Kerr kallar þau konungsfjölskyldu NBA-deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2019 12:00 Stephen Curry og Seth Curry. Getty/ Jonathan Ferrey Leikmaður úr liði Golden State Warriors og leikmaður úr liði Portland Trail Blazers skrifa nýjan kafla í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar lið þeirra mætast í fyrsta leik úrslita Vesturdeildarinnar. Stephen Curry og Seth Curry verða þá fyrstu bræðurnir til að mætast þegar svo langt er liðið á úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Fyrsti leikur Golden State Warriors og Portland Trail Blazers í baráttunni fyrir að vera fulltrúi Vesturdeildarinnar í lokaúrslitum NBA fer fram í Oakland í nótt. „Curry-fjölskyldan er ótrúleg. Þau hafa verið að fljúga út um allt til að fylgjast með börnunum sínum spila í úrslitakeppni NBA. Nú fá þau að sjá strákana sína mætast,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors.The first time two brothers will face off in the conference finals. Kerr says it’s unbelievable pic.twitter.com/gXpI9qSccP — SportsCenter (@SportsCenter) May 14, 2019„Þau eru eins og konungsfjölskylda NBA-deildarinnar. Það er magnað að Steph og Seth skuli vera að ná þessum árangri. Foreldrarnir [Dell and Sonya] hljóta að vera að upplifa besta tíma lífs síns,“ sagði Kerr léttur. „Reyndar veit ég að þau eru að gera það því ég hef talað við þau um það. Þetta er svo falleg stund. Ég er samt viss um að það verða blendnar tilfinningar hjá þeim næstu vikurnar en þetta er frábær saga,“ sagði Kerr. „Fyrir þau þá snýst þetta bara um fjölskylduna. Þetta eru foreldrar sem styðja við bakið á okkur alla leið. Nú fá þau að vera í stöðu þar sem þau geta ekki tapað. Hvernig sem fer þá er sonur þeirra á leiðinni í lokaúrslitin í NBA-deildinni,“ sagði Stephen Curry. „Það er samt svolítið truflað að við séum á þessu stigi og að við fáum að spila á móti hvorum öðrum fyrir framan fjölskylduna. Því fylgir mikil ánægja og gleði,“ sagði Stephen Curry. Stephen Curry þekkir þetta stig úrslitakeppninnar mun betur enda getur hann orðið NBA-meistari þriðja árið í röð og í fjórða skiptið á fimm árum. Seth Curry hefur flakkað á milli liða og spilaði með Memphis Grizzlies, Cleveland Cavaliers, Phoenix Suns, Sacramento Kings og Dallas Mavericks áður en hann fékk samninginn frá Portland Trail Blazers.Steph Curry has to get through the family to get to the Finals. 1st round: Doc Rivers (in-law) Conf. semis: Austin Rivers (in-law) Conf. finals: Seth Curry (brother) pic.twitter.com/DIgx2l9PQs — Complex Sports (@ComplexSports) May 12, 2019Í þessari úrslitakeppni er Stephen Curry, sem er tveimur árum eldri, með 24,3 stig, 5,1 stoðsendingu og 5,7 fráköst að meðaltali í leik auk þess að setja niður 3,6 þrista í leik og nýta þau skot 37 prósent. Fyrsti leikurinn í einvíginu verður 103. leikur Stephen Curry í úrslitakeppni NBA. Seth Curry er í sinni fyrstu úrslitakeppni á ferlinum. Hann er með 5,4 stig, 1,3 fráköst og 0,6 stoðsendingar að meðaltali á 19,4 mínútum í leik. Seth hefur skorað 1,3 þrist í leik og er að nýta þriggja skotin betur en stóri bróðir eða 41,7 prósent. Seth Curry hefur spilað 12 leiki í úrsltitakeppni NBA eða 90 færri en bróður sinn. NBA Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Leikmaður úr liði Golden State Warriors og leikmaður úr liði Portland Trail Blazers skrifa nýjan kafla í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar lið þeirra mætast í fyrsta leik úrslita Vesturdeildarinnar. Stephen Curry og Seth Curry verða þá fyrstu bræðurnir til að mætast þegar svo langt er liðið á úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Fyrsti leikur Golden State Warriors og Portland Trail Blazers í baráttunni fyrir að vera fulltrúi Vesturdeildarinnar í lokaúrslitum NBA fer fram í Oakland í nótt. „Curry-fjölskyldan er ótrúleg. Þau hafa verið að fljúga út um allt til að fylgjast með börnunum sínum spila í úrslitakeppni NBA. Nú fá þau að sjá strákana sína mætast,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors.The first time two brothers will face off in the conference finals. Kerr says it’s unbelievable pic.twitter.com/gXpI9qSccP — SportsCenter (@SportsCenter) May 14, 2019„Þau eru eins og konungsfjölskylda NBA-deildarinnar. Það er magnað að Steph og Seth skuli vera að ná þessum árangri. Foreldrarnir [Dell and Sonya] hljóta að vera að upplifa besta tíma lífs síns,“ sagði Kerr léttur. „Reyndar veit ég að þau eru að gera það því ég hef talað við þau um það. Þetta er svo falleg stund. Ég er samt viss um að það verða blendnar tilfinningar hjá þeim næstu vikurnar en þetta er frábær saga,“ sagði Kerr. „Fyrir þau þá snýst þetta bara um fjölskylduna. Þetta eru foreldrar sem styðja við bakið á okkur alla leið. Nú fá þau að vera í stöðu þar sem þau geta ekki tapað. Hvernig sem fer þá er sonur þeirra á leiðinni í lokaúrslitin í NBA-deildinni,“ sagði Stephen Curry. „Það er samt svolítið truflað að við séum á þessu stigi og að við fáum að spila á móti hvorum öðrum fyrir framan fjölskylduna. Því fylgir mikil ánægja og gleði,“ sagði Stephen Curry. Stephen Curry þekkir þetta stig úrslitakeppninnar mun betur enda getur hann orðið NBA-meistari þriðja árið í röð og í fjórða skiptið á fimm árum. Seth Curry hefur flakkað á milli liða og spilaði með Memphis Grizzlies, Cleveland Cavaliers, Phoenix Suns, Sacramento Kings og Dallas Mavericks áður en hann fékk samninginn frá Portland Trail Blazers.Steph Curry has to get through the family to get to the Finals. 1st round: Doc Rivers (in-law) Conf. semis: Austin Rivers (in-law) Conf. finals: Seth Curry (brother) pic.twitter.com/DIgx2l9PQs — Complex Sports (@ComplexSports) May 12, 2019Í þessari úrslitakeppni er Stephen Curry, sem er tveimur árum eldri, með 24,3 stig, 5,1 stoðsendingu og 5,7 fráköst að meðaltali í leik auk þess að setja niður 3,6 þrista í leik og nýta þau skot 37 prósent. Fyrsti leikurinn í einvíginu verður 103. leikur Stephen Curry í úrslitakeppni NBA. Seth Curry er í sinni fyrstu úrslitakeppni á ferlinum. Hann er með 5,4 stig, 1,3 fráköst og 0,6 stoðsendingar að meðaltali á 19,4 mínútum í leik. Seth hefur skorað 1,3 þrist í leik og er að nýta þriggja skotin betur en stóri bróðir eða 41,7 prósent. Seth Curry hefur spilað 12 leiki í úrsltitakeppni NBA eða 90 færri en bróður sinn.
NBA Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Leik lokið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira