Rachel McAdams leikur íslenska söngkonu í Eurovision-mynd Will Ferrell Birgir Olgeirsson skrifar 15. maí 2019 07:36 McAdams er í Ísrael til að kynna sér Eurovision-keppnina. Vísir/Getty Leikkonan Rachel McAdams mun leika íslenska söngkonu í væntanlegri mynd bandaríska grínistans Will Ferrell um Eurovision-söngvakeppnina. Myndin mun einfaldlega kallast Eurovision en McAdams er stödd í Tel Aviv í Ísrael til að kynnas sér keppnina. Verður myndin tekin upp í Pinewood-myndverinu í Lundúnum í sumar. „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég fer til Ísrael og ég veit ekkert við hverju ég á að búast,“ sagði McAdamas við Variety áður en hún fór til Ísrael. „Ég varð að stökkva á tækifærið.“McAdams hefur komið víða við á ferli sínu en hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Spotlight. Hún og Ferrell hafa áður leikið í sömu mynd en þó ekki á móti hvort öðru, en það var myndin Wedding Crashers sem kom út árið 2005. Leikstjóri þeirrar myndar var David Dobkin sem mun einmitt leikstýra Eurovision-myndinni. Will Ferrell leikur eitt af aðalhlutverkunum í myndinni ásamt því að skrifa handrit hennar. Var Ferrell einmitt staddur á Eurovision-keppninni í fyrra og einnig í ár en myndin er framleidd fyrir streymisveituna Netflix. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Ísrael Netflix Tengdar fréttir Will Ferrell gerir grínmynd um Eurovision Gamanleikarinn frægi Will Ferrell hefur náð samkomulagi við Netflix um framleiðslu á grínmynd með söngleikjaívafi sem fjallar um Eurovision. 18. júní 2018 19:49 Júrógarðurinn: Þurfti að mana sig upp í að tala við Will Ferrell Það er komið að úrslitastundu í Eurovision en lokakvöldið fer fram annað kvöld í Altice-höllinni í Lissabon. 11. maí 2018 15:45 Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikkonan Rachel McAdams mun leika íslenska söngkonu í væntanlegri mynd bandaríska grínistans Will Ferrell um Eurovision-söngvakeppnina. Myndin mun einfaldlega kallast Eurovision en McAdams er stödd í Tel Aviv í Ísrael til að kynnas sér keppnina. Verður myndin tekin upp í Pinewood-myndverinu í Lundúnum í sumar. „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég fer til Ísrael og ég veit ekkert við hverju ég á að búast,“ sagði McAdamas við Variety áður en hún fór til Ísrael. „Ég varð að stökkva á tækifærið.“McAdams hefur komið víða við á ferli sínu en hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Spotlight. Hún og Ferrell hafa áður leikið í sömu mynd en þó ekki á móti hvort öðru, en það var myndin Wedding Crashers sem kom út árið 2005. Leikstjóri þeirrar myndar var David Dobkin sem mun einmitt leikstýra Eurovision-myndinni. Will Ferrell leikur eitt af aðalhlutverkunum í myndinni ásamt því að skrifa handrit hennar. Var Ferrell einmitt staddur á Eurovision-keppninni í fyrra og einnig í ár en myndin er framleidd fyrir streymisveituna Netflix.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Ísrael Netflix Tengdar fréttir Will Ferrell gerir grínmynd um Eurovision Gamanleikarinn frægi Will Ferrell hefur náð samkomulagi við Netflix um framleiðslu á grínmynd með söngleikjaívafi sem fjallar um Eurovision. 18. júní 2018 19:49 Júrógarðurinn: Þurfti að mana sig upp í að tala við Will Ferrell Það er komið að úrslitastundu í Eurovision en lokakvöldið fer fram annað kvöld í Altice-höllinni í Lissabon. 11. maí 2018 15:45 Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Will Ferrell gerir grínmynd um Eurovision Gamanleikarinn frægi Will Ferrell hefur náð samkomulagi við Netflix um framleiðslu á grínmynd með söngleikjaívafi sem fjallar um Eurovision. 18. júní 2018 19:49
Júrógarðurinn: Þurfti að mana sig upp í að tala við Will Ferrell Það er komið að úrslitastundu í Eurovision en lokakvöldið fer fram annað kvöld í Altice-höllinni í Lissabon. 11. maí 2018 15:45