Framtíð barna aldrei bjartari en núna Heimsljós kynnir 29. maí 2019 10:15 Ljósmynd frá Malaví gunnisal Aldrei í sögunni hafa nýfædd börn átt betri möguleika en nú til að vaxa úr grasi heilbrigð, menntuð og örugg, með tækifæri til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Aðeins fyrir tuttugu árum áttu helmingi fleiri börn á hættu að deyja fyrir fimm ára aldur, 70% barna voru þá líkleg til að vera neydd í barnaþrælkun og 20% fleiri áttu á hættu að vera líflátin. Enn er þó fjórðungur barna sviptur réttinum til öruggrar og heilbrigðrar bernsku. Börn sem búa á átakasvæðum eða eru á flótta eru verst sett.Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children, Changing Lives in our Lifetime – Global Childhood Report 2019. Í þessari árlegu skýrslu er lagt mat á 176 lönd með tilliti til aðgengis barna að heilbrigðisþjónustu, menntun, næringu og verndar gegn skaðlegum áhrifaþáttum eins og barnavinnu og barnahjónaböndum. Skýrslan sýnir að náðst hefur umtalsverður árangur í heiminum við að vernda börn á bernskuárum. Árið 2000 var áætlað að 970 milljónir barna væru rændar bernskunni vegna þess að þau voru látin ganga í hjónaband, vegna þungunar, voru útilokuð frá menntun, voru veik, vannærð eða létu lífið vegna ofbeldis. Þessi tala hefur nú lækkað í 690 milljónir – sem þýðir að í það minnsta 280 milljónir barna hafa það betra í dag en þau hefðu haft fyrir tveimur áratugum. Skýrslan byggist á viðmiðum sem notuð hafa verið síðustu ár og kallast End of Childhood Index. Niðurstöður sýna að frá árinu 2000 hefur staða barna batnað í 173 löndum af 176. Það þýðir að:4,4 milljónum færri börn deyja á hverju ári49 milljónum færri börn eru með þroskaskerðingu af völdum vannæringar130 milljónum fleiri börn ganga í skóla94 milljónum færri börn stunda vinnu11 milljónum færri stúlkur eru þvingaðar í hjónaband3 milljónum færri fæðingar eru meðal unglingsstúlkna12 þúsund færri börn eru myrt á ári hverju Af þeim átta áhrifaþáttum sem eiga mestan þátt í að ræna börn bernskunni, og fjallað er um í skýrslunni, er vergangur vegna átaka sá eini sem versnar. En 30,5 milljónum fleiri börn eru vegalaus nú en árið 2000. Það er aukning um 80%. Singapúr trónir á toppnum yfir þau lönd sem búa best að börnum sínum ásamt átta öðrum löndum í Vestur-Evrópu og Suður-Kóreu sem verma tíu efstu sætin. Ísland er í 11. sæti. Mestu framfarirnar voru í sumum af fátækustu löndum heims eins og Síerra Leóne, Rúanda, Eþíópíu og Níger. Mið-Afríkulýðveldið er í neðsta sæti, Níger í því næst neðsta, þrátt fyrir nýlegar framfarir þar í landi, og Tsjad í þriðja neðsta. Í þessum þremur löndum er bernskunni hvað mest ógnað. Sjá nánar á vef Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent
Aldrei í sögunni hafa nýfædd börn átt betri möguleika en nú til að vaxa úr grasi heilbrigð, menntuð og örugg, með tækifæri til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Aðeins fyrir tuttugu árum áttu helmingi fleiri börn á hættu að deyja fyrir fimm ára aldur, 70% barna voru þá líkleg til að vera neydd í barnaþrælkun og 20% fleiri áttu á hættu að vera líflátin. Enn er þó fjórðungur barna sviptur réttinum til öruggrar og heilbrigðrar bernsku. Börn sem búa á átakasvæðum eða eru á flótta eru verst sett.Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children, Changing Lives in our Lifetime – Global Childhood Report 2019. Í þessari árlegu skýrslu er lagt mat á 176 lönd með tilliti til aðgengis barna að heilbrigðisþjónustu, menntun, næringu og verndar gegn skaðlegum áhrifaþáttum eins og barnavinnu og barnahjónaböndum. Skýrslan sýnir að náðst hefur umtalsverður árangur í heiminum við að vernda börn á bernskuárum. Árið 2000 var áætlað að 970 milljónir barna væru rændar bernskunni vegna þess að þau voru látin ganga í hjónaband, vegna þungunar, voru útilokuð frá menntun, voru veik, vannærð eða létu lífið vegna ofbeldis. Þessi tala hefur nú lækkað í 690 milljónir – sem þýðir að í það minnsta 280 milljónir barna hafa það betra í dag en þau hefðu haft fyrir tveimur áratugum. Skýrslan byggist á viðmiðum sem notuð hafa verið síðustu ár og kallast End of Childhood Index. Niðurstöður sýna að frá árinu 2000 hefur staða barna batnað í 173 löndum af 176. Það þýðir að:4,4 milljónum færri börn deyja á hverju ári49 milljónum færri börn eru með þroskaskerðingu af völdum vannæringar130 milljónum fleiri börn ganga í skóla94 milljónum færri börn stunda vinnu11 milljónum færri stúlkur eru þvingaðar í hjónaband3 milljónum færri fæðingar eru meðal unglingsstúlkna12 þúsund færri börn eru myrt á ári hverju Af þeim átta áhrifaþáttum sem eiga mestan þátt í að ræna börn bernskunni, og fjallað er um í skýrslunni, er vergangur vegna átaka sá eini sem versnar. En 30,5 milljónum fleiri börn eru vegalaus nú en árið 2000. Það er aukning um 80%. Singapúr trónir á toppnum yfir þau lönd sem búa best að börnum sínum ásamt átta öðrum löndum í Vestur-Evrópu og Suður-Kóreu sem verma tíu efstu sætin. Ísland er í 11. sæti. Mestu framfarirnar voru í sumum af fátækustu löndum heims eins og Síerra Leóne, Rúanda, Eþíópíu og Níger. Mið-Afríkulýðveldið er í neðsta sæti, Níger í því næst neðsta, þrátt fyrir nýlegar framfarir þar í landi, og Tsjad í þriðja neðsta. Í þessum þremur löndum er bernskunni hvað mest ógnað. Sjá nánar á vef Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent