Felicity Huffman játar sök fyrir dómi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2019 15:10 Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, mun í dag játa sig seka í hinni svokölluðu háskólasvikamyllu en hún er ákærð fyrir að hafa greitt 15.000 Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkurnar á því að hún kæmist inn í þann háskóla sem henni þætti ákjósanlegastur. AP/Steven Senne Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, mun í dag játa sig seka í hinni svokölluðu háskólasvikamyllu en hún er ákærð fyrir að hafa greitt 15.000 Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkurnar á því að hún kæmist inn í þann háskóla sem henni þætti ákjósanlegastur. Alríkissaksóknarar í Boston hafa ákært að minnsta kosti fimmtíu manns í tengslum við sviksamlegar skráningar á nemendum í háskólum á borð við Yale, Georgetown, Stanford og UCLA. Í ákærunum er því haldið fram að svikamyllunni hafi verið ætlað að hjálpa auðugum Bandaríkjamönnum að greiða fyrir því að börnin þeirra kæmust inn í bestu skólana. Foreldrarnir, sem allir eru efnaðir, eru sakaðir um að hafa beitt ýmist mútum eða svikum til að tryggja börnunum sínum inngöngu. Í yfirlýsingu sem Huffman sendi frá sér í apríl sagðist hún hafa svikið dóttur sína með athæfi sínu. Dóttir hennar hefði ekki haft minnstu hugmynd um baktjaldamakkið. Saksóknarar krefjast ekki langrar fangelsisvistar í máli Huffman og segja tíu mánaða fangelsisdóm hæfa. Bandaríska leikkonan Lori Loughlin og eiginmaður hennar og tískuhönnuður Mossimo Giannulli neita aftur á móti sök í málinu. Þau eru ákærð fyrir að hafa borgað rúmar 58 milljónir íslenskra króna til að koma dætrum sínum að í virtum háskóla í Kaliforníu og logið að þær væru afreksíþróttakonur í róðri þrátt fyrir að þær hafi lagt stund á íþróttina. Bandaríkin Tengdar fréttir Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49 Sögð leita logandi ljósi að góðum almannatengli í skugga háskólaskandals Sérfræðingar í almannatengslum segja að hjónin hafi leitað til sín og viljað bæta laskaða ímynd sína. 4. maí 2019 10:49 John Legend segir háskólakerfið lengi hafa verið ríku fólki í hag Söngvarinn John Legend hefur tjáð sig um svikamylluna sem hjálpaði börnum hinna ríku og frægu að komast inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna. 17. mars 2019 16:37 „Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu Um fjörutíu manns hafa verið ákærðir vegna svika sem áttu að gera auðugum Bandaríkjamönnum að kaupa börnunum sínum aðgang að fremstu háskólum landsins. 12. mars 2019 15:29 Sephora hættir samstarfi við dóttur Lori Laughlin í kjölfar háskólasvikamyllu Olivia Jade er í hópi þeirra barna sem komust inn í skóla vegna háskólasvikamyllu. 14. mars 2019 22:42 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Bandaríska leikkonan Felicity Huffman, sem þekkt er fyrir að leika í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum, mun í dag játa sig seka í hinni svokölluðu háskólasvikamyllu en hún er ákærð fyrir að hafa greitt 15.000 Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkurnar á því að hún kæmist inn í þann háskóla sem henni þætti ákjósanlegastur. Alríkissaksóknarar í Boston hafa ákært að minnsta kosti fimmtíu manns í tengslum við sviksamlegar skráningar á nemendum í háskólum á borð við Yale, Georgetown, Stanford og UCLA. Í ákærunum er því haldið fram að svikamyllunni hafi verið ætlað að hjálpa auðugum Bandaríkjamönnum að greiða fyrir því að börnin þeirra kæmust inn í bestu skólana. Foreldrarnir, sem allir eru efnaðir, eru sakaðir um að hafa beitt ýmist mútum eða svikum til að tryggja börnunum sínum inngöngu. Í yfirlýsingu sem Huffman sendi frá sér í apríl sagðist hún hafa svikið dóttur sína með athæfi sínu. Dóttir hennar hefði ekki haft minnstu hugmynd um baktjaldamakkið. Saksóknarar krefjast ekki langrar fangelsisvistar í máli Huffman og segja tíu mánaða fangelsisdóm hæfa. Bandaríska leikkonan Lori Loughlin og eiginmaður hennar og tískuhönnuður Mossimo Giannulli neita aftur á móti sök í málinu. Þau eru ákærð fyrir að hafa borgað rúmar 58 milljónir íslenskra króna til að koma dætrum sínum að í virtum háskóla í Kaliforníu og logið að þær væru afreksíþróttakonur í róðri þrátt fyrir að þær hafi lagt stund á íþróttina.
Bandaríkin Tengdar fréttir Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49 Sögð leita logandi ljósi að góðum almannatengli í skugga háskólaskandals Sérfræðingar í almannatengslum segja að hjónin hafi leitað til sín og viljað bæta laskaða ímynd sína. 4. maí 2019 10:49 John Legend segir háskólakerfið lengi hafa verið ríku fólki í hag Söngvarinn John Legend hefur tjáð sig um svikamylluna sem hjálpaði börnum hinna ríku og frægu að komast inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna. 17. mars 2019 16:37 „Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu Um fjörutíu manns hafa verið ákærðir vegna svika sem áttu að gera auðugum Bandaríkjamönnum að kaupa börnunum sínum aðgang að fremstu háskólum landsins. 12. mars 2019 15:29 Sephora hættir samstarfi við dóttur Lori Laughlin í kjölfar háskólasvikamyllu Olivia Jade er í hópi þeirra barna sem komust inn í skóla vegna háskólasvikamyllu. 14. mars 2019 22:42 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Sjá meira
Loughlin og aðrir foreldrar ákærðir fyrir fjárþvætti í háskólasvikamyllu Leikkonan Lori Loughlin og fimmtán aðrir foreldrar, þar á meðal eiginmaður hennar, sem hafa verið ákærðir í háskólasvikamyllu í Bandaríkjunum, hafa einnig verið ákærð fyrir fjárþvætti. 9. apríl 2019 21:49
Sögð leita logandi ljósi að góðum almannatengli í skugga háskólaskandals Sérfræðingar í almannatengslum segja að hjónin hafi leitað til sín og viljað bæta laskaða ímynd sína. 4. maí 2019 10:49
John Legend segir háskólakerfið lengi hafa verið ríku fólki í hag Söngvarinn John Legend hefur tjáð sig um svikamylluna sem hjálpaði börnum hinna ríku og frægu að komast inn í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna. 17. mars 2019 16:37
„Aðþrengd eiginkona“ á meðal ákærðra í háskólasvikamyllu Um fjörutíu manns hafa verið ákærðir vegna svika sem áttu að gera auðugum Bandaríkjamönnum að kaupa börnunum sínum aðgang að fremstu háskólum landsins. 12. mars 2019 15:29
Sephora hættir samstarfi við dóttur Lori Laughlin í kjölfar háskólasvikamyllu Olivia Jade er í hópi þeirra barna sem komust inn í skóla vegna háskólasvikamyllu. 14. mars 2019 22:42