Woods stefnir á Tókýó 2020 Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. maí 2019 17:26 Tiger Woods vísir/Getty Tiger Woods vill keppa á Ólympíuleikum í fyrsta skipti í Tókýó næsta sumar. Woods, sem vann sitt fyrsta risamót í ellefu ár í síðasta mánuði þegar hann stóð uppi sem sigurvegari Mastersmótsins, var frá vegna meiðsla þegar golf snéri aftur sem Ólympíuíþrótt í Ríó 2016. „Væri ég til í að keppa á Ólympíuleikunum? Já. Þetta væri frumraun mín þar, en það væri erfitt að komast í liðið,“ sagði Woods sem er í sjötta sæti á heimslistanum. „Ef ég stend mig vel í stóru mótunum þá mun þetta ganga upp.“ Woods hefur ekki tekið þátt í móti á PGA mótaröðinni síðan hann vann Mastersmótið en hann verður á meðal keppenda á PGA meistaramótinu um næstu helgi. „Það sem ég þarf að hugsa um núna er hversu mikið ég spila og hversu mikið ég hvíli. Líkaminn jafnar sig ekki eins fljótt og hann gerði einu sinni en ég er meðvitaður um það.“ PGA meistaramótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf um helgina, en fyrsti keppnisdagur er á fimmtudag. Golf Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods vill keppa á Ólympíuleikum í fyrsta skipti í Tókýó næsta sumar. Woods, sem vann sitt fyrsta risamót í ellefu ár í síðasta mánuði þegar hann stóð uppi sem sigurvegari Mastersmótsins, var frá vegna meiðsla þegar golf snéri aftur sem Ólympíuíþrótt í Ríó 2016. „Væri ég til í að keppa á Ólympíuleikunum? Já. Þetta væri frumraun mín þar, en það væri erfitt að komast í liðið,“ sagði Woods sem er í sjötta sæti á heimslistanum. „Ef ég stend mig vel í stóru mótunum þá mun þetta ganga upp.“ Woods hefur ekki tekið þátt í móti á PGA mótaröðinni síðan hann vann Mastersmótið en hann verður á meðal keppenda á PGA meistaramótinu um næstu helgi. „Það sem ég þarf að hugsa um núna er hversu mikið ég spila og hversu mikið ég hvíli. Líkaminn jafnar sig ekki eins fljótt og hann gerði einu sinni en ég er meðvitaður um það.“ PGA meistaramótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf um helgina, en fyrsti keppnisdagur er á fimmtudag.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira