Samkeppnishæfnin vænkast en áskoranir fram undan Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2019 10:41 Iðnaðarmenn að störfum. Vísir/Hanna Þrátt fyrir að Íslandi hækki um fjögur sæti á milli ára í alþjóðlegri samkeppnishæfnisúttekt er björninn ekki unninn að mati Viðskiptaráðs. Ísland stendur Norðurlöndunum enn að baki og því þarf víðtækari stefnumótun atvinnulífs og stjórnvalda. „Umbætur í skattamálum, endurskoðun stuðningskerfis nýsköpunar, lækkun vaxta og bætt viðskiptatengsl við umheiminn eru á meðal þess sem myndi stuðla að aukinni samkeppnishæfni,“ að mati ráðsins. Staða Íslands á samkeppnishæfnisúttektarlista svissneska verslunarskólans IMD var til umræðu á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs og Íslandsbanka í morgun. Ísland situr nú í 20. sæti listans, af þeim 63 ríkjum sem úttektin nær til, eftir að hafa lækkað um fjögur sæti á síðasta ári.Meðal þeirra áskorana sem íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir árið 2019, að mati IMD, er niðursveiflan í ferðamennsku og hækkandi launakostnaður. Þar að auki verði að greiða götu útflutnings frá landinu, taka markviss skref til að berjast gegn loftslagsbreytingum, sem og að styðja og auka alþjóðlegt samstarf. Ísland hækkar í öllum meginþáttum úttektarinnar en er þó enn alls staðar undir meðaltali hinna Norðurlandanna. Í útlistun Viðskiptaráðs er tekið fram að meiri hagvöxtur hér á landi en annars staðar varð til þess að Ísland hækkaði um þrjú sæti þegar kemur að efnahagslegri frammistöðu. Skilvirkni hins opinbera eykst einnig milli ára og fer Ísland þar upp um eitt sæti og ræður þar miklu jákvæðara mat stjórnenda á stofnanaumgjörð. Skilvirkni atvinnulífsins batnar milli ára og situr Ísland nú í 19. sæti, þökk sé m.a. aukinni framleiðni og bættum stjórnarháttum. Loks hækkar Ísland um fjögur sæti og upp í það 13. í samfélagslegum innviðum þar sem margir ólíkir þættir spila saman. Sem fyrr segir stendur Norðurlöndunum enn nokkuð að baki og má þar meðal annars telja smæð hagkerfisins, stofnanir og tækniinnviða meðal áhrifaþátta. Danmörk er enn efst af Norðurlöndunum og lækkar um tvö sæti (8. sæti), Svíþjóð er næst og stendur í stað (9. sæti). Noregur fellur um þrjú sæti (11. sæti). Finnland fer upp um eitt sæti, úr 16. í 15. og sem fyrr segir er Ísland neðst af Norðurlöndunum í 20. sæti.Skýrslu IMD má nálgast í heild sinni hér. Efnahagsmál Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Þrátt fyrir að Íslandi hækki um fjögur sæti á milli ára í alþjóðlegri samkeppnishæfnisúttekt er björninn ekki unninn að mati Viðskiptaráðs. Ísland stendur Norðurlöndunum enn að baki og því þarf víðtækari stefnumótun atvinnulífs og stjórnvalda. „Umbætur í skattamálum, endurskoðun stuðningskerfis nýsköpunar, lækkun vaxta og bætt viðskiptatengsl við umheiminn eru á meðal þess sem myndi stuðla að aukinni samkeppnishæfni,“ að mati ráðsins. Staða Íslands á samkeppnishæfnisúttektarlista svissneska verslunarskólans IMD var til umræðu á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs og Íslandsbanka í morgun. Ísland situr nú í 20. sæti listans, af þeim 63 ríkjum sem úttektin nær til, eftir að hafa lækkað um fjögur sæti á síðasta ári.Meðal þeirra áskorana sem íslenskt efnahagslíf stendur frammi fyrir árið 2019, að mati IMD, er niðursveiflan í ferðamennsku og hækkandi launakostnaður. Þar að auki verði að greiða götu útflutnings frá landinu, taka markviss skref til að berjast gegn loftslagsbreytingum, sem og að styðja og auka alþjóðlegt samstarf. Ísland hækkar í öllum meginþáttum úttektarinnar en er þó enn alls staðar undir meðaltali hinna Norðurlandanna. Í útlistun Viðskiptaráðs er tekið fram að meiri hagvöxtur hér á landi en annars staðar varð til þess að Ísland hækkaði um þrjú sæti þegar kemur að efnahagslegri frammistöðu. Skilvirkni hins opinbera eykst einnig milli ára og fer Ísland þar upp um eitt sæti og ræður þar miklu jákvæðara mat stjórnenda á stofnanaumgjörð. Skilvirkni atvinnulífsins batnar milli ára og situr Ísland nú í 19. sæti, þökk sé m.a. aukinni framleiðni og bættum stjórnarháttum. Loks hækkar Ísland um fjögur sæti og upp í það 13. í samfélagslegum innviðum þar sem margir ólíkir þættir spila saman. Sem fyrr segir stendur Norðurlöndunum enn nokkuð að baki og má þar meðal annars telja smæð hagkerfisins, stofnanir og tækniinnviða meðal áhrifaþátta. Danmörk er enn efst af Norðurlöndunum og lækkar um tvö sæti (8. sæti), Svíþjóð er næst og stendur í stað (9. sæti). Noregur fellur um þrjú sæti (11. sæti). Finnland fer upp um eitt sæti, úr 16. í 15. og sem fyrr segir er Ísland neðst af Norðurlöndunum í 20. sæti.Skýrslu IMD má nálgast í heild sinni hér.
Efnahagsmál Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira