Segir sjómenn miklu kynþokkafyllri en bændur Jakob Bjarnar skrifar 16. maí 2019 10:39 Jonni telur mikilvægt að sjómenn, sem hann fullyrðir að séu miklu kynþokkafyllri en bændur, toppi þá með æsilegri myndum af sér í vinnunni. Sjómenn eru miklu kynþokkafyllri en bændur,“ segir Jonni Þorvaldar trillusjómaður á Skagaströnd. Hress. Hann hefur birt mynd af sér kviknöktum á sinni trillu, úti á rúmsjó nema hann heldur þorski fyrir því allra heilagasta. Til að alls velsæmis sé gætt. Jonni hefur skorað á aðra sjómenn að sýna bændum, sem hafa vakið athygli fyrir það að birta af sér myndir á samfélagsmiðlum, þar sem þeir eru kviknaktir en eru þó jafnan með sauðfé við klof sér svo slátrið blasi ekki við, í tvo heimana.Málið til umræðu í flotanum Mynd Jonna eru viðbrögð við þessu fári sem fer sem eldur í sinu um sveitir landsins. Sú er kveikjan. „Það var svo lítið að gera í gær og þá datt mér þetta í hug. Gaman að svona fíflagangi,“ segir Jonni. En, myndin hefur vakið verulega athygli að hans sögn og viðbrögð mikil. Ein vinkona hans deildi myndinni og benti í leiðinni á að Jonni sé á lausu. Hann er á besta aldri, rétt að verða 43 ára gamall. Og spengilegur eins og títt er um sjómenn.Einn félaga Jonna hefur svarað kallinu. Hann segir að það það þurfi miklu fleiri ef það á að taka bændur í bólinu með þetta.„Þetta vakti mikla lukku í samfélaginu í gær. Og einn hefur svarað kallinu. Þeir mega vera fleiri,“ segir Jonni og vill fá hópefli í flotanum um þetta verkefni. Hann vill sýna bændum í tvo heimana. „Sjómenn yfirleitt til í sprellið. Þetta var mikið rætt á milli okkar í gær og verið að ýta á menn að taka áskoruninni. Sjómenn mega ekki vera minni menn í þessum efnum en bændur.“En, hver tók myndina? Jonni segir að aldraður faðir hans hafi sett sig í spæjaragírinn, hringt í sig og velt því fyrir sér, af því Jonni er einn á sínum báti, hver hefði eiginlega tekið myndina? „Ég þurfti að útskýra fyrir honum að allar myndir eru með „timer“ þannig að það er hægt að stilla símanum upp og láta hann taka myndina sjálfur,“ segir Jonni hlæjandi. Að sögn Jonna ganga veiðarnar treglega. Það sé lítið af fiski eins og er. En, þetta er nú býsna vænn fiskur sem þú heldur fyrir því allra heilagasta? „Já, en maður er bara að fá svo fáa.“ Engar torkennilegar hneigðir undirliggjandi Strípalingaháttur bænda í sauðburði hefur sem áður sagði vakið athygli. Og reyndar hefur vegansamfélagið tekið þessu uppátæki afar illa. Fyllyrt er að berrassaðir bændur hafi reitt vegansamfélagið til reiði. Jafnvel rætt um dýraníð. Jonni skilur varla spurninguna; að þarna séu einhverjar torkennilegar hneigðir undirliggjandi. Né vill hann meina að það sé djúpt á þessari hneigð, að vilja fækka fötum. „Ekki séð neitt slíkt. Þetta er hreint og klárt grín. Það var svo lítið að gera, ég fékk þessa flugu allt í einu í hausinn. Í einhverju bríarí. Svona er hausinn á manni skrítinn. Það er alltaf tími fyrir fíflagang,“ segir Jonni fjallhress og ítrekar áskorun sína til sjómanna, þeir verði að toppa bændurna. Landbúnaður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sauðfjárbændur létta lundina með nektarmyndum Tilgangurinn var að skemmta á álagstímum. 14. maí 2019 13:35 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Sjómenn eru miklu kynþokkafyllri en bændur,“ segir Jonni Þorvaldar trillusjómaður á Skagaströnd. Hress. Hann hefur birt mynd af sér kviknöktum á sinni trillu, úti á rúmsjó nema hann heldur þorski fyrir því allra heilagasta. Til að alls velsæmis sé gætt. Jonni hefur skorað á aðra sjómenn að sýna bændum, sem hafa vakið athygli fyrir það að birta af sér myndir á samfélagsmiðlum, þar sem þeir eru kviknaktir en eru þó jafnan með sauðfé við klof sér svo slátrið blasi ekki við, í tvo heimana.Málið til umræðu í flotanum Mynd Jonna eru viðbrögð við þessu fári sem fer sem eldur í sinu um sveitir landsins. Sú er kveikjan. „Það var svo lítið að gera í gær og þá datt mér þetta í hug. Gaman að svona fíflagangi,“ segir Jonni. En, myndin hefur vakið verulega athygli að hans sögn og viðbrögð mikil. Ein vinkona hans deildi myndinni og benti í leiðinni á að Jonni sé á lausu. Hann er á besta aldri, rétt að verða 43 ára gamall. Og spengilegur eins og títt er um sjómenn.Einn félaga Jonna hefur svarað kallinu. Hann segir að það það þurfi miklu fleiri ef það á að taka bændur í bólinu með þetta.„Þetta vakti mikla lukku í samfélaginu í gær. Og einn hefur svarað kallinu. Þeir mega vera fleiri,“ segir Jonni og vill fá hópefli í flotanum um þetta verkefni. Hann vill sýna bændum í tvo heimana. „Sjómenn yfirleitt til í sprellið. Þetta var mikið rætt á milli okkar í gær og verið að ýta á menn að taka áskoruninni. Sjómenn mega ekki vera minni menn í þessum efnum en bændur.“En, hver tók myndina? Jonni segir að aldraður faðir hans hafi sett sig í spæjaragírinn, hringt í sig og velt því fyrir sér, af því Jonni er einn á sínum báti, hver hefði eiginlega tekið myndina? „Ég þurfti að útskýra fyrir honum að allar myndir eru með „timer“ þannig að það er hægt að stilla símanum upp og láta hann taka myndina sjálfur,“ segir Jonni hlæjandi. Að sögn Jonna ganga veiðarnar treglega. Það sé lítið af fiski eins og er. En, þetta er nú býsna vænn fiskur sem þú heldur fyrir því allra heilagasta? „Já, en maður er bara að fá svo fáa.“ Engar torkennilegar hneigðir undirliggjandi Strípalingaháttur bænda í sauðburði hefur sem áður sagði vakið athygli. Og reyndar hefur vegansamfélagið tekið þessu uppátæki afar illa. Fyllyrt er að berrassaðir bændur hafi reitt vegansamfélagið til reiði. Jafnvel rætt um dýraníð. Jonni skilur varla spurninguna; að þarna séu einhverjar torkennilegar hneigðir undirliggjandi. Né vill hann meina að það sé djúpt á þessari hneigð, að vilja fækka fötum. „Ekki séð neitt slíkt. Þetta er hreint og klárt grín. Það var svo lítið að gera, ég fékk þessa flugu allt í einu í hausinn. Í einhverju bríarí. Svona er hausinn á manni skrítinn. Það er alltaf tími fyrir fíflagang,“ segir Jonni fjallhress og ítrekar áskorun sína til sjómanna, þeir verði að toppa bændurna.
Landbúnaður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sauðfjárbændur létta lundina með nektarmyndum Tilgangurinn var að skemmta á álagstímum. 14. maí 2019 13:35 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
Sauðfjárbændur létta lundina með nektarmyndum Tilgangurinn var að skemmta á álagstímum. 14. maí 2019 13:35