Árshátíð Sýnar fór fram í gærkvöldi og var hún haldin með pompi og prakt í Laugardalshöllinni.
Veislustjórar kvöldsins voru söngelsku bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson og skemmtu þeir gestum af sinni alkunnu snilld. Einnig steig diskódívan Helga Möller einnig á svið við mikinn fögnuð viðstaddra.
Herra Hnetusmjör var einnig á meðal skemmtikrafta og tók sín vinsælustu lög. Þá léku Bjartar sveiflur fyrir dansi og var það engin önnur en Birgitta Haukdal sem tók nokkur lög með þeim.
Ljósmyndarinn Marinó Flóvent var á svæðinu og smellti myndum af árshátíðargestum sem skemmtu sér konunglega.
Vísir er í eigu Sýnar.
Lífið