Johnson þarf að koma fyrir dóm vegna meintra lyga um Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 10:28 Johnson verður líklega næsti leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Dómari á Bretlandi úrskurðaði í dag að Boris Johnson þurfi að koma fyrir dóm vegna ásakana um að hann hafi logið að almenningi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Johnson er talinn líklegastur til að taka við að Theresu May sem forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins. Málið tengist þrennum ummælum sem Johnson lét falla fyrir og eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna sumarið 2016 um útgönguna. Johnson var einn helsti talsmaður þess að Bretar segðu skilið Evrópusambandið. Þar á meðal eru fullyrðingar Johnson um að Evrópusambandsaðildin kostaði Breta 350 milljónir punda á viku, jafnvirði rúmra 55 milljarða íslenskra króna. Stuðningsmenn Brexit slógu þeirri upphæð meðal annars upp í auglýsingaefni sínu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Dómari í einkamáli sem var höfðað gegn Johnson tók ekki afstöðu til sannleiksgildi fullyrðingarinnar en úrskurðaði að hann þyrfti að koma fyrir dóminn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stefnendurnir halda því fram að Johnson hafi brotið af sér í embætti með ummælunum. Johnson var borgarstjóri í London þar til mánuði fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Mánuði eftir hana tók hann við embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn May. Hann hefur ekki tjáð sig um úrskurðinn. Lögmenn hans hafa haldið því fram að stefnan gegn honum sé pólitísks eðlis. May ætlar að segja af sér 7. júní. Johnson er talinn sigurstranglegastur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins þar sem rúmlega tíu eru í framboði. Bretland Brexit Tengdar fréttir Óttast áhrif afsagnar Theresu May Theresa May stígur til hliðar eftir mánaðamót. Vonast er til þess að nýr leiðtogi verði valinn fyrir lok júlí. Alls óvíst að leiðtogaskiptin dugi til þess að leysa Brexit-málið. Boris Johnson sækist eftir stólnum og þykir langlíklegastur. 25. maí 2019 07:30 Umhverfisráðherrann gefur kost á sér sem eftirmaður May Michael Gove bauð sig líka fram til formanns Íhaldsflokksins 2016 en komst lítt áleiðis þá. 26. maí 2019 09:49 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Dómari á Bretlandi úrskurðaði í dag að Boris Johnson þurfi að koma fyrir dóm vegna ásakana um að hann hafi logið að almenningi um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Johnson er talinn líklegastur til að taka við að Theresu May sem forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins. Málið tengist þrennum ummælum sem Johnson lét falla fyrir og eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna sumarið 2016 um útgönguna. Johnson var einn helsti talsmaður þess að Bretar segðu skilið Evrópusambandið. Þar á meðal eru fullyrðingar Johnson um að Evrópusambandsaðildin kostaði Breta 350 milljónir punda á viku, jafnvirði rúmra 55 milljarða íslenskra króna. Stuðningsmenn Brexit slógu þeirri upphæð meðal annars upp í auglýsingaefni sínu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Dómari í einkamáli sem var höfðað gegn Johnson tók ekki afstöðu til sannleiksgildi fullyrðingarinnar en úrskurðaði að hann þyrfti að koma fyrir dóminn, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stefnendurnir halda því fram að Johnson hafi brotið af sér í embætti með ummælunum. Johnson var borgarstjóri í London þar til mánuði fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Mánuði eftir hana tók hann við embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn May. Hann hefur ekki tjáð sig um úrskurðinn. Lögmenn hans hafa haldið því fram að stefnan gegn honum sé pólitísks eðlis. May ætlar að segja af sér 7. júní. Johnson er talinn sigurstranglegastur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins þar sem rúmlega tíu eru í framboði.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Óttast áhrif afsagnar Theresu May Theresa May stígur til hliðar eftir mánaðamót. Vonast er til þess að nýr leiðtogi verði valinn fyrir lok júlí. Alls óvíst að leiðtogaskiptin dugi til þess að leysa Brexit-málið. Boris Johnson sækist eftir stólnum og þykir langlíklegastur. 25. maí 2019 07:30 Umhverfisráðherrann gefur kost á sér sem eftirmaður May Michael Gove bauð sig líka fram til formanns Íhaldsflokksins 2016 en komst lítt áleiðis þá. 26. maí 2019 09:49 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Fleiri fréttir Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Sjá meira
Óttast áhrif afsagnar Theresu May Theresa May stígur til hliðar eftir mánaðamót. Vonast er til þess að nýr leiðtogi verði valinn fyrir lok júlí. Alls óvíst að leiðtogaskiptin dugi til þess að leysa Brexit-málið. Boris Johnson sækist eftir stólnum og þykir langlíklegastur. 25. maí 2019 07:30
Umhverfisráðherrann gefur kost á sér sem eftirmaður May Michael Gove bauð sig líka fram til formanns Íhaldsflokksins 2016 en komst lítt áleiðis þá. 26. maí 2019 09:49