmiðla Evrópu og víðar undanfarna daga. Felix á ekki von á að uppátæki Hatara hafi afleiðingar. „Nei, ég efast um það. Við eigum eftir að ræða þetta við EBU og sjá hvað þeir hafa að segja, en ég held ekki. Þetta var ákvörðun listamannanna og það svo sem blandast engum hugur um það að þetta hefur aðeins legið í loftinu,“ sagði Felix og kvaðst feginn að þurfa ekki lengur að lifa í óvissu um hverju sveitin kynni að taka upp á. „Þetta er það sem þau vildu og þetta var þeirra statement [yfirlýsing].“Að neðan má sjá þegar blaðamenn Vísis tóku á móti Hatara og íslenska hópnum fyrir utan keppnishöllina.
Eurovision Ísrael Palestína Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira