Landbúnaður

Fréttamynd

Bein út­sending: Dagur land­búnaðarins

Dagur landbúnaðarins er málþing sem Bændasamtökin og Samtök fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) halda árlega. Markmið málþingsins er að vekja athygli á landbúnaðarmálum og skapa vettvang fyrir uppbyggilegar umræður milli fólks, framleiðenda og hagaðila í landbúnaði. Hægt er að fylgjast með því í beinni á Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Fögur fyrir­heit sem urðu að engu

Þegar hæstvirtur atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, lagði upp í metnaðarfulla hringferð með Bændasamtökunum síðastliðið vor hugsaði ég með mér að þarna væri ráðherra sem ætlaði að rækta gott samtal við bændastéttina.

Skoðun
Fréttamynd

Landbúnaðarrúnk

„Við erum öll úr sömu sveit“ er falleg yfirskrift sem segir svo margt. Ég les úr henni að samvinna er betri en samkeppni, að við séum öll neytendur og þurfum á landbúnaði að halda - já líka þau sem eru vegan.

Skoðun
Fréttamynd

Bændum veru­lega brugðið vegna breytinga á búvörulögum

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna, segir bændur verulega ósátta við frumvarpsdrög atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum. Þeim hafi verið brugðið að sjá tillöguna og telji breytingarnar sérstaklega hafa slæm áhrif á mjólkuriðnað í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Kyn­greint nautasæði kemur vel út

Kúabændur eru ánægðir með þann árangur sem náðst hefur með kyngreint sæði þegar þeir velja naut til að sæða kýr sínar með. Með sæðinu ræður bóndinn hvort hann fær kvígukálf eða nautkálf í heiminn. Sérstakur kyngreiningarbíll frá Danmörku kemur til landsins til að kyngreina sæðið.

Innlent
Fréttamynd

„Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“

Bændasamtök Íslands hafa lýst yfir verulegum vonbrigðum með nýbirt drög að breyttum búvörulögum. Atvinnuvegaráðherra segir það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða.

Innlent
Fréttamynd

Staða bænda styrkt

Í dag birtust í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um breytingar á búvörulögum sem ég hyggst mæla fyrir nú á haustþingi. Með frumvarpinu er lagt til að fyrirtækjum í eigu eða undir beinum yfirráðum bænda verði heimilt að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti, þrátt fyrir tiltekin ákvæði samkeppnislaga.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­eining sem eflir ís­lenskan land­búnað

Nýverið kom fram að háskólaráðuneytið vinni að því að Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) verði hluti af háskólasamstæðu Háskóla Íslands. Vafalaust eru talsverð tækifæri fólgin bæði í rannsóknum og kennslu með sameiningu. En í upphafi skal endirinn skoða.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti

Rúnar Ólafsson, sauðfjárbóndi á Eystri-Torfastöðum í Fljótshlíð er nú í sínum hundruðustu leitum á fjalli á Fljótshlíðarafrétti og var því fagnað um helgina með fjallmönnum á afréttinum. Rúnar segir bjart yfir sauðfjárræktinni.

Innlent
Fréttamynd

Sungið og sungið í Tungnaréttum

Fjárréttir fara víða fram um helgina, meðal annars á Suðurlandi þar sem fjölmenni sótti Hrunaréttir og Tungnaréttir í gær og Reykjaréttir og Tungnaréttir í dag í blíðskaparveðri. Mikið var sungið í Tungnaréttum eins og alltaf.

Innlent
Fréttamynd

Hags­munir sveitanna í vasa heild­sala

Við stöndum nú frammi fyrir ákvarðanatöku sem getur haft afgerandi áhrif á framtíð íslensks landbúnaðar. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað lagasetningu sem breytir tollflokkun svonefnds pítsaosts – osts með viðbættri jurtafitu – þannig að innflutningur hans verði tollfrjáls.

Skoðun
Fréttamynd

Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Sel­fossi

Sláturtíðin er hafin á fullum krafti hjá SS á Selfossi en reiknað er með að slátra um hundrað þúsund lömbum í haust. 110 erlendir starfsmenn hafa verið ráðnir sérstaklega í sláturtíðina, flestir frá Póllandi.

Innlent
Fréttamynd

Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum

Mikill hugur er í kornbændum þessa dagana enda reiknað með mikill kornuppskeru í haust en ræktunin fer fram á um fjögur þúsund hekturum. Þá er verið að gera ýmsar tilraunir með ræktun á mismunandi korni og hveiti í Gunnarsholti á Rangárvöllum.

Innlent
Fréttamynd

Nýupptekið græn­meti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar

Það verður mikið um að vera á Flúðum og nágrenni í dag því þá fer fram uppskeruhátíð Hrunamannahrepps. Hægt verður að versla ný upptekið grænmeti frá garðyrkjubændum og svo verður opið hús á nokkrum stöðum og Flúðasveppir ætla að leyfa gestum og gangandi að skoða inn í sveppa klefa hjá sér.

Lífið
Fréttamynd

Enn úr sömu sveitinni

Við bændur eigum stundum erfitt með að svara því hvaða árstími er sá rólegasti, því hverri árstíð fylgja verkefni og skyldur sem ekki verður skorast undan.

Skoðun
Fréttamynd

Kjöt­súpu í boði á Hvols­velli fyrir alla sem vilja

Kjötsúpa mun flæða um Hvolsvöll og næsta nágrenni um helgina því Kjötsúpuhátíð stendur yfir á svæðinu þar sem allir geta fengið eins mikið af ókeypis kjötsúpa eins og þeir geta í sig látið. Fjölmörg skemmtiatriði verða einnig í boði og risa grillveisla í dag svo eitthvað sé nefnt.

Lífið
Fréttamynd

„Beint frá býli dagurinn“ býður lands­mönnum í heim­sókn

„Beint frá býli“ dagurinn verður haldinn á morgun, sunnudaginn 24. ágúst frá 13 til 16 í hverjum landshluta. Um er að ræða fjölskylduvænan hátíðisdag þar sem neytendur geta heimsótt og kynnst lífi og starfi á lögbýli í sínum landshluta, smakkað og keypt vörur af öðrum smáframleiðendum á svæðinu og upplifað hvernig íslenskur matur verður til.

Innlent
Fréttamynd

Ný verð­skrá kinda­kjöts von­brigði fyrir sauðfjár­bændur

Deild sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands lýsir yfir vonbrigðum með þau afurðaverð sem kynnt hafa verið fyrir komandi haust. Formaður stjórnar segir vonbrigði að afurðaverð fylgi ekki verðlagi í landinu og segir verð fyrir dilkakjöt ekki standa undir þeim kostnaði sem falli til við framleiðsluna, jafnvel að teknu tilliti til stuðningskerfa.

Innlent
Fréttamynd

Ein­stök litasamsetning á Prinsi Greifa

Liturinn á hestinum Prins Greifa í Vestur Landeyjum vekur alltaf mikla athygli en hann er Brún ýruskjóttur varblesóttur og eini hesturinn hér á landi með þannig litasamsetningu.

Innlent
Fréttamynd

Sýkla­lyfjaónæmar bakteríur greindust í ís­lenskum svínum

Sýklalyfjaónæmt afbrigði af bakteríunni Staphylococcus aureus (MÓSA) greindust í skimunarsýnum við slátrun svína sem tekin voru í síðustu viku. Er þetta í fyrsta sinn sem þessar bakteríur greinast á Íslandi en þær eru mjög útbreiddar í búfé í Evrópu og víðar.

Innlent
Fréttamynd

Sam­keppnin tryggir hag neyt­enda

Matvöruverð á Íslandi hefur hækkað um tæp 6% á undanförnum mánuðum þrátt fyrir styrkingu krónunnar sem vanalega dregur úr verðhækkun á innfluttri vöru. Þetta vekur áleitnar spurningar: Er um tímabundna sveiflu að ræða, eða endurspeglar hækkunin dýpri vandamál í kerfinu?

Skoðun