Joðskortur skekur líf grænkerans Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 11. maí 2019 10:00 Ingibjörg Gunnarsdóttir næringarfræðingur. Fréttablaðið/Anton Brink HEILSA Ný rannsókn Sólveigar Aðalsteinsdóttur sýnir fram á joðskort hjá Íslendingum í fyrsta sinn. Joðskortur kemur fyrst og fremst fram hjá einstaklingum sem ekki neyta fisks og mjólkurvara. Ingibjörg Gunnarsdóttir næringarfræðingur segir ástæðuna geta verið tvíþætta. Annars vegar vegna breyttra matarvenja landans og hins vegar vegna þess að minna joð sé í íslenskum matvörum nú en áður. „Við sjáum skýr tengsl við mjólkina eins og áður en miðað við það magn sem fólk virðist vera að drekka þá er joðstyrkurinn lægri en hann var fyrir 10 árum. Það eru vísbendingar um að kannski sé minna joð í mjólkinni en við vitum það ekki,“ segir Ingibjörg og bætir við að ekki hafi verið gerðar mælingar á efnainnihaldi íslenskra matvæla í hátt í tuttugu ár. „Það sem liggur á að gera eru innihaldsmælingar á íslenskum matvælum. Þær hafa ekki verið gerðar í að ég held um tuttugu ár.“ Joðskortur getur haft alvarlegar afleiðingar og má þar helst nefna röskun á starfsemi skjaldkirtils og auknar líkur á skertum fósturþroska á meðgöngu. Einkenni skorts á joði eru meðal annars þreyta, kuldi, þyngdaraukning, tíðatruflanir, gróf húð, munnþurrkur og minnisleysi. Ráðlagður dagskammtur af joði fyrir fullorðna eru 150 míkrógrömm. Mælt er með stærri skammti fyrir þungaðar konur (175 míkrógrömm) og konur með börn á brjósti (200 míkrógrömm). Hættulegt getur verið neyta meira joðs en mælt er með. Það á sérstaklega við um þungaðar konur. Ákveðin matvæli innihalda meira magn joðs en önnur og hefur Fréttablaðið tekið saman lista yfir fæðutegundir sem innihalda joð og henta mataræði grænkera og grænmetisæta. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Segir sögur með timbri Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
HEILSA Ný rannsókn Sólveigar Aðalsteinsdóttur sýnir fram á joðskort hjá Íslendingum í fyrsta sinn. Joðskortur kemur fyrst og fremst fram hjá einstaklingum sem ekki neyta fisks og mjólkurvara. Ingibjörg Gunnarsdóttir næringarfræðingur segir ástæðuna geta verið tvíþætta. Annars vegar vegna breyttra matarvenja landans og hins vegar vegna þess að minna joð sé í íslenskum matvörum nú en áður. „Við sjáum skýr tengsl við mjólkina eins og áður en miðað við það magn sem fólk virðist vera að drekka þá er joðstyrkurinn lægri en hann var fyrir 10 árum. Það eru vísbendingar um að kannski sé minna joð í mjólkinni en við vitum það ekki,“ segir Ingibjörg og bætir við að ekki hafi verið gerðar mælingar á efnainnihaldi íslenskra matvæla í hátt í tuttugu ár. „Það sem liggur á að gera eru innihaldsmælingar á íslenskum matvælum. Þær hafa ekki verið gerðar í að ég held um tuttugu ár.“ Joðskortur getur haft alvarlegar afleiðingar og má þar helst nefna röskun á starfsemi skjaldkirtils og auknar líkur á skertum fósturþroska á meðgöngu. Einkenni skorts á joði eru meðal annars þreyta, kuldi, þyngdaraukning, tíðatruflanir, gróf húð, munnþurrkur og minnisleysi. Ráðlagður dagskammtur af joði fyrir fullorðna eru 150 míkrógrömm. Mælt er með stærri skammti fyrir þungaðar konur (175 míkrógrömm) og konur með börn á brjósti (200 míkrógrömm). Hættulegt getur verið neyta meira joðs en mælt er með. Það á sérstaklega við um þungaðar konur. Ákveðin matvæli innihalda meira magn joðs en önnur og hefur Fréttablaðið tekið saman lista yfir fæðutegundir sem innihalda joð og henta mataræði grænkera og grænmetisæta.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Segir sögur með timbri Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira