Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. maí 2019 14:51 Boris Johnson var ötull talsmaður þess að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið. Nordicphotos/AFP Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. Þetta staðfesti Johnson á viðskiptaþingi í Manchester í dag. Þegar hann var spurður hvort hann hygðist gefa kost á sér til formannsstarfa eftir að Theresa May hættir sagði Johnson: „Auðvitað mun ég gera það. Ég held að það ætti ekki að koma neinum á óvart.“ May hefur gefið það út að hún muni segja af sér ef breska þingið samþykkir Brexit-samning hennar. Hún mun leggja hann í fjórða skipti fyrir þingið í júníbyrjun en, rétt eins og með fyrri tilraunir, er talið að samningnum verði hafnað. May situr nú á rökstólum með forystu Verkmannaflokksins í leit að sameiginlegri lausn í Brexit-málum. Þær þreifingar eru óvinsælar í báðum flokkum og taldar ólíklegar til árangurs - ekki síst í ljósi þess að Evrópusambandið hefur gefið það út að samningurinn sem nú er á borðinu sé sá eini í stöðunni.Fjölmörg nefnd Gert er ráð fyrir því að fleiri Íhaldsmenn muni sækjast eftir formannsembættinu og lýsa yfir áhuga sínum á næstu vikum. Nú þegar hafa ráðherrann Rory Stewart, sem fer fyrir þróunaraðstoðarmálum í ríkisstjórn May, og fyrrverandi atvinnumálaráðherrann Esther McVey lýst yfir framboði. Þingflokksformaður Íhaldsflokksins, Andrea Leadsom, segist jafnframt vera að íhuga næstu skref. Fleiri nöfn hafa verið nefnd sem líklegri frambjóðendur, jafnt fyrrverandi sem núverandi ráðherra, og nefnir breska ríkisútvarpið í því samhengi þau Michael Gove, Amber Rudd, Sajid Javid, Dominic Raab, Jeremy Hunt, Penny Mordaunt og Liz Truss. Bretland Brexit Tengdar fréttir Boris Johnson segir May stefna í allsherjar uppgjöf Boris Johnson, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands og borgarstjóri Lundúnar, sakar Theresu May forsætisráðherra Bretlands um að stefna í allsherjar uppgjöf í Brexit samningaviðræðunum. 11. nóvember 2018 22:22 Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins eru foxillir vegna viðræðna leiðtogans við leiðtoga Verkamannaflokksins. Þau reyna nú að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur á þingi í Brexit-málinu. 4. apríl 2019 07:00 Tugir Íhaldsmanna sagðir tilbúnir að fara gegn Theresu May Að minnsta kosti áttatíu þingmenn Íhaldsflokksins eru tilbúnir til þess að greiða atkvæði gegn frumvörpum ríkisstjórnar Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May um útgönguna úr Evrópusambandinu ef May lætur ekki af stefnu sinni um mjúka útgöngu í málaflokknum. 11. september 2018 07:00 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. Þetta staðfesti Johnson á viðskiptaþingi í Manchester í dag. Þegar hann var spurður hvort hann hygðist gefa kost á sér til formannsstarfa eftir að Theresa May hættir sagði Johnson: „Auðvitað mun ég gera það. Ég held að það ætti ekki að koma neinum á óvart.“ May hefur gefið það út að hún muni segja af sér ef breska þingið samþykkir Brexit-samning hennar. Hún mun leggja hann í fjórða skipti fyrir þingið í júníbyrjun en, rétt eins og með fyrri tilraunir, er talið að samningnum verði hafnað. May situr nú á rökstólum með forystu Verkmannaflokksins í leit að sameiginlegri lausn í Brexit-málum. Þær þreifingar eru óvinsælar í báðum flokkum og taldar ólíklegar til árangurs - ekki síst í ljósi þess að Evrópusambandið hefur gefið það út að samningurinn sem nú er á borðinu sé sá eini í stöðunni.Fjölmörg nefnd Gert er ráð fyrir því að fleiri Íhaldsmenn muni sækjast eftir formannsembættinu og lýsa yfir áhuga sínum á næstu vikum. Nú þegar hafa ráðherrann Rory Stewart, sem fer fyrir þróunaraðstoðarmálum í ríkisstjórn May, og fyrrverandi atvinnumálaráðherrann Esther McVey lýst yfir framboði. Þingflokksformaður Íhaldsflokksins, Andrea Leadsom, segist jafnframt vera að íhuga næstu skref. Fleiri nöfn hafa verið nefnd sem líklegri frambjóðendur, jafnt fyrrverandi sem núverandi ráðherra, og nefnir breska ríkisútvarpið í því samhengi þau Michael Gove, Amber Rudd, Sajid Javid, Dominic Raab, Jeremy Hunt, Penny Mordaunt og Liz Truss.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Boris Johnson segir May stefna í allsherjar uppgjöf Boris Johnson, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands og borgarstjóri Lundúnar, sakar Theresu May forsætisráðherra Bretlands um að stefna í allsherjar uppgjöf í Brexit samningaviðræðunum. 11. nóvember 2018 22:22 Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins eru foxillir vegna viðræðna leiðtogans við leiðtoga Verkamannaflokksins. Þau reyna nú að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur á þingi í Brexit-málinu. 4. apríl 2019 07:00 Tugir Íhaldsmanna sagðir tilbúnir að fara gegn Theresu May Að minnsta kosti áttatíu þingmenn Íhaldsflokksins eru tilbúnir til þess að greiða atkvæði gegn frumvörpum ríkisstjórnar Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May um útgönguna úr Evrópusambandinu ef May lætur ekki af stefnu sinni um mjúka útgöngu í málaflokknum. 11. september 2018 07:00 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Boris Johnson segir May stefna í allsherjar uppgjöf Boris Johnson, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands og borgarstjóri Lundúnar, sakar Theresu May forsætisráðherra Bretlands um að stefna í allsherjar uppgjöf í Brexit samningaviðræðunum. 11. nóvember 2018 22:22
Sjá rautt vegna samstarfs við Corbyn Harðir Brexit-sinnar innan breska Íhaldsflokksins eru foxillir vegna viðræðna leiðtogans við leiðtoga Verkamannaflokksins. Þau reyna nú að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur á þingi í Brexit-málinu. 4. apríl 2019 07:00
Tugir Íhaldsmanna sagðir tilbúnir að fara gegn Theresu May Að minnsta kosti áttatíu þingmenn Íhaldsflokksins eru tilbúnir til þess að greiða atkvæði gegn frumvörpum ríkisstjórnar Íhaldsflokksins undir forsæti Theresu May um útgönguna úr Evrópusambandinu ef May lætur ekki af stefnu sinni um mjúka útgöngu í málaflokknum. 11. september 2018 07:00