Á morgun hefur atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir leik á Opna bandaríska meistaramótinu. Leikið er á Country Club Charleston vellinum í Suður-Karólínu.
Þetta er annað árið í röð sem Ólafía tekur þátt á Opna bandaríska. Í fyrra var hún einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.
Þetta er jafnframt sjöunda risamótið sem Ólafía tekur þátt í á ferlinum. Hún hefur einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn; á Evian meistaramótinu 2017.
Ólafía er í ráshóp með bandaríska áhugakylfingnum Ginu Kim og Jiyu Jung frá Suður-Kóreu fyrstu tvo keppnisdagana.
Ólafía, Kim og Jung hefja leik klukkan 18:46 að íslenskum tíma á morgun. Þær byrja á 10. braut.
Í síðustu viku tók Ólafía þátt á Pure Silke-meistaramótinu. Það var fyrsta mót hennar á LPGA-mótaröðinni í ár. Hún kemst ekki í gegnum niðurskurðinn.
Bein útsending frá Opna bandaríska hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Golf annað kvöld.
Ólafía hefur leik á Opna bandaríska á morgun
