Golf

Koepka með afgerandi forystu fyrir lokahringinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Brooks Koepka
Brooks Koepka vísir/getty
Brooks Koepka hélt í sjö högga forystu sína á PGA meistaramótinu í golfi og þarf að misstíga sig all verulega á lokahringnum til þess að vinna mótið ekki annað árið í röð.

Hringur Koepka í dag var sá lang slakasti í mótinu til þessa en hann fór á 70 höggum, eða pari vallarins. Hann er samtals á 12 höggum undir pari í mótinu.

Þrátt fyrir það hélt forskot hans það sama því þeir Adam Scott og Jordan Spieth áttu verri dag heldur en Koepka og fóru á tveimur höggum yfir parið og féllu þar með niður í áttunda sæti.







Jafnir í öðru til fimmta sæti eru Harold Varner, Jazz Janewattananond, Luke List og Dustin Johnson á fimm höggum undir pari.

Skorið í dag var almennt ekki það gott, þeir Varner og Janewattananond áttu bestu hringi dagsins á þremur höggum undir pari.

Norður-Írinn Rory McIlroy var á meðal hástökkvara dagsins en hann fór upp um 31 sæti þrátt fyrir að hafa farið daginn á tveimur höggum yfir pari. Hann er nú jafn í 26. sæti.

Úrslit mótsins ráðast á morgun en útsending frá lokadeginum hefst á Stöð 2 Golf klukkan 18:00.



 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×